Erlent

Páfinn í hvíld og á sýkla­lyfjum

Samúel Karl Ólason skrifar
Frans páfi á viðburði á Péturstorgi í síðustu viku.
Frans páfi á viðburði á Péturstorgi í síðustu viku. AP/Andrew Medichini

Frans Páfi hefur takmarkað dagskrá sína vegna veikinda. Hann fær sýklalyf í æð vegna sýkingar í lungum en er þó ekki með lungnabólgu eða hita.

AP fréttaveitan hefur eftir yfirmanni samskiptastofu Vatíkansins að Frans, sem verður 87 ára gamall í næsta mánuði, eigi erfiðara með andardrátt vegna sýkingarinnar. Hann er þó ekki sagður í alvarlegu ástandi.

Hluti annars lunga páfans var fjarlægt þegar hann var ungur maður í Argentínu.

Páfinn sagði sjálfur frá því um helgina að hann væri veikur og sagði að þess vegna gæti hann ekki heilsa fólkið úr glugganum við Péturstorg. Þess í stað hélt hann sjónvarpsávarp frá heimili hans í Vatíkaninu.

Í ávarpinu las hann skilaboð og fór með bæn, svo eitthvað sé nefnt. Hann hóstaði nokkrum sinum á meðan því stóð.

Síðan þá er búið að fresta eða hætta við nokkra viðburði í vikunni, svo Frans hafi tíma til að jafna sig.

Páfinn stefnir enn að því að fara til Sameinuðu arabísku furstadæmanna seinna í vikunni, þar sem hann mun halda ræðu á COP28 ráðstefnunni um veðurfarsbreytingar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×