Samið um fjölnota íþróttahús og aðgengi Borgarlínu á Hlíðarenda Atli Ísleifsson skrifar 15. desember 2023 06:57 Samkomulagið felst meðal annars í að Valur mun endurbyggja og fjármagna gervigrasvöll vestan Arnarhlíðar á komandi ári. Reykjavíkurborg mun svo endurgreiða kostnað við völlinn á árunum 2025 til 2027 og verður hann þá í eigu borgarinnar. Reykjavíkurborg Samkomulag um frekari uppbyggingu á Hlíðarenda í Reykjavík, áform um byggingu fjölnota íþróttahúss, endurbyggingu gervigrasvallar og aðgengi Borgarlínu var samþykkt í borgarráði Reykjavíkur í gær. Samkomulagið er milli Knattspyrnufélagsins Vals, Hlíðarenda ses. og Reykjavíkurborgar og snýst um fyrirhugaða uppbyggingu á lóðum við Arnarhlíð 3 og Hlíðarenda 14 en einnig áform um byggingu fjölnota íþróttahúss, endurbyggingu gervigrasvallar og eignayfirfærslu gervigrasvallar austan Arnarhlíðar til Reykjavíkurborgar. Þá felur samkomulagið í sér breytta landnotkun sem tryggir aðgengi Borgarlínu að svæðinu. Á vef Reykjavíkurborgar segir að samningurinn taki í raun til breytinga á deiliskipulagi Hlíðarendareits hvað varðar uppbyggingu þeirra tveggja lóða sem þar standa nú eftir óbyggðar. „Um er að ræða reiti A og J, eða Arnarhlíð 3 þar sem lóðarhafi er Hlíðarendi ses. og lóð við Hlíðarenda 14 þar sem lóðarhafi er Knattspyrnufélagið Valur. Samkvæmt samningnum verður lóðarhöfum heimilt að láta vinna á sinn kostnað deiliskipulag vegna lóðanna þar sem stefnt er að því að hafa annars vegar blandaða íbúðarhúsalóð og hins vegar hreina íbúðarhúsalóð. Skýringarmynd frá ALARK arkitektum ehf. sem sýnir fyrirhugaða uppbyggingu.ALARK Í samræmi við samningsmarkmið Reykjavíkurborgar er samið um að á lóðunum verði 20% íbúða skilgreindar sem leiguíbúðir, stúdentaíbúðir, leiguíbúðir Félagsbústaða hf., búseturéttaríbúðir og/eða íbúðir fyrir aldraða. Sérstakt byggingarréttargjald verður ekki greitt vegna uppbyggingarinnar en þess í stað skuldbinda lóðarhafar sig til að ráðstafa ábatanum af henni til fjármögnunar á aðstöðu til íþróttaiðkunar á svæðinu. Verður í þeim efnum sérstaklega horft til uppbyggingar fjölnota íþróttahúss á Hlíðarenda sem knattspyrnufélagið Valur mun fjármagna, byggja og reka og mun það uppfylla þarfir allra þeirra greina sem iðkendur félagsins leggja stund á. Stefnt að því að borgin reki íþróttamannvirkin að Hlíðarenda Knattspyrnufélagið Valur mun endurbyggja og fjármagna gervigrasvöll vestan Arnarhlíðar á komandi ári, en Reykjavíkurborg mun endurgreiða kostnað við völlinn á árunum 2025 til 2027 og verður hann þá í eigu borgarinnar. Þá afhendir Knattspyrnufélagið Valur Reykjavíkurborg gervigrasvöll austan Arnarhlíðar til eignar, rekstrar og viðhalds frá upphafi komandi árs án sérstakrar greiðslu. Reykjavíkurborg og Knattspyrnufélagið Valur eru sammála um að samhliða undirritun samningsins verði sett af stað vinna við endurskoðun á eignarhaldi íþróttamannvirkja að Hlíðarenda með það að markmiði að Reykjavíkurborg taki yfir rekstur þeirra frá upphafi ársins 2025. Aðgengi Borgarlínu tryggt Samkomulagið kveður á um breytta notkun á lóð við Hlíðarenda 12 þannig að hún verði