Utan vallar: Ég er strax farinn að sakna þeirra Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. desember 2023 09:00 Óskar Hrafn Þorvaldsson og Arnar Gunnlaugsson hafa boðið upp á mikla skemmtun siðustu fótboltasumur. Vísir/Hulda Margrét Við kveðjum ekki aðeins árið 2023 þessa dagana heldur einnig tvo litríkustu þjálfara Bestu deildar karla í fótbolta. Arnar Gunnlaugsson og Óskar Hrafn Þorvaldsson hafa verið andlit Bestu deildarinnar síðustu ár og lífgað mikið upp á fótboltasumrin, bæði með frábærum fótboltaliðum sínum en einnig með ómælandi keppnisskapi sínu sem ekki er hægt annað en að hrífast af. Vísir/Hulda Margrét Nú eru þeir líklegast báðir að yfirgefa íslensku deildina og það á sama tíma. Óskar Hrafn hefur tekið við Haugesund í Noregi og Arnar er væntanlega að fara að taka við sænska liðinu Norrköping. Það verður ekki aðeins erfitt fyrir Víking og Breiðablik að fylla í skörð þessara stóru karaktera í þjálfarastólum sínum heldur hafa þeir einnig starfað í ólaunuðu og ónefndu starfi sem sendiherrar Bestu deildarinnar. Það verður því verkefni fyrir kynningardeild Bestu deildarinnar að finna nýja sendiherra deildarinnar fyrir komandi knattspyrnusumar. Þeir Arnar og Óskar eru auðvitað eins ólíkir og menn gerast en þeir sameinast um það að búa til stílhrein og vel spilandi fótboltalið sem hafa gert frábæra hluti í þeirra þjálfaratíð. Vísir/Hulda Margrét Arnar hefur vissulega haft betur í titlum enda hefur Víkingsliðið unnið tvo Íslandsmeistaratitla og fjóra bikarmeistaratitla undir hans stjórn. Sex stórir titlar frá 2019 er magnaður árangur ekki síst þar sem þetta eru 67 prósent titla í boði á þessum fimm árum. Óskar Hrafn uppskar kannski bara einn Íslandsmeistaratitil á þjálfaratíma sínum í Smáranum en hann gerði hins vegar það sem engum öðrum þjálfara íslensks liðs hefur tekist, fyrr eða síðar. Hann kom Breiðablik í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar en íslenskt karlalið hefur aldrei komist í riðlakeppni í Evrópukeppni áður. Magnað afrek. Það er ekki nóg með að lið þeirra hafa háð hálfgerð einvígi um titilinn undanfarin sumur þá hafa þeir Arnar og Óskar Hrafn lífgað upp á deildina með viðtölum sínum og viðbrögðum. Tveir keppnismenn sem lifa á ystu brún þegar boltinn er i leik og gefa mikið af sér á hliðarlínunni. Það að þeir hafi einnig verið andstæðir pólar í bæði taktík og tali hefur gert einvígið enn skemmtilegra. Auðvitað hafa menn sokkið stundum niður í leiksskólasandinn, látið skapið hlaupa með sig í gönur og fengið í kjölfarið vænan skammt af alls konar gagnrýni á hátterni sína og hegðun. Eins og sannir keppnismenn hafa þeir aldrei gefið neitt eftir, haldið sínu skriðu og trúað á sitt og sína. Óskar Hrafn og Arnar eftir einn innbyrðis leik þeirra.Vísir/Hulda Margrét Þeir hafa farið sína leið frá fyrsta degi og mótað lið sín eftir sínu fótboltahöfði. Tveir fótboltahöfðingar sem eins og leikmennirnir sem þeir voru forðum þá sækja þeir nú á ný mið. Það verður gaman að sjá hvernig gengur hjá þeim í Eliteserien og Allsvenskan. Þeir hafa sannað sig sem frábærir þjálfarar á Íslandi en ná þeir að færa sig úr hálfatvinnumennsku og yfir í full atvinnumannalið á næsta stigi fyrir ofan? Það er stóra spurningin sem margir bíðar eftir að fá svarið við. Fótboltaáhugafólk á Íslandi stendur eftir nú tveimur frábærum og litríkum knattspyrnuþjálfuruum fáttækari. Það verður skrýtið að sjá Bestu deildina án þessa þegar hún fer af stað án þeirra í byrjun apríl. Ég get ekki sagt annað en að ég sé strax farinn að sakna þeirra. Besta deild karla Breiðablik Víkingur Reykjavík Utan vallar Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti Celtics festa þjálfarann í sessi Körfubolti Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Körfubolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Sport Axel leiðir að öðrum degi loknum Golf Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Sjá meira
