Íslenski boltinn

Esther Rós færir sig yfir hraunið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Esther Rós Arnarsdóttir sést hér í fagurbláum Stjörnubúningnum í stúkunni á Stjörnuvellinum.
Esther Rós Arnarsdóttir sést hér í fagurbláum Stjörnubúningnum í stúkunni á Stjörnuvellinum. Stjarnan

Esther Rós Arnarsdóttir er nýr leikmaður Stjörnunnar í Bestu deild kvenna í fótbolta.

Esther Rós er 26 ára framherji sem færir sig nú yfir hraunið úr Kaplakrika og yfir í Garðabæinn.

Esther er uppalinn Bliki en spilaði með FH undanfarin þrjú tímabil.

Í sumar var hún með 3 mörk í 21 leik með FH og alls hefur hún skorað 8 mörk í 79 leikjum í efstu deild.

„Esther Rós er kröftugur framherji sem hefur spilað 116 leiki í tveimur efstu deildum Íslandsmótsins og skorað í þeim 32 mörk,“ segir í frétt á miðlum Stjörnunnar.

Þar er henni hrósað fyrir leikskilning og yfirvegun. „Esther les leikinn vel sem nýtist hvort sem er í varnar eða sóknarleik og klárar marktækifæri sín af yfirvegun,“ segir í fréttinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×