Griner sleppt úr fangelsi í skiptum fyrir alræmdan vopnasala Samúel Karl Ólason skrifar 8. desember 2022 13:21 Brittney Griner var dæmd í níu ára fangelsi fyrir að vera með lítilvægt magn af hassolíu í fórum sínum. Viktor Bout var dæmdur í 25 ára fangelsi fyrir umfangsmikla vopnasölu í tvo áratugi. EPA/Getty Bandarísku körfuboltakonunni Brittney Griner hefur verið sleppt úr fangelsi í Rússlandi. Það var gert í skiptum fyrir það vopnasalann alræmda Viktor Bout sem setið hefur í fangelsi í Bandaríkjunum yrði sleppt. Griner var dæmd í níu ára fangelsi í Rússlandi eftir að hún var handtekin á flugvelli í Moskvu í febrúar með smávægilegt magn af hassolíu í farangri sínum. Griner var þarna á leiðinni til Rússlands til að spila körfubolta en margar af stærstu körfuboltakonum heims hafa spilað í landinu til að auka tekjur sínar. Hún er einn besti miðherji heims og lykilmaður í öllum sínum liðum. Hún var svo í síðasta mánuði flutt í alræmda fanganýlendu til að afplána dóm sinn. Sjá einnig: Stundin runnin upp sem fólkið hennar Brittney Griner kveið svo fyrir Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, og Cherelle Griner, eiginkona Brittney, ræddu við hana í síma í dag. Moments ago I spoke to Brittney Griner. She is safe.She is on a plane.She is on her way home. pic.twitter.com/FmHgfzrcDT— President Biden (@POTUS) December 8, 2022 Viðræður milli ráðamanna í Bandaríkjunum og Rússlandi um möguleg fangaskipti hafa staðið yfir um nokkurra vikna skeið. Bandaríkjamenn eru sagðir hafa viljað frelsa Griner og Paul Whelan, sem hefur einnig verið í fangelsi í Rússlandi, í skiptum fyrir Victor Bout. Sjá einnig: Íslandsvinurinn Whelan dæmdur í sextán ára nauðungarvinnu í Rússlandi Bout er alræmdur rússneskur vopnasali sem handtekinn var í Taílandi árið 2008. Hann hefur gengið undir ýmsum nöfnum í gegnum árin og þar á meðal hefur hann verið kallaður „sölumaður dauðans“. Í um það bil tvo áratugi seldi hann vopn til alræmdra stríðsherra, hryðjuverkasamtaka uppreisnarhópa og glæpamanna í Afríku, Asíu og Suður-Ameríku. Meðal viðskiptavina hans eru al-Qaeda, Talibanar og uppreisnarmenn í Rúanda. Kvikmyndin Lord of War, með Nicholas Cage í aðalhlutverki, byggir lauslega á ævi Bouts. Viktor Bout árið 2010.Getty/Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna CNN segir að Rússar hafi einnig viljað fá Vadim Krasikov til Rússlands en sá er fyrrverandi ofursti í Leyniþjónustu Rússlands (FSB) og hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi í Þýskalandi fyrir að myrða téténskan uppreisnarmann í Berlín árið 2019. Fangaskiptin sem gengu í gegn í dag snúast eingöngu um Griner og Bout. Today is just a happy day for me and my family. Watch Cherelle Griner's full remarks on the release of her wife Brittney Griner from Russia in a high-level prisoner exchange. https://t.co/H0w8BNpEvR pic.twitter.com/CSW2oIRUoz— The Associated Press (@AP) December 8, 2022 Hvorki Whelan né Krasikov hefur verið sleppt úr fangelsi. Reuters hefur eftir lögmanni Whelans að viðræður standi enn yfir. Hann var dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir njósnir árið 2020. Bout er þegar kominn til Rússlands, samkvæmt ríkismiðlum þar í landi. Áhugasamir geta kynnt sér sögu Bouts hér í ítarlegri frétt 60 mínútna um hann. Bandaríkin Rússland Mál Brittney Griner Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Sjá meira
Griner var dæmd í níu ára fangelsi í Rússlandi eftir að hún var handtekin á flugvelli í Moskvu í febrúar með smávægilegt magn af hassolíu í farangri sínum. Griner var þarna á leiðinni til Rússlands til að spila körfubolta en margar af stærstu körfuboltakonum heims hafa spilað í landinu til að auka tekjur sínar. Hún er einn besti miðherji heims og lykilmaður í öllum sínum liðum. Hún var svo í síðasta mánuði flutt í alræmda fanganýlendu til að afplána dóm sinn. Sjá einnig: Stundin runnin upp sem fólkið hennar Brittney Griner kveið svo fyrir Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, og Cherelle Griner, eiginkona Brittney, ræddu við hana í síma í dag. Moments ago I spoke to Brittney Griner. She is safe.She is on a plane.She is on her way home. pic.twitter.com/FmHgfzrcDT— President Biden (@POTUS) December 8, 2022 Viðræður milli ráðamanna í Bandaríkjunum og Rússlandi um möguleg fangaskipti hafa staðið yfir um nokkurra vikna skeið. Bandaríkjamenn eru sagðir hafa viljað frelsa Griner og Paul Whelan, sem hefur einnig verið í fangelsi í Rússlandi, í skiptum fyrir Victor Bout. Sjá einnig: Íslandsvinurinn Whelan dæmdur í sextán ára nauðungarvinnu í Rússlandi Bout er alræmdur rússneskur vopnasali sem handtekinn var í Taílandi árið 2008. Hann hefur gengið undir ýmsum nöfnum í gegnum árin og þar á meðal hefur hann verið kallaður „sölumaður dauðans“. Í um það bil tvo áratugi seldi hann vopn til alræmdra stríðsherra, hryðjuverkasamtaka uppreisnarhópa og glæpamanna í Afríku, Asíu og Suður-Ameríku. Meðal viðskiptavina hans eru al-Qaeda, Talibanar og uppreisnarmenn í Rúanda. Kvikmyndin Lord of War, með Nicholas Cage í aðalhlutverki, byggir lauslega á ævi Bouts. Viktor Bout árið 2010.Getty/Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna CNN segir að Rússar hafi einnig viljað fá Vadim Krasikov til Rússlands en sá er fyrrverandi ofursti í Leyniþjónustu Rússlands (FSB) og hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi í Þýskalandi fyrir að myrða téténskan uppreisnarmann í Berlín árið 2019. Fangaskiptin sem gengu í gegn í dag snúast eingöngu um Griner og Bout. Today is just a happy day for me and my family. Watch Cherelle Griner's full remarks on the release of her wife Brittney Griner from Russia in a high-level prisoner exchange. https://t.co/H0w8BNpEvR pic.twitter.com/CSW2oIRUoz— The Associated Press (@AP) December 8, 2022 Hvorki Whelan né Krasikov hefur verið sleppt úr fangelsi. Reuters hefur eftir lögmanni Whelans að viðræður standi enn yfir. Hann var dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir njósnir árið 2020. Bout er þegar kominn til Rússlands, samkvæmt ríkismiðlum þar í landi. Áhugasamir geta kynnt sér sögu Bouts hér í ítarlegri frétt 60 mínútna um hann.
Bandaríkin Rússland Mál Brittney Griner Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Sjá meira