Erlent

Pútín hyggst bjóða sig aftur fram

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Vladimír Pútín á vetrarólympíuleikunum sem haldnir voru í Sochi í Rússlandi árið 2014.
Vladimír Pútín á vetrarólympíuleikunum sem haldnir voru í Sochi í Rússlandi árið 2014. Alexei Nikolsky/AP

Vladimír Pútín, Rússlandsforseti, hyggst bjóða sig fram að nýju í forsetakosningunum í Rússlandi sem boðað hefur verið til þann 17. mars næstkomandi.

Rússneska fréttaveitan Tass greinir frá þessu. Búist var við því að forsetinn myndi bíða lengur með að tilkynna ákvörðun sína. Hann hefur verið forseti landsins í nítján ár samtals, í átta ár samfleytt frá árinu 2012.

Pútín, sem er orðinn 71 árs, varð fyrst forseti árið 2000. Þá kváðu rússnesk lög á um það að forsetinn gæti einungis setið í tvö kjörtímabil í röð og var kjörtímabilið þá fjögur ár.

Árið 2008 steig hann því til hliðar á meðan samflokksmaður hans Dimítrí Medvedev tók við forsetaembættinu. Sá hafði áður gegnt forsætisráðherraembættinu á meðan Pútín var forseti en Pútín tók að sér forsætisráðherrann á meðan, árin 2008 til 2012.

Sama kjörtímabil, 2008 til 2012, var kjörtímabil forseta svo lengt um tvö ár, úr fjórum árum í sex. Þá var lögunum sem kváðu á um það að forseti mætti einungis sitja tvö kjörtímabil í röð árið 2020. Pútín er því frjálst að bjóða sig fram að nýju.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×