Samið um fjölnota íþróttahús og aðgengi Borgarlínu á Hlíðarenda Atli Ísleifsson skrifar 15. desember 2023 06:57 Samkomulagið felst meðal annars í að Valur mun endurbyggja og fjármagna gervigrasvöll vestan Arnarhlíðar á komandi ári. Reykjavíkurborg mun svo endurgreiða kostnað við völlinn á árunum 2025 til 2027 og verður hann þá í eigu borgarinnar. Reykjavíkurborg Samkomulag um frekari uppbyggingu á Hlíðarenda í Reykjavík, áform um byggingu fjölnota íþróttahúss, endurbyggingu gervigrasvallar og aðgengi Borgarlínu var samþykkt í borgarráði Reykjavíkur í gær. Samkomulagið er milli Knattspyrnufélagsins Vals, Hlíðarenda ses. og Reykjavíkurborgar og snýst um fyrirhugaða uppbyggingu á lóðum við Arnarhlíð 3 og Hlíðarenda 14 en einnig áform um byggingu fjölnota íþróttahúss, endurbyggingu gervigrasvallar og eignayfirfærslu gervigrasvallar austan Arnarhlíðar til Reykjavíkurborgar. Þá felur samkomulagið í sér breytta landnotkun sem tryggir aðgengi Borgarlínu að svæðinu. Á vef Reykjavíkurborgar segir að samningurinn taki í raun til breytinga á deiliskipulagi Hlíðarendareits hvað varðar uppbyggingu þeirra tveggja lóða sem þar standa nú eftir óbyggðar. „Um er að ræða reiti A og J, eða Arnarhlíð 3 þar sem lóðarhafi er Hlíðarendi ses. og lóð við Hlíðarenda 14 þar sem lóðarhafi er Knattspyrnufélagið Valur. Samkvæmt samningnum verður lóðarhöfum heimilt að láta vinna á sinn kostnað deiliskipulag vegna lóðanna þar sem stefnt er að því að hafa annars vegar blandaða íbúðarhúsalóð og hins vegar hreina íbúðarhúsalóð. Skýringarmynd frá ALARK arkitektum ehf. sem sýnir fyrirhugaða uppbyggingu.ALARK Í samræmi við samningsmarkmið Reykjavíkurborgar er samið um að á lóðunum verði 20% íbúða skilgreindar sem leiguíbúðir, stúdentaíbúðir, leiguíbúðir Félagsbústaða hf., búseturéttaríbúðir og/eða íbúðir fyrir aldraða. Sérstakt byggingarréttargjald verður ekki greitt vegna uppbyggingarinnar en þess í stað skuldbinda lóðarhafar sig til að ráðstafa ábatanum af henni til fjármögnunar á aðstöðu til íþróttaiðkunar á svæðinu. Verður í þeim efnum sérstaklega horft til uppbyggingar fjölnota íþróttahúss á Hlíðarenda sem knattspyrnufélagið Valur mun fjármagna, byggja og reka og mun það uppfylla þarfir allra þeirra greina sem iðkendur félagsins leggja stund á. Stefnt að því að borgin reki íþróttamannvirkin að Hlíðarenda Knattspyrnufélagið Valur mun endurbyggja og fjármagna gervigrasvöll vestan Arnarhlíðar á komandi ári, en Reykjavíkurborg mun endurgreiða kostnað við völlinn á árunum 2025 til 2027 og verður hann þá í eigu borgarinnar. Þá afhendir Knattspyrnufélagið Valur Reykjavíkurborg gervigrasvöll austan Arnarhlíðar til eignar, rekstrar og viðhalds frá upphafi komandi árs án sérstakrar greiðslu. Reykjavíkurborg og Knattspyrnufélagið Valur eru sammála um að samhliða undirritun samningsins verði sett af stað vinna við endurskoðun á eignarhaldi íþróttamannvirkja að Hlíðarenda með það að markmiði að Reykjavíkurborg taki yfir rekstur þeirra frá upphafi ársins 2025. Aðgengi Borgarlínu tryggt Samkomulagið kveður á um breytta notkun á lóð við Hlíðarenda 12 þannig að hún verði nýtt undir almenningssamgöngur, þar sem Borgarlína mun fara um Snorrabrautarás. Loks kveður samkomulagið á um uppgjör á framkvæmdakostnaði vegna gerðar göngustíga,“ segir á vef borgarinnar. Reykjavík Skipulag Valur Borgarlína Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Sjá meira
Samkomulagið er milli Knattspyrnufélagsins Vals, Hlíðarenda ses. og Reykjavíkurborgar og snýst um fyrirhugaða uppbyggingu á lóðum við Arnarhlíð 3 og Hlíðarenda 14 en einnig áform um byggingu fjölnota íþróttahúss, endurbyggingu gervigrasvallar og eignayfirfærslu gervigrasvallar austan Arnarhlíðar til Reykjavíkurborgar. Þá felur samkomulagið í sér breytta landnotkun sem tryggir aðgengi Borgarlínu að svæðinu. Á vef Reykjavíkurborgar segir að samningurinn taki í raun til breytinga á deiliskipulagi Hlíðarendareits hvað varðar uppbyggingu þeirra tveggja lóða sem þar standa nú eftir óbyggðar. „Um er að ræða reiti A og J, eða Arnarhlíð 3 þar sem lóðarhafi er Hlíðarendi ses. og lóð við Hlíðarenda 14 þar sem lóðarhafi er Knattspyrnufélagið Valur. Samkvæmt samningnum verður lóðarhöfum heimilt að láta vinna á sinn kostnað deiliskipulag vegna lóðanna þar sem stefnt er að því að hafa annars vegar blandaða íbúðarhúsalóð og hins vegar hreina íbúðarhúsalóð. Skýringarmynd frá ALARK arkitektum ehf. sem sýnir fyrirhugaða uppbyggingu.ALARK Í samræmi við samningsmarkmið Reykjavíkurborgar er samið um að á lóðunum verði 20% íbúða skilgreindar sem leiguíbúðir, stúdentaíbúðir, leiguíbúðir Félagsbústaða hf., búseturéttaríbúðir og/eða íbúðir fyrir aldraða. Sérstakt byggingarréttargjald verður ekki greitt vegna uppbyggingarinnar en þess í stað skuldbinda lóðarhafar sig til að ráðstafa ábatanum af henni til fjármögnunar á aðstöðu til íþróttaiðkunar á svæðinu. Verður í þeim efnum sérstaklega horft til uppbyggingar fjölnota íþróttahúss á Hlíðarenda sem knattspyrnufélagið Valur mun fjármagna, byggja og reka og mun það uppfylla þarfir allra þeirra greina sem iðkendur félagsins leggja stund á. Stefnt að því að borgin reki íþróttamannvirkin að Hlíðarenda Knattspyrnufélagið Valur mun endurbyggja og fjármagna gervigrasvöll vestan Arnarhlíðar á komandi ári, en Reykjavíkurborg mun endurgreiða kostnað við völlinn á árunum 2025 til 2027 og verður hann þá í eigu borgarinnar. Þá afhendir Knattspyrnufélagið Valur Reykjavíkurborg gervigrasvöll austan Arnarhlíðar til eignar, rekstrar og viðhalds frá upphafi komandi árs án sérstakrar greiðslu. Reykjavíkurborg og Knattspyrnufélagið Valur eru sammála um að samhliða undirritun samningsins verði sett af stað vinna við endurskoðun á eignarhaldi íþróttamannvirkja að Hlíðarenda með það að markmiði að Reykjavíkurborg taki yfir rekstur þeirra frá upphafi ársins 2025. Aðgengi Borgarlínu tryggt Samkomulagið kveður á um breytta notkun á lóð við Hlíðarenda 12 þannig að hún verði nýtt undir almenningssamgöngur, þar sem Borgarlína mun fara um Snorrabrautarás. Loks kveður samkomulagið á um uppgjör á framkvæmdakostnaði vegna gerðar göngustíga,“ segir á vef borgarinnar.
Reykjavík Skipulag Valur Borgarlína Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Sjá meira