„Ég hef ekki fengið nein símtöl eða skilaboð“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. desember 2023 11:31 Jón Daði Böðvarsson hefur ekki spilað fyrir íslenska landsliðið í eitt ár og rúma átta mánuði Vísir/Daníel Þór Jón Daði Böðvarsson skoraði þrennu í fyrri hálfleik þegar Bolton sló Harrogate Town út úr ensku bikarkeppninni um síðustu helgi. Jón Daði nýtti það vel að fá tækifæri í byrjunarliðinu og skoraði mörkin sín á 9., 33. og 43. mínútu í leiknum en þetta voru þrjú fyrstu mörk Bolton í þessum 5-1 sigri. Stefán Árni Pálsson ræddi við Jón Daða. „Þetta var bara einn af þessum leikjum þar sem allt fór inn hjá manni. Ég náði upp alvöru sjálfstrausti frá fyrstu mínútu og þetta var virkilega skemmtilegt. Gaman að vera kominn áfram í næstu umferð í bikarnum,“ sagði Jón Daði. Tækifærin hafa verið nokkuð fá Hann hefur aftur á móti ekki verið að spila eins mikið og hann vildi. „Tækifærin hafa verið nokkuð fá og þá sérstaklega í deildinni. Ég hef ekki verið að byrja leiki þar og hef verið mikið að koma af bekknum. Ég hef verið að spila flest alla bikarleiki eins og er,“ sagði Jón Daði. „Ég held að það sé líka vegna þess að við erum að spila virkilega vel um þessar mundir. Við erum í efstu tveimur sætunum í deildinni (sem gefa sæti í B-deildinni) og það er erfitt að breyta byrjunarliðinu þegar liðið er að vinna hvern einasta leik,“ sagði Jón Daði. „Auðvitað eru það vonbrigði að fá ekki að spila meira og þá sérstaklega í deildinni en engu að síður finnst mér ég vera með stórt hlutverk þrátt fyrir að vera á bekknum. Það er partur af því að vera í góðu liði og ná árangri. Það eru allir í þessu saman,“ sagði Jón Daði. Bolton er í öðru sæti C-deildarinnar þremur stigum á eftir toppliði Portsmouth. „Klúbburinn er búinn að ganga í gegnum mikið í gegnum tíðina. Þeir fóru alla leið niður í League 2 (D-deild) en eru búnir að vinna sig upp aftur eftir að hafa verið í smá veseni með eigendur og annað. Maður finnur fyrir því að það er mjög góður andi í klúbbnum og allt á uppleið,“ sagði Jón Daði. Of stór klúbbur til að vera í þessari deild „Maður finnur það líka að þetta er of stór klúbbur til að vera í þessari deild og þeir vilja ná árangri sem fyrst. Vilja fara upp á þessu tímabili og vonandi gengur það bara eftir,“ sagði Jón Daði. Jón var lengi lykilmaður í íslenska landsliðshópnum og fór með liðinu bæði á EM 2016 og HM 2018 en framherjinn hefur ekki leikið fyrir íslenska landsliðið síðan í mars 2022. „Ég hef ekki fengið nein símtöl eða skilaboð, svo einfalt er það. Það er bara hans mat og ég hef ekki heyrt neitt eins og er sem er kannski alveg skiljanlegt. Það er ný kynslóð þarna og við viljum líka breyta til og ná árangri,“ sagði Jón Daði. „Auðvitað vill maður vera partur af íslenska landsliðinu og íslensku þjóðinni. Ef ég á að vera hreinskilinn þá hef ég ekki heyrt neitt,“ sagði Jón Daði en hann væri klár ef kallið kæmi. „Ég er alltaf klár,“ sagði Jón Daði en það má sjá alla fréttina hér fyrir neðan. Enski boltinn Landslið karla í fótbolta Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Markið hjá Messi kom eftir 18 sendinga sókn Barca - myndband Fótbolti „Þetta var bara skita“ Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Sjá meira
Jón Daði nýtti það vel að fá tækifæri í byrjunarliðinu og skoraði mörkin sín á 9., 33. og 43. mínútu í leiknum en þetta voru þrjú fyrstu mörk Bolton í þessum 5-1 sigri. Stefán Árni Pálsson ræddi við Jón Daða. „Þetta var bara einn af þessum leikjum þar sem allt fór inn hjá manni. Ég náði upp alvöru sjálfstrausti frá fyrstu mínútu og þetta var virkilega skemmtilegt. Gaman að vera kominn áfram í næstu umferð í bikarnum,“ sagði Jón Daði. Tækifærin hafa verið nokkuð fá Hann hefur aftur á móti ekki verið að spila eins mikið og hann vildi. „Tækifærin hafa verið nokkuð fá og þá sérstaklega í deildinni. Ég hef ekki verið að byrja leiki þar og hef verið mikið að koma af bekknum. Ég hef verið að spila flest alla bikarleiki eins og er,“ sagði Jón Daði. „Ég held að það sé líka vegna þess að við erum að spila virkilega vel um þessar mundir. Við erum í efstu tveimur sætunum í deildinni (sem gefa sæti í B-deildinni) og það er erfitt að breyta byrjunarliðinu þegar liðið er að vinna hvern einasta leik,“ sagði Jón Daði. „Auðvitað eru það vonbrigði að fá ekki að spila meira og þá sérstaklega í deildinni en engu að síður finnst mér ég vera með stórt hlutverk þrátt fyrir að vera á bekknum. Það er partur af því að vera í góðu liði og ná árangri. Það eru allir í þessu saman,“ sagði Jón Daði. Bolton er í öðru sæti C-deildarinnar þremur stigum á eftir toppliði Portsmouth. „Klúbburinn er búinn að ganga í gegnum mikið í gegnum tíðina. Þeir fóru alla leið niður í League 2 (D-deild) en eru búnir að vinna sig upp aftur eftir að hafa verið í smá veseni með eigendur og annað. Maður finnur fyrir því að það er mjög góður andi í klúbbnum og allt á uppleið,“ sagði Jón Daði. Of stór klúbbur til að vera í þessari deild „Maður finnur það líka að þetta er of stór klúbbur til að vera í þessari deild og þeir vilja ná árangri sem fyrst. Vilja fara upp á þessu tímabili og vonandi gengur það bara eftir,“ sagði Jón Daði. Jón var lengi lykilmaður í íslenska landsliðshópnum og fór með liðinu bæði á EM 2016 og HM 2018 en framherjinn hefur ekki leikið fyrir íslenska landsliðið síðan í mars 2022. „Ég hef ekki fengið nein símtöl eða skilaboð, svo einfalt er það. Það er bara hans mat og ég hef ekki heyrt neitt eins og er sem er kannski alveg skiljanlegt. Það er ný kynslóð þarna og við viljum líka breyta til og ná árangri,“ sagði Jón Daði. „Auðvitað vill maður vera partur af íslenska landsliðinu og íslensku þjóðinni. Ef ég á að vera hreinskilinn þá hef ég ekki heyrt neitt,“ sagði Jón Daði en hann væri klár ef kallið kæmi. „Ég er alltaf klár,“ sagði Jón Daði en það má sjá alla fréttina hér fyrir neðan.
Enski boltinn Landslið karla í fótbolta Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Markið hjá Messi kom eftir 18 sendinga sókn Barca - myndband Fótbolti „Þetta var bara skita“ Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Sjá meira