Neituðu að sleppa Whelan og Gershkovich fyrir njósnara Samúel Karl Ólason skrifar 5. desember 2023 23:52 Evan Gershkovich og Paul Whelan. AP Ráðamenn í Rússlandi höfnuðu nýlegu tilboði Bandaríkjamanna um frelsun Paul Whelan og Evan Gershkovich. Talsmaður utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna segir tilboðið hafa verið umfangsmikið en sagði ekki af hverju því hefði verið hafnað. Gershkovich er blaðamaður Wall Street Journal sem sakaður var um njósnir og handtekinn í mars. Hann hefur setið í fangelsi síðan þá en yfirvöld í Rússlandi hafa ekkert sagt um nákvæmlega hvað hann er sakaður um. Forsvarsmenn Wall Street Journal segja hann hafa verið við fréttastörf í borginni Yekaterinburg þegar hann var handtekinn. Whelan hefur setið í fangelsi í Rússlandi í rétt rúm fimm ár og var hann einnig sakaður um njósnir. Rússar segja að leynilegur nafnalisti hafi fundist á USB-drifi í fórum hans þegar hann var handtekinn í byrjun desember 2018. Hann var síðar dæmdur í sextán ára fangelsi. Yfirvöld Í Bandaríkjunum segja Rússa hafa handtekið Whelan og Gershkovich að ósekju og hafa krafist þess að þeim verði sleppt úr fangelsi. „Þeir hefðu aldrei átt að vera handteknir,“ sagði Matthew Miller, áðurnefndur talsmaður, á blaðamannafundi í dag, samkvæmt AP fréttaveitunni. Hann sagði að þó tilboðinu hefði verið hafnað, myndi ríkisstjórn Bandaríkjanna halda áfram að reyna að ná þeim Whelan og Gershkovich heim. Í júlí 2022 slepptu Bandaríkjamenn alræmdum rússneskum vopnasala úr fangelsi í skiptum fyrir íþróttakonuna Brittney Griner, sem hafði verið handtekinn á flugvellinum í Moskvu fyrr á árinu með smávægilegt magn af kannabis-olíu í farangri sínum. Hún var svo dæmd í níu ára fangelsi. Vopnasalinn sem sleppt var heitir Viktor Bout en hann gekk á árunum áður undir nafninu „Vopnasali dauðans“. Ráðamenn í Bandaríkjunum vonuðust þá einni að fá Whelan sleppt úr haldi með Griner en Rússar sögðu það ekki koma til greina. Fyrr árið 2022 skiptu ríkin á Trevor Reed, fyrrverandi hermanni, og Konstantin Yaroshenko, flugmanni sem dæmdur var í tuttugu ára fangelsi árið 2011 fyrir umfangsmikið fíkniefnasmygl til Bandaríkjanna. Sagðir vilja morðingja lausan Heimildarmenn CNN segja að ríkisstjórn Bandaríkjanna hafi boðist til að sleppa nokkrum grunuðum rússneskum njósnurum úr haldi í skiptum fyrir Whelan og Gershkovich. Þessir meintu njósnarar eru sagðir sitja í fangelsi í Bandaríkjunum og í Evrópu. Meðal þeirra ríkja þar sem Rússar grunaðir um njósnir hafa verið handteknir eru Noregur, Eistland, Pólland, Svíþjóð og Slóvenía. Heimildarmenn CNN segja Rússa ólma í að fá Vadim Krasikov, ofursta úr Leyniþjónustu Rússlands (FSB) frá Þýskalandi, þar sem hann situr í fangelsi fyrir morð. Sjá einnig: Rússi dæmdur fyrir morðið í Litla dýragarðinum í Berlín Fréttakona CNN ræddi við Whelan í síðustu viku og þá sagðist hann vonsvikinn yfir því að tvenn fangaskipti hefðu átt sér stað milli Bandaríkjanna og Rússlands, frá því hann var handtekinn. Hann undraðist að hann ráðamenn í Bandaríkjunum hefði ekki krafist þess að honum yrði einnig sleppt. Bandaríkin Rússland Tengdar fréttir Bandaríski blaðamaðurinn í rússnesku fangelsi út sumarið Dómstóll í Moskvu staðfesti áframhaldandi gæsluvarðhald yfir Evan Gershkovich, bandarískum blaðamanni sem er sakaður um njósnir, fram í seinni hluta ágúst. Fréttamenn fengu ekki að vera viðstaddir þegar úrskurðurinn var kveðinn upp. 22. júní 2023 14:26 Griner sleppt úr fangelsi í skiptum fyrir alræmdan vopnasala Bandarísku körfuboltakonunni Brittney Griner hefur verið sleppt úr fangelsi í Rússlandi. Það var gert í skiptum fyrir það vopnasalann alræmda Viktor Bout sem setið hefur í fangelsi í Bandaríkjunum yrði sleppt. 