Erlent

Fulltrúadeildin sam­þykkir form­lega rann­sókn á Biden

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Meintir vafasamir viðskiptahættir Hunter Biden hafa komið föður hans Joe Biden í vandræði.
Meintir vafasamir viðskiptahættir Hunter Biden hafa komið föður hans Joe Biden í vandræði. AP Photo/Evan Vucci

Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti í gærkvöldi að hefja formlega rannsókn á embættisfærslum Joe Bidens forseta sem gætu svo leitt til ákæru til embættismissis.

Þetta var samþykkt af meirihluta Repúblikana í deildinni þrátt fyrir að engar sannanir hafi verið settar fram sem sýni að Biden hafi hagnast af viðskiptum fjölskyldumeðlima á meðan hann gegndi sjálfur embætti varaforseta. Atkvæðagreiðslan fór fram nokkrum klukkustundum eftir að sonur forsetans, Hunter Biden, mætti ekki til skýrslutöku fyrir þingnefnd sem rannsakar viðskiptahætti hans.

Þess í stað hélt hann blaðamannafund í Washington og sagðist reiðubúinn til að svara öllum spurningum sem að honum væri beint opinberlega. Yfirheyrslan í þingnefndinni átti hinsvegar að fara fram á bak við luktar dyr og það vildi Hunter ekki sætta sig við.

Repúblikar hafa þvertekið fyrir að hafa yfirheyrsluna í heyranda hljóði og segja Demókratar það sýna glöggt hve veikur málatilbúnaður þeirra sé.


Tengdar fréttir

„Þau björguðu bókstaflega lífi mínu“

Hunter Biden, sonur Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, mætti ekki á fund eftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í dag. Þess í stað hélt hann blaðamannafund fyrir utan þinghúsið þar sem hann sakaði þingmenn Repúblikanaflokksins um að óheiðarleika.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×