Henry Kissinger er látinn Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 30. nóvember 2023 06:49 Kissinger var afar umdeildur. AP/Richard Drew Henry Kissinger, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna og einn valdamesti embættismaður í bandarískri sögu er látinn, hundrað ára að aldri. Ráðgjafafyrirtæki Kissingers tilkynnti um þetta í nótt en hann lést á heimili sínu í Connecticut. Kissinger var gyðingur af þýskum ættum sem flúði nasismann til Bandaríkjanna árið 1938. Hann gekk í herinn og varð síðan virtur fræðimaður á sviði alþjóðastjórnmála. Árið 1969 fékk Richard Nixon forseti hann til að vera sinn helsta ráðgjafa á sviði utanríkismála og 1973 gerði Nixon hann að utanríkisráðherra. Síðar vann hann einnig fyrir Gerald Ford í Hvíta húsinu og var síðan óformlegur ráðgjafi margra forseta á einum eða öðrum tíma. Með Nixon í Hvíta húsinu.AP Á tímum kalda stríðsins hafði Kissinger gríðarleg áhrif þegar kom að afstöðu Bandaríkjanna til ýmissa mála og er honum meðal annars þakkað að samskipti Bandaríkjanna við Kína og Sovétríkin skánuðu til muna frá því sem var á fyrstu árunum eftir seinni heimstyrjöld. Hann var þó einnig harðlega gagnrýndur fyrir afstöðu sína í mörgum málum og sakaður meðal annars um að hafa átt þátt í valdaráni herforingjanna í Síle á sínum tíma, fyrir vandræðin sem Bandaríkjamenn komu sér út í í Víetnam og ekki síst sprengjuárásirnar á Kambódíu. Síðar samdi hann um brotthvarf Bandaríkjahers frá Víetnam of fékk fyrir það friðarverðlaun Nóbels. Forsíður fréttaveita í nú í morgunsárið sýna vel hversu umdeildur hann var; Rolling Stone tímaritið kallar hann stríðsglæpamann sem sé loksins dáinn en Washington Post lýsa honum sem manninum sem hafi mótað heiminn. Með Clinton árið 1995.AP/J. Scott Applewhite Andlát Bandaríkin Kalda stríðið Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Sjá meira
Kissinger var gyðingur af þýskum ættum sem flúði nasismann til Bandaríkjanna árið 1938. Hann gekk í herinn og varð síðan virtur fræðimaður á sviði alþjóðastjórnmála. Árið 1969 fékk Richard Nixon forseti hann til að vera sinn helsta ráðgjafa á sviði utanríkismála og 1973 gerði Nixon hann að utanríkisráðherra. Síðar vann hann einnig fyrir Gerald Ford í Hvíta húsinu og var síðan óformlegur ráðgjafi margra forseta á einum eða öðrum tíma. Með Nixon í Hvíta húsinu.AP Á tímum kalda stríðsins hafði Kissinger gríðarleg áhrif þegar kom að afstöðu Bandaríkjanna til ýmissa mála og er honum meðal annars þakkað að samskipti Bandaríkjanna við Kína og Sovétríkin skánuðu til muna frá því sem var á fyrstu árunum eftir seinni heimstyrjöld. Hann var þó einnig harðlega gagnrýndur fyrir afstöðu sína í mörgum málum og sakaður meðal annars um að hafa átt þátt í valdaráni herforingjanna í Síle á sínum tíma, fyrir vandræðin sem Bandaríkjamenn komu sér út í í Víetnam og ekki síst sprengjuárásirnar á Kambódíu. Síðar samdi hann um brotthvarf Bandaríkjahers frá Víetnam of fékk fyrir það friðarverðlaun Nóbels. Forsíður fréttaveita í nú í morgunsárið sýna vel hversu umdeildur hann var; Rolling Stone tímaritið kallar hann stríðsglæpamann sem sé loksins dáinn en Washington Post lýsa honum sem manninum sem hafi mótað heiminn. Með Clinton árið 1995.AP/J. Scott Applewhite
Andlát Bandaríkin Kalda stríðið Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Sjá meira