nýtt undir almenningssamgöngur, þar sem Borgarlína mun fara um Snorrabrautarás. Loks kveður samkomulagið á um uppgjör á framkvæmdakostnaði vegna gerðar göngustíga,“ segir á vef borgarinnar. Reykjavík Skipulag Valur Borgarlína Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Samkomulagið er milli Knattspyrnufélagsins Vals, Hlíðarenda ses. og Reykjavíkurborgar og snýst um fyrirhugaða uppbyggingu á lóðum við Arnarhlíð 3 og Hlíðarenda 14 en einnig áform um byggingu fjölnota íþróttahúss, endurbyggingu gervigrasvallar og eignayfirfærslu gervigrasvallar austan Arnarhlíðar til Reykjavíkurborgar. Þá felur samkomulagið í sér breytta landnotkun sem tryggir aðgengi Borgarlínu að svæðinu. Á vef Reykjavíkurborgar segir að samningurinn taki í raun til breytinga á deiliskipulagi Hlíðarendareits hvað varðar uppbyggingu þeirra tveggja lóða sem þar standa nú eftir óbyggðar. „Um er að ræða reiti A og J, eða Arnarhlíð 3 þar sem lóðarhafi er Hlíðarendi ses. og lóð við Hlíðarenda 14 þar sem lóðarhafi er Knattspyrnufélagið Valur. Samkvæmt samningnum verður lóðarhöfum heimilt að láta vinna á sinn kostnað deiliskipulag vegna lóðanna þar sem stefnt er að því að hafa annars vegar blandaða íbúðarhúsalóð og hins vegar hreina íbúðarhúsalóð. Skýringarmynd frá ALARK arkitektum ehf. sem sýnir fyrirhugaða uppbyggingu.ALARK Í samræmi við samningsmarkmið Reykjavíkurborgar er samið um að á lóðunum verði 20% íbúða skilgreindar sem leiguíbúðir, stúdentaíbúðir, leiguíbúðir Félagsbústaða hf., búseturéttaríbúðir og/eða íbúðir fyrir aldraða. Sérstakt byggingarréttargjald verður ekki greitt vegna uppbyggingarinnar en þess í stað skuldbinda lóðarhafar sig til að ráðstafa ábatanum af henni til fjármögnunar á aðstöðu til íþróttaiðkunar á svæðinu. Verður í þeim efnum sérstaklega horft til uppbyggingar fjölnota íþróttahúss á Hlíðarenda sem knattspyrnufélagið Valur mun fjármagna, byggja og reka og mun það uppfylla þarfir allra þeirra greina sem iðkendur félagsins leggja stund á. Stefnt að því að borgin reki íþróttamannvirkin að Hlíðarenda Knattspyrnufélagið Valur mun endurbyggja og fjármagna gervigrasvöll vestan Arnarhlíðar á komandi ári, en Reykjavíkurborg mun endurgreiða kostnað við völlinn á árunum 2025 til 2027 og verður hann þá í eigu borgarinnar. Þá afhendir Knattspyrnufélagið Valur Reykjavíkurborg gervigrasvöll austan Arnarhlíðar til eignar, rekstrar og viðhalds frá upphafi komandi árs án sérstakrar greiðslu. Reykjavíkurborg og Knattspyrnufélagið Valur eru sammála um að samhliða undirritun samningsins verði sett af stað vinna við endurskoðun á eignarhaldi íþróttamannvirkja að Hlíðarenda með það að markmiði að Reykjavíkurborg taki yfir rekstur þeirra frá upphafi ársins 2025. Aðgengi Borgarlínu tryggt Samkomulagið kveður á um breytta notkun á lóð við Hlíðarenda 12 þannig að hún verði nýtt undir almenningssamgöngur, þar sem Borgarlína mun fara um Snorrabrautarás. Loks kveður samkomulagið á um uppgjör á framkvæmdakostnaði vegna gerðar göngustíga,“ segir á vef borgarinnar.
Reykjavík Skipulag Valur Borgarlína Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent