Íslenski boltinn

Annar Ís­lendingur til Örebro

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir á sprettinum í leik FH og Selfoss í Bestu deild kvenna í sumar.
Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir á sprettinum í leik FH og Selfoss í Bestu deild kvenna í sumar. vísir/hulda margrét

Selfyssingurinn Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir hefur skrifað undir tveggja ára samning við sænska úrvalsdeildarliðið Örebro.

Áslaug hefur leikið með Selfossi allan sinn feril og á að baki 86 leiki með liðinu Bestu deildinni þrátt fyrir að vera aðeins tvítug. Áslaug varð bikarmeistari með Selfossi 2019.

Áslaug, sem er miðvörður, hefur leikið einn A-landsleik, fjóra leiki með U-23 ára landsliðinu auk fjölda leikja fyrir yngri landsliðin.

Hjá Örebro hittir Áslaug fyrir Bergþóru Sól Ásmundsdóttur sem gekk í raðir liðsins frá Breiðabliki í haust.

Örebro endaði í 10. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar af fjórtán liðum á síðasta tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×