Palestínumenn berháttaðir og handjárnaðir af Ísraelsher Magnús Jochum Pálsson skrifar 8. desember 2023 19:51 Ísraelskir hermenn afklæddu tugi palestínskra karlmanna í norðurhluta Gasa í dag. Mennirnir voru handjárnaðir fyrir aftan bak, bundið var fyrir augu þeirra og þeir látnir krjúpa niður á hnén í sandinn. AP Ísraelsher smalaði saman tugum palestínskra karlmanna í norðurhluta Gasa í dag. Mennirnir voru afklæddir, handjárnaðir og bundið var fyrir augu þeirra áður en þeir voru látnir krjúpa á jörðinni. Í yfirlýsingu frá ísraelskum hermálayfirvöldum segir að mennirnir hafi fundist á svæði þar sem bardagar við Hamas-liða hafi staðið yfir. Til stæði að yfirheyra mennina í leit hersins að Hamas-liðum. Aðstandendur manna úr hópnum hafna tengslum við samtökin. Fulltrúar Sameinuðu þjóðanna segja Ísraelsher hafa handtekið mennina í skóla sem búið var að breyta í skýli. Í hópnum voru einnig drengir undir átján ára aldri og voru þeir yngstu ekki nema fimmtán ára gamlir. Fordæmalaus ákvörðun vegna fordæmalausra aðstæðna Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur rætt stöðuna á Gasa í dag eftir að Antonio Guterres, aðalritari SÞ, virkjaði 99. grein stofnsáttmála þeirra í fyrradag. Þegar hann ávarpaði ráðið í dag sagðist hann hafa gert það sökum allsherjarhruns mannúðaraðstoðar á svæðinu. „Skilyrði fyrir virkri mannúðaraðstoð eru ekki lengur fyrir hendi. Samkvæmt Matvælaáætlun SÞ er alvarleg hætta á hungursneyð,“ sagði Guterres við ráðið í dag. „Þær aðstæður sem ég lýsti eru fordæmalausar og því tók ég þá fordæmalausu ákvörðun að virkja ákvæði 99. greinar sem hvetur aðila Öryggisráðsins til að þrýsta á um að afstýra mannlegum hörmungum og biðja um að vopnahléi af mannúðaraðstæðum verði lýst yfir,“ sagði hann við Öryggisráðið. Látlausar árásir Ísraelshers hafa haldið áfram og algjör skortur er á nauðsynjum. Suðurhluti Gasa er yfirfullur eftir að Ísraelsher gerði íbúum norðurhlutans að yfirgefa heimili sín og fara suður. Fréttastofa Stöðvar 2 fjallaði um málið í kvöldfréttum Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Sjá meira
Í yfirlýsingu frá ísraelskum hermálayfirvöldum segir að mennirnir hafi fundist á svæði þar sem bardagar við Hamas-liða hafi staðið yfir. Til stæði að yfirheyra mennina í leit hersins að Hamas-liðum. Aðstandendur manna úr hópnum hafna tengslum við samtökin. Fulltrúar Sameinuðu þjóðanna segja Ísraelsher hafa handtekið mennina í skóla sem búið var að breyta í skýli. Í hópnum voru einnig drengir undir átján ára aldri og voru þeir yngstu ekki nema fimmtán ára gamlir. Fordæmalaus ákvörðun vegna fordæmalausra aðstæðna Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur rætt stöðuna á Gasa í dag eftir að Antonio Guterres, aðalritari SÞ, virkjaði 99. grein stofnsáttmála þeirra í fyrradag. Þegar hann ávarpaði ráðið í dag sagðist hann hafa gert það sökum allsherjarhruns mannúðaraðstoðar á svæðinu. „Skilyrði fyrir virkri mannúðaraðstoð eru ekki lengur fyrir hendi. Samkvæmt Matvælaáætlun SÞ er alvarleg hætta á hungursneyð,“ sagði Guterres við ráðið í dag. „Þær aðstæður sem ég lýsti eru fordæmalausar og því tók ég þá fordæmalausu ákvörðun að virkja ákvæði 99. greinar sem hvetur aðila Öryggisráðsins til að þrýsta á um að afstýra mannlegum hörmungum og biðja um að vopnahléi af mannúðaraðstæðum verði lýst yfir,“ sagði hann við Öryggisráðið. Látlausar árásir Ísraelshers hafa haldið áfram og algjör skortur er á nauðsynjum. Suðurhluti Gasa er yfirfullur eftir að Ísraelsher gerði íbúum norðurhlutans að yfirgefa heimili sín og fara suður. Fréttastofa Stöðvar 2 fjallaði um málið í kvöldfréttum
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Sjá meira