Arnar Gunnlaugsson og Óskar Hrafn Þorvaldsson hafa verið andlit Bestu deildarinnar síðustu ár og lífgað mikið upp á fótboltasumrin, bæði með frábærum fótboltaliðum sínum en einnig með ómælandi keppnisskapi sínu sem ekki er hægt annað en að hrífast af. Vísir/Hulda Margrét Nú eru þeir líklegast báðir að yfirgefa íslensku deildina og það á sama tíma. Óskar Hrafn hefur tekið við Haugesund í Noregi og Arnar er væntanlega að fara að taka við sænska liðinu Norrköping. Það verður ekki aðeins erfitt fyrir Víking og Breiðablik að fylla í skörð þessara stóru karaktera í þjálfarastólum sínum heldur hafa þeir einnig starfað í ólaunuðu og ónefndu starfi sem sendiherrar Bestu deildarinnar. Það verður því verkefni fyrir kynningardeild Bestu deildarinnar að finna nýja sendiherra deildarinnar fyrir komandi knattspyrnusumar. Þeir Arnar og Óskar eru auðvitað eins ólíkir og menn gerast en þeir sameinast um það að búa til stílhrein og vel spilandi fótboltalið sem hafa gert frábæra hluti í þeirra þjálfaratíð. Vísir/Hulda Margrét Arnar hefur vissulega haft betur í titlum enda hefur Víkingsliðið unnið tvo Íslandsmeistaratitla og fjóra bikarmeistaratitla undir hans stjórn. Sex stórir titlar frá 2019 er magnaður árangur ekki síst þar sem þetta eru 67 prósent titla í boði á þessum fimm árum. Óskar Hrafn uppskar kannski bara einn Íslandsmeistaratitil á þjálfaratíma sínum í Smáranum en hann gerði hins vegar það sem engum öðrum þjálfara íslensks liðs hefur tekist, fyrr eða síðar. Hann kom Breiðablik í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar en íslenskt karlalið hefur aldrei komist í riðlakeppni í Evrópukeppni áður. Magnað afrek. Það er ekki nóg með að lið þeirra hafa háð hálfgerð einvígi um titilinn undanfarin sumur þá hafa þeir Arnar og Óskar Hrafn lífgað upp á deildina með viðtölum sínum og viðbrögðum. Tveir keppnismenn sem lifa á ystu brún þegar boltinn er i leik og gefa mikið af sér á hliðarlínunni. Það að þeir hafi einnig verið andstæðir pólar í bæði taktík og tali hefur gert einvígið enn skemmtilegra. Auðvitað hafa menn sokkið stundum niður í leiksskólasandinn, látið skapið hlaupa með sig í gönur og fengið í kjölfarið vænan skammt af alls konar gagnrýni á hátterni sína og hegðun. Eins og sannir keppnismenn hafa þeir aldrei gefið neitt eftir, haldið sínu skriðu og trúað á sitt og sína. Óskar Hrafn og Arnar eftir einn innbyrðis leik þeirra.Vísir/Hulda Margrét Þeir hafa farið sína leið frá fyrsta degi og mótað lið sín eftir sínu fótboltahöfði. Tveir fótboltahöfðingar sem eins og leikmennirnir sem þeir voru forðum þá sækja þeir nú á ný mið. Það verður gaman að sjá hvernig gengur hjá þeim í Eliteserien og Allsvenskan. Þeir hafa sannað sig sem frábærir þjálfarar á Íslandi en ná þeir að færa sig úr hálfatvinnumennsku og yfir í full atvinnumannalið á næsta stigi fyrir ofan? Það er stóra spurningin sem margir bíðar eftir að fá svarið við. Fótboltaáhugafólk á Íslandi stendur eftir nú tveimur frábærum og litríkum knattspyrnuþjálfuruum fáttækari. Það verður skrýtið að sjá Bestu deildina án þessa þegar hún fer af stað án þeirra í byrjun apríl. Ég get ekki sagt annað en að ég sé strax farinn að sakna þeirra.
Besta deild karla Breiðablik Víkingur Reykjavík Utan vallar Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti Celtics festa þjálfarann í sessi Körfubolti Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Körfubolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Sport Axel leiðir að öðrum degi loknum Golf Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti