Hvað gerist eftir vopnahléið? Samúel Karl Ólason skrifar 26. nóvember 2023 11:55 Íbúar Gasa í röð eftir gasi. Vopnahléssamkomulagið felur í sér að nota má fjóra flutningabíla til að flytja eldsneyti til Gasastrandarinnar á degi hverjum, á meðan vopnahléið er í gildi. AP/Fatima Shbair Vopnahlé Ísrael og Hamas á Gasaströndinni hefur nú staðið yfir í meira en tvo daga, af þeim fjórum sem samið var um. Hléið hefur að mestu leyti haldið vel, þar sem árásir hafa ekki verið gerðar frá því það hófst á föstudaginn. Þó það hafi sýnt sig í gær að vopnahléið sé viðkvæmt, þegar Hamas-liðar lýstu því yfir að Ísraelar væru ekki að standa við samkomulagið, og þá sérstaklega varðandi birgðaflutninga til Gasastrandarinnar, og frestuðu því að frelsa ísraelska gísla í haldi þeirra um nokkrar klukkustundir, þá er spurningin hvað gerist eftir að vopnahléinu lýkur. Munu Ísraelar halda áfram stríði þeirra gegn Hamas eins og ekkert hafi í skorist eða gæti vopnahléið leitt til langvarandi friðar, eins og ráðamenn í Katar, auk annarra, vonast til? Talið er að eftir árásirnar 7. október hafi vígamenn Hamas og palestínsks jíhads haldið um 240 gíslum. Óljóst er hve margir þeirra eru á lífi í dag, sjö vikum eftir að stríðið hófst. Samkvæmt samkomulaginu ætla Hamas-liðar að sleppa fimmtíu manns úr haldi og Ísraelar ætla að sleppa 150 föngum úr ísraelskum fangelsum á og við Vesturbakkann. Í öllu tilfellum er um að ræða konur og börn undir átján ára aldri. Vopnahléssamkomulagið felur í sér að hægt er að framlengja það. Hamas-liðar þyrftu þá að sleppa tíu gíslum á dag, í skiptum fyrir þrjátíu Palestínumenn í ísraelskum fangelsum. Ráðamenn í Ísrael eru taldir hafa gefið í skyn að þeir séu tilbúnir til að framlengja vopnahléið með þessum hætti, þar sem þeir hafa birt lista yfir þrjú hundruð palestínska fanga sem verið er að íhuga að sleppa úr haldi. Það er þó samkomulagið feli einungis í sér að Ísraelar frelsi 150 manns. Hafa heitið áframhaldandi stríði Ráðamenn í Ísrael hafa sagt að þegar vopnahléinu lýkur muni stríðið halda áfram og að Ísraelar muni ná markmiði þeirra að gera út af við Hamas-samtökin. Þeir eru þó undir miklum þrýstingi varðandi það að frelsa alla gísla í haldi Hamas. Einn viðmælandi New York Times segir leiðtoga Hamas meðvitaða um að þessi þrýstingur sé líklegur til að aukast með hverjum deginum sem vopnahléið heldur og fleiri gíslum er sleppt. „Þeir munu spila með Ísrael og segja: „Hei, við fundum fimm börn til viðbótar. Ef þið gefið okkur einn dag í viðbót getum við fundið fleiri“,“ segir Shira Efron, sem starfar hjá Israel Policy Forum, bandarískri hugveitu sem fjallar um málefni Ísrael. Ísraelskir hermenn á Gasaströndinn.Ísraelski herinn Vopnahléið getur gert Hamas-liðum kleift að stilla strengi sína og undirbúa betri varnir á suðurhluta Gasastrandarinnar, þar sem Ísraelar hafa þegar náð tökum á stærstum hluta norðurhlutans. Það myndi gera ísraelskum hermönnum erfiðara að ná tökum á suðurhlutanum, ákveði ráðamenn að halda stríðinu áfram. Gasaströndin er eitthvert þéttbýlasta svæði jarðarinnar þar sem um 2,3 milljónir manna búa á svæði sem er um það bil fjörutíu kílómetra langt og tíu kílómetra breitt. Frá því stríð Ísrael og Hamas, sem stjórna Gasa, hófst í síðasta mánuði hafa að minnsta kosti 1,5 milljón manna þurft að yfirgefa heimili sín. Fleiri en 13.300 manns hafa látið lífið á Gasaströndinni frá því stríðið hófst, samkvæmt heilbrigðisráðuneyti Gasa, sem Hamas stýrir. Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Tengdar fréttir Hamas-liðar sleppa þrettán gíslum Hamas-samtökin hafa sleppt þrettán ísraelskum gíslum og nokkrum erlendum ríkisborgurum. Misræmi er þó í yfirlýsingum ríkja um tölu gísla sem sleppt hefur verið í kvöld. 25. nóvember 2023 22:04 Búið að sleppa tuttugu og fjórum gíