Eiginkona Budanovs á sjúkrahúsi vegna eitrunar Samúel Karl Ólason skrifar 28. nóvember 2023 12:11 Kyrylo Budanov, yfirmaður leyniþjónustu úkraínska hersins (GUR) hefur lengi þótt þyrnir í síðu Rússa. EPA/ROMAN PILIPEY Marianna Budanova, eiginkona Kyrylo Budanov, yfirmanns leyniþjónustu úkraínska hersins (GUR), er sögð vera á sjúkrahúsi eftir að eitrað var fyrir henni. Eiginmaður hennar hefur lifað af fjölmörg banatilræði á undanförnum árum. Kyrylo Budanov var á árum áður sérsveitarmaður sem er sagður hafa staðið fyrir þó nokkrum vel heppnuðum aðgerðum gegn Rússum og aðskilnaðarsinnum í austurhluta Úkraínu. Hann var gerður að herforingja þegar hann var 35 ára gamall og hefur reynst þyrnir í síðu Rússa frá því innrás þeirra hófst í febrúar í fyrra. Kyiv Post segir Budanov, sem er 37 ára gamall, hafa lifað af minnst tíu banatilræði á undanförnum árum. Í einu slíku slasaðist hann alvarlega þegar bíll hans var sprengdur í loft upp. Budanov er eftirlýstur í Rússlandi fyrir hryðjuverk. Rússar hafa sakað hann um að bera ábyrgð á morðum á rússnesku fólki í Rússlandi. Sjálfur hefur Budanov heitið því opinberlega að hann muni halda áfram að bana Rússum, hvar sem er í heiminum, þar til Úkraína hefur borið sigur úr býtum. Talið banatilræði Úkraínski miðillinn Babel, sagði frá því í morgun að Budanova, sem er þrítug, hefði verið flutt á sjúkrahús með þungmálmaeitrun. Heimildarmenn miðilsins segja að líklega hafi verið banatilræði að ræða, þar sem reynt var að eitra fyrir tiltekinni manneskju. Ukrainska Pravda hefur eftir sínum heimildarmönnum að líklegast hafi verið eitrað fyrir Budanova í gegnum mat sem hún borðaði. Hún hefur búið með eiginmanni sínum á skrifstofum GUR í Kænugarði, samkvæmt því sem Budanov sagði nýlega í viðtali. Rússum hefur ekki verið kennt um hið meinta banatilræði og ekki liggur fyrir hvort það hafi beinst gegn Budanov. Kiyv Post segir eitrunina hafa verið staðfesta af heimildarmanni miðilsins innan GUR. Heimildarmaðurinn sagði Budanova hafa leitað fljótt til læknis, sem hafi hjálpað mjög. Budanova þykir ekki í lífshættu, samkvæmt fjölmiðlum í Úkraínu, en mun hafa verið lasin um nokkuð skeið. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Vaknaði við sprengingar meðan kollegarnir eyddu nóttinni í sprengjubyrgi Sendiherra Íslands gagnvart Úkraínu segir óhugnanlegt að hafa vaknað upp við sprengjudrunur í Kænugarði í gærmorgun, þegar Rússar gerðu umfangsmikla drónaárás á borgina. Úkraínumenn minntust þess í gær að 90 ár eru liðin frá hungurmorðum Rússa á milljónum Úkraínumanna. 26. nóvember 2023 13:42 Stúlkubarn frá Úkraínu endaði hjá pólitískum stuðningsmanni Pútín Blaðamenn á vegum BBC hafa komist að því að stúlkubarn sem fæddist í Kherson í Úkraínu var flutt til Rússlands að undirlagi konu sem nú er gift einum helsta pólitíska stuðningsmanni Vladimir Pútín Rússlandsforseta. 23. nóvember 2023 07:33 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Við höfum ekki næg skotfæri en þeir hafa nóg af fólki“ Harðir bardagar eiga sér enn stað á víglínunum í Úkraínu, þó byrjað sé að hægja á þeim vegna blautveðurs í aðdraganda vetrar. Í austri gera Rússar enn umfangsmiklar árásir á þreytta úkraínska hermenn við bæinn Avdívka og líkja Úkraínumenn Rússum við uppvakninga sem sækja fram í bylgjum. 22. nóvember 2023 11:04 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Sjá meira
Kyrylo Budanov var á árum áður sérsveitarmaður sem er sagður hafa staðið fyrir þó nokkrum vel heppnuðum aðgerðum gegn Rússum og aðskilnaðarsinnum í austurhluta Úkraínu. Hann var gerður að herforingja þegar hann var 35 ára gamall og hefur reynst þyrnir í síðu Rússa frá því innrás þeirra hófst í febrúar í fyrra. Kyiv Post segir Budanov, sem er 37 ára gamall, hafa lifað af minnst tíu banatilræði á undanförnum árum. Í einu slíku slasaðist hann alvarlega þegar bíll hans var sprengdur í loft upp. Budanov er eftirlýstur í Rússlandi fyrir hryðjuverk. Rússar hafa sakað hann um að bera ábyrgð á morðum á rússnesku fólki í Rússlandi. Sjálfur hefur Budanov heitið því opinberlega að hann muni halda áfram að bana Rússum, hvar sem er í heiminum, þar til Úkraína hefur borið sigur úr býtum. Talið banatilræði Úkraínski miðillinn Babel, sagði frá því í morgun að Budanova, sem er þrítug, hefði verið flutt á sjúkrahús með þungmálmaeitrun. Heimildarmenn miðilsins segja að líklega hafi verið banatilræði að ræða, þar sem reynt var að eitra fyrir tiltekinni manneskju. Ukrainska Pravda hefur eftir sínum heimildarmönnum að líklegast hafi verið eitrað fyrir Budanova í gegnum mat sem hún borðaði. Hún hefur búið með eiginmanni sínum á skrifstofum GUR í Kænugarði, samkvæmt því sem Budanov sagði nýlega í viðtali. Rússum hefur ekki verið kennt um hið meinta banatilræði og ekki liggur fyrir hvort það hafi beinst gegn Budanov. Kiyv Post segir eitrunina hafa verið staðfesta af heimildarmanni miðilsins innan GUR. Heimildarmaðurinn sagði Budanova hafa leitað fljótt til læknis, sem hafi hjálpað mjög. Budanova þykir ekki í lífshættu, samkvæmt fjölmiðlum í Úkraínu, en mun hafa verið lasin um nokkuð skeið.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Vaknaði við sprengingar meðan kollegarnir eyddu nóttinni í sprengjubyrgi Sendiherra Íslands gagnvart Úkraínu segir óhugnanlegt að hafa vaknað upp við sprengjudrunur í Kænugarði í gærmorgun, þegar Rússar gerðu umfangsmikla drónaárás á borgina. Úkraínumenn minntust þess í gær að 90 ár eru liðin frá hungurmorðum Rússa á milljónum Úkraínumanna. 26. nóvember 2023 13:42 Stúlkubarn frá Úkraínu endaði hjá pólitískum stuðningsmanni Pútín Blaðamenn á vegum BBC hafa komist að því að stúlkubarn sem fæddist í Kherson í Úkraínu var flutt til Rússlands að undirlagi konu sem nú er gift einum helsta pólitíska stuðningsmanni Vladimir Pútín Rússlandsforseta. 23. nóvember 2023 07:33 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Við höfum ekki næg skotfæri en þeir hafa nóg af fólki“ Harðir bardagar eiga sér enn stað á víglínunum í Úkraínu, þó byrjað sé að hægja á þeim vegna blautveðurs í aðdraganda vetrar. Í austri gera Rússar enn umfangsmiklar árásir á þreytta úkraínska hermenn við bæinn Avdívka og líkja Úkraínumenn Rússum við uppvakninga sem sækja fram í bylgjum. 22. nóvember 2023 11:04 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Sjá meira
Vaknaði við sprengingar meðan kollegarnir eyddu nóttinni í sprengjubyrgi Sendiherra Íslands gagnvart Úkraínu segir óhugnanlegt að hafa vaknað upp við sprengjudrunur í Kænugarði í gærmorgun, þegar Rússar gerðu umfangsmikla drónaárás á borgina. Úkraínumenn minntust þess í gær að 90 ár eru liðin frá hungurmorðum Rússa á milljónum Úkraínumanna. 26. nóvember 2023 13:42
Stúlkubarn frá Úkraínu endaði hjá pólitískum stuðningsmanni Pútín Blaðamenn á vegum BBC hafa komist að því að stúlkubarn sem fæddist í Kherson í Úkraínu var flutt til Rússlands að undirlagi konu sem nú er gift einum helsta pólitíska stuðningsmanni Vladimir Pútín Rússlandsforseta. 23. nóvember 2023 07:33
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Við höfum ekki næg skotfæri en þeir hafa nóg af fólki“ Harðir bardagar eiga sér enn stað á víglínunum í Úkraínu, þó byrjað sé að hægja á þeim vegna blautveðurs í aðdraganda vetrar. Í austri gera Rússar enn umfangsmiklar árásir á þreytta úkraínska hermenn við bæinn Avdívka og líkja Úkraínumenn Rússum við uppvakninga sem sækja fram í bylgjum. 22. nóvember 2023 11:04