Palestínumenn berháttaðir og handjárnaðir af Ísraelsher Magnús Jochum Pálsson skrifar 8. desember 2023 19:51 Ísraelskir hermenn afklæddu tugi palestínskra karlmanna í norðurhluta Gasa í dag. Mennirnir voru handjárnaðir fyrir aftan bak, bundið var fyrir augu þeirra og þeir látnir krjúpa niður á hnén í sandinn. AP Ísraelsher smalaði saman tugum palestínskra karlmanna í norðurhluta Gasa í dag. Mennirnir voru afklæddir, handjárnaðir og bundið var fyrir augu þeirra áður en þeir voru látnir krjúpa á jörðinni. Í yfirlýsingu frá ísraelskum hermálayfirvöldum segir að mennirnir hafi fundist á svæði þar sem bardagar við Hamas-liða hafi staðið yfir. Til stæði að yfirheyra mennina í leit hersins að Hamas-liðum. Aðstandendur manna úr hópnum hafna tengslum við samtökin. Fulltrúar Sameinuðu þjóðanna segja Ísraelsher hafa handtekið mennina í skóla sem búið var að breyta í skýli. Í hópnum voru einnig drengir undir átján ára aldri og voru þeir yngstu ekki nema fimmtán ára gamlir. Fordæmalaus ákvörðun vegna fordæmalausra aðstæðna Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur rætt stöðuna á Gasa í dag eftir að Antonio Guterres, aðalritari SÞ, virkjaði 99. grein stofnsáttmála þeirra í fyrradag. Þegar hann ávarpaði ráðið í dag sagðist hann hafa gert það sökum allsherjarhruns mannúðaraðstoðar á svæðinu. „Skilyrði fyrir virkri mannúðaraðstoð eru ekki lengur fyrir hendi. Samkvæmt Matvælaáætlun SÞ er alvarleg hætta á hungursneyð,“ sagði Guterres við ráðið í dag. „Þær aðstæður sem ég lýsti eru fordæmalausar og því tók ég þá fordæmalausu ákvörðun að virkja ákvæði 99. greinar sem hvetur aðila Öryggisráðsins til að þrýsta á um að afstýra mannlegum hörmungum og biðja um að vopnahléi af mannúðaraðstæðum verði lýst yfir,“ sagði hann við Öryggisráðið. Látlausar árásir Ísraelshers hafa haldið áfram og algjör skortur er á nauðsynjum. Suðurhluti Gasa er yfirfullur eftir að Ísraelsher gerði íbúum norðurhlutans að yfirgefa heimili sín og fara suður. Fréttastofa Stöðvar 2 fjallaði um málið í kvöldfréttum Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Fleiri fréttir Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Sjá meira
Í yfirlýsingu frá ísraelskum hermálayfirvöldum segir að mennirnir hafi fundist á svæði þar sem bardagar við Hamas-liða hafi staðið yfir. Til stæði að yfirheyra mennina í leit hersins að Hamas-liðum. Aðstandendur manna úr hópnum hafna tengslum við samtökin. Fulltrúar Sameinuðu þjóðanna segja Ísraelsher hafa handtekið mennina í skóla sem búið var að breyta í skýli. Í hópnum voru einnig drengir undir átján ára aldri og voru þeir yngstu ekki nema fimmtán ára gamlir. Fordæmalaus ákvörðun vegna fordæmalausra aðstæðna Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur rætt stöðuna á Gasa í dag eftir að Antonio Guterres, aðalritari SÞ, virkjaði 99. grein stofnsáttmála þeirra í fyrradag. Þegar hann ávarpaði ráðið í dag sagðist hann hafa gert það sökum allsherjarhruns mannúðaraðstoðar á svæðinu. „Skilyrði fyrir virkri mannúðaraðstoð eru ekki lengur fyrir hendi. Samkvæmt Matvælaáætlun SÞ er alvarleg hætta á hungursneyð,“ sagði Guterres við ráðið í dag. „Þær aðstæður sem ég lýsti eru fordæmalausar og því tók ég þá fordæmalausu ákvörðun að virkja ákvæði 99. greinar sem hvetur aðila Öryggisráðsins til að þrýsta á um að afstýra mannlegum hörmungum og biðja um að vopnahléi af mannúðaraðstæðum verði lýst yfir,“ sagði hann við Öryggisráðið. Látlausar árásir Ísraelshers hafa haldið áfram og algjör skortur er á nauðsynjum. Suðurhluti Gasa er yfirfullur eftir að Ísraelsher gerði íbúum norðurhlutans að yfirgefa heimili sín og fara suður. Fréttastofa Stöðvar 2 fjallaði um málið í kvöldfréttum
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Fleiri fréttir Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Sjá meira