8. desember 2022 13:21 Sagðir hafa óskað óformlega eftir njósnara í stað Griner og Whelan Rússnesk yfirvöld eru sögð hafa beðið um njósnarann Vadim Krasikov auk vopnasalans Viktor Brut í skiptum fyrir Brittney Griner og Paul Whelan í óformlegum viðræðum um fangaskipti við bandarísk yfirvöld. 29. júlí 2022 23:49 Íslandsvinurinn Whelan dæmdur í sextán ára nauðungarvinnu í Rússlandi Dómstóll í Rússlandi dæmdi í dag Bandaríkjamanninn Paul Whelan til sextán ára nauðungarvinnu eftir að hann var sakfelldur fyrir njósnir. 15. júní 2020 08:44 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Fleiri fréttir Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Sjá meira
Gershkovich er blaðamaður Wall Street Journal sem sakaður var um njósnir og handtekinn í mars. Hann hefur setið í fangelsi síðan þá en yfirvöld í Rússlandi hafa ekkert sagt um nákvæmlega hvað hann er sakaður um. Forsvarsmenn Wall Street Journal segja hann hafa verið við fréttastörf í borginni Yekaterinburg þegar hann var handtekinn. Whelan hefur setið í fangelsi í Rússlandi í rétt rúm fimm ár og var hann einnig sakaður um njósnir. Rússar segja að leynilegur nafnalisti hafi fundist á USB-drifi í fórum hans þegar hann var handtekinn í byrjun desember 2018. Hann var síðar dæmdur í sextán ára fangelsi. Yfirvöld Í Bandaríkjunum segja Rússa hafa handtekið Whelan og Gershkovich að ósekju og hafa krafist þess að þeim verði sleppt úr fangelsi. „Þeir hefðu aldrei átt að vera handteknir,“ sagði Matthew Miller, áðurnefndur talsmaður, á blaðamannafundi í dag, samkvæmt AP fréttaveitunni. Hann sagði að þó tilboðinu hefði verið hafnað, myndi ríkisstjórn Bandaríkjanna halda áfram að reyna að ná þeim Whelan og Gershkovich heim. Í júlí 2022 slepptu Bandaríkjamenn alræmdum rússneskum vopnasala úr fangelsi í skiptum fyrir íþróttakonuna Brittney Griner, sem hafði verið handtekinn á flugvellinum í Moskvu fyrr á árinu með smávægilegt magn af kannabis-olíu í farangri sínum. Hún var svo dæmd í níu ára fangelsi. Vopnasalinn sem sleppt var heitir Viktor Bout en hann gekk á árunum áður undir nafninu „Vopnasali dauðans“. Ráðamenn í Bandaríkjunum vonuðust þá einni að fá Whelan sleppt úr haldi með Griner en Rússar sögðu það ekki koma til greina. Fyrr árið 2022 skiptu ríkin á Trevor Reed, fyrrverandi hermanni, og Konstantin Yaroshenko, flugmanni sem dæmdur var í tuttugu ára fangelsi árið 2011 fyrir umfangsmikið fíkniefnasmygl til Bandaríkjanna. Sagðir vilja morðingja lausan Heimildarmenn CNN segja að ríkisstjórn Bandaríkjanna hafi boðist til að sleppa nokkrum grunuðum rússneskum njósnurum úr haldi í skiptum fyrir Whelan og Gershkovich. Þessir meintu njósnarar eru sagðir sitja í fangelsi í Bandaríkjunum og í Evrópu. Meðal þeirra ríkja þar sem Rússar grunaðir um njósnir hafa verið handteknir eru Noregur, Eistland, Pólland, Svíþjóð og Slóvenía. Heimildarmenn CNN segja Rússa ólma í að fá Vadim Krasikov, ofursta úr Leyniþjónustu Rússlands (FSB) frá Þýskalandi, þar sem hann situr í fangelsi fyrir morð. Sjá einnig: Rússi dæmdur fyrir morðið í Litla dýragarðinum í Berlín Fréttakona CNN ræddi við Whelan í síðustu viku og þá sagðist hann vonsvikinn yfir því að tvenn fangaskipti hefðu átt sér stað milli Bandaríkjanna og Rússlands, frá því hann var handtekinn. Hann undraðist að hann ráðamenn í Bandaríkjunum hefði ekki krafist þess að honum yrði einnig sleppt.
Bandaríkin Rússland Tengdar fréttir Bandaríski blaðamaðurinn í rússnesku fangelsi út sumarið Dómstóll í Moskvu staðfesti áframhaldandi gæsluvarðhald yfir Evan Gershkovich, bandarískum blaðamanni sem er sakaður um njósnir, fram í seinni hluta ágúst. Fréttamenn fengu ekki að vera viðstaddir þegar úrskurðurinn var kveðinn upp. 22. júní 2023 14:26 Griner sleppt úr fangelsi í skiptum fyrir alræmdan vopnasala Bandarísku körfuboltakonunni Brittney Griner hefur verið sleppt úr fangelsi í Rússlandi. Það var gert í skiptum fyrir það vopnasalann alræmda Viktor Bout sem setið hefur í fangelsi í Bandaríkjunum yrði sleppt. 8. desember 2022 13:21 Sagðir hafa óskað óformlega eftir njósnara í stað Griner og Whelan Rússnesk yfirvöld eru sögð hafa beðið um njósnarann Vadim Krasikov auk vopnasalans Viktor Brut í skiptum fyrir Brittney Griner og Paul Whelan í óformlegum viðræðum um fangaskipti við bandarísk yfirvöld. 29. júlí 2022 23:49 Íslandsvinurinn Whelan dæmdur í sextán ára nauðungarvinnu í Rússlandi Dómstóll í Rússlandi dæmdi í dag Bandaríkjamanninn Paul Whelan til sextán ára nauðungarvinnu eftir að hann var sakfelldur fyrir njósnir. 15. júní 2020 08:44 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Fleiri fréttir Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Sjá meira
Bandaríski blaðamaðurinn í rússnesku fangelsi út sumarið Dómstóll í Moskvu staðfesti áframhaldandi gæsluvarðhald yfir Evan Gershkovich, bandarískum blaðamanni sem er sakaður um njósnir, fram í seinni hluta ágúst. Fréttamenn fengu ekki að vera viðstaddir þegar úrskurðurinn var kveðinn upp. 22. júní 2023 14:26
Griner sleppt úr fangelsi í skiptum fyrir alræmdan vopnasala Bandarísku körfuboltakonunni Brittney Griner hefur verið sleppt úr fangelsi í Rússlandi. Það var gert í skiptum fyrir það vopnasalann alræmda Viktor Bout sem setið hefur í fangelsi í Bandaríkjunum yrði sleppt. 8. desember 2022 13:21
Sagðir hafa óskað óformlega eftir njósnara í stað Griner og Whelan Rússnesk yfirvöld eru sögð hafa beðið um njósnarann Vadim Krasikov auk vopnasalans Viktor Brut í skiptum fyrir Brittney Griner og Paul Whelan í óformlegum viðræðum um fangaskipti við bandarísk yfirvöld. 29. júlí 2022 23:49
Íslandsvinurinn Whelan dæmdur í sextán ára nauðungarvinnu í Rússlandi Dómstóll í Rússlandi dæmdi í dag Bandaríkjamanninn Paul Whelan til sextán ára nauðungarvinnu eftir að hann var sakfelldur fyrir njósnir. 15. júní 2020 08:44