Erlent

Á­rás Úkraínu­manna á skip við Krím­skaga hafi heppnast

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Hér sést skipið árið 2015, á siglingu við strendur Tyrklands.
Hér sést skipið árið 2015, á siglingu við strendur Tyrklands. Mehmet Bayer/Getty

Rússnesk yfirvöld hafa viðurkennt að herskip sem lá við höfn á Krímskaga sé mikið skemmt eftir úkraínska árás. Áður höfðu Úkraínumenn haldið því fram að þeim hafi tekist að gjöreyðileggja skipið. 

Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Þar segir að loftárás Úkraínumanna hafi beinst að hafnarbænum Feodosja á Krímskaga, sem Rússar hertóku árið 2014. Talsmenn rússneska varnarmálaráðuneytisins segi skipið, sem ber heitið Novotjerkassk, hafa orðið fyrir fjarstýrðri eldflaug með nokkru tjóni. Einn hafi fallið í árásinni.

Yfirmaður úkraínska flughersins hafði áður sagt að flugvélarárás hefði grandað skipinu algjörlega. 

Sex byggingar í bænum skemmdust í árásinni og flytja þurfti nokkra íbúa þeirra til annarra híbýla vegna árásarinnar. 

Starfsemi hafnarinnar í Feodosja er nú sögð fara fram með eðlilegum hætti að nýju, þrátt fyrir að loka hafi þurft af hluta hennar til að ráða niðurlögum elds sem kom upp eftir árásina. 

https://maps.app.goo.gl/67ag8GiVhw7syPbUA


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×