Ekkert spurst til Navalní og Þórhildur Sunna krefst upplýsinga Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 13. desember 2023 00:16 Þórhildur Sunna er varaformaður Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins. Vísir/Arnar Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingkona Pírata og aðalfulltrúi pólitískra fanga á Evrópuráðsþinginu hefur gefið frá sér yfirlýsingu þar sem hún krefur rússnesk yfirvöld um að upplýsa lögmenn Navalní, pólitísks andstæðings Pútín, um staðsetningu hans og leyfa þeim að hitta hann. Alexei Navalní, pólitískur andstæðingur Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, missti af réttarhöldum í gærmorgun, eftir að lögmenn hans höfðu ekki náð tali af honum í tæpa viku. Forsvarsmenn fanganýlendunnar þar sem hann hefur verið í afplánun segja hann ekki lengur vera vistaður þar. Talskona Navalní segir engar upplýsingar að fá um hvar hann er. Á vef Evrópuráðsþingsins er yfirlýsing Þórhildar Sunnu vegna hvarfs Navalní, sem hún lítur alvarlegum augum. „Samkvæmt nýju fréttum er Alexei Navalní ekki lengur vistaður á fanganýlendu í Melekhovo, 235 kílómetra austan við Moskvu. Lögmönnum hans hefur verið meinaður aðgangur að honum og engar upplýsingar eru að fá um staðsetningu hans eða líðan,“ segir í yfirlýsingunni. „Ég krefst þess að rússnesk yfirvöld upplýsi tafarlaust um staðsetningu Alexei Navalní, leyfi lögmönnum hans að hafa samband við hann og veiti honum viðeigandi læknisþjónustu. Umfram allt ítreka ég áskorun Evrópuráðsþingsins á rússnesk yfirvöld að sleppa tafarlaust öllum pólitískum föngum. Áframhaldandi fangelsisvist þeirra er brot á grundvallarmannréttindum, þar með talið tjáningarfrelsi og fundafrelsi, og tilheyrir ekki neins konar siðferði,“ segir jafnframt í yfirlýsingunni. Þá hvetur Þórhildur þá meðlimi alþjóðsamfélagsins sem enn eru í nánum tengslum við Rússland, þar á meðal nokkur aðildarríki Evrópuráðsþingsins, að þrýsta á stjórn Pútíns og beita sér fyrir því að pólitískir fangar verði látnir lausir. „Þetta kemur á sama tíma og fjöldi dauðsfalla í rússneskum glæpaárásum gegn Úkraínu er að nálgast eina milljón og fjöldi pólitískra fanga [...] er að ná nýjum hæðum. Og í ofanálag hefur Pútín tilkynnt að hann hyggst sækjast eftir endurkjöri. Evrópuráðsþingið hefur þegar gert ákall eftir að aðildarríki Evrópuráðsins viðurkenni ekki lögmæti stjórnar hans sem forseta eftir árið 2024,“ segir í yfirlýsingunni, í ljósi þess að embættisseta hans umfram kjörtímabilið brjóti bæði í bága við lög og alþjóðlegar réttarreglur. Yfirlýsinguna í heild sinni má lesa hér og nánari umfjöllun um mál Alexei Navalní má sjá hér. Mál Alexei Navalní Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Píratar Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Alexei Navalní, pólitískur andstæðingur Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, missti af réttarhöldum í gærmorgun, eftir að lögmenn hans höfðu ekki náð tali af honum í tæpa viku. Forsvarsmenn fanganýlendunnar þar sem hann hefur verið í afplánun segja hann ekki lengur vera vistaður þar. Talskona Navalní segir engar upplýsingar að fá um hvar hann er. Á vef Evrópuráðsþingsins er yfirlýsing Þórhildar Sunnu vegna hvarfs Navalní, sem hún lítur alvarlegum augum. „Samkvæmt nýju fréttum er Alexei Navalní ekki lengur vistaður á fanganýlendu í Melekhovo, 235 kílómetra austan við Moskvu. Lögmönnum hans hefur verið meinaður aðgangur að honum og engar upplýsingar eru að fá um staðsetningu hans eða líðan,“ segir í yfirlýsingunni. „Ég krefst þess að rússnesk yfirvöld upplýsi tafarlaust um staðsetningu Alexei Navalní, leyfi lögmönnum hans að hafa samband við hann og veiti honum viðeigandi læknisþjónustu. Umfram allt ítreka ég áskorun Evrópuráðsþingsins á rússnesk yfirvöld að sleppa tafarlaust öllum pólitískum föngum. Áframhaldandi fangelsisvist þeirra er brot á grundvallarmannréttindum, þar með talið tjáningarfrelsi og fundafrelsi, og tilheyrir ekki neins konar siðferði,“ segir jafnframt í yfirlýsingunni. Þá hvetur Þórhildur þá meðlimi alþjóðsamfélagsins sem enn eru í nánum tengslum við Rússland, þar á meðal nokkur aðildarríki Evrópuráðsþingsins, að þrýsta á stjórn Pútíns og beita sér fyrir því að pólitískir fangar verði látnir lausir. „Þetta kemur á sama tíma og fjöldi dauðsfalla í rússneskum glæpaárásum gegn Úkraínu er að nálgast eina milljón og fjöldi pólitískra fanga [...] er að ná nýjum hæðum. Og í ofanálag hefur Pútín tilkynnt að hann hyggst sækjast eftir endurkjöri. Evrópuráðsþingið hefur þegar gert ákall eftir að aðildarríki Evrópuráðsins viðurkenni ekki lögmæti stjórnar hans sem forseta eftir árið 2024,“ segir í yfirlýsingunni, í ljósi þess að embættisseta hans umfram kjörtímabilið brjóti bæði í bága við lög og alþjóðlegar réttarreglur. Yfirlýsinguna í heild sinni má lesa hér og nánari umfjöllun um mál Alexei Navalní má sjá hér.
Mál Alexei Navalní Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Píratar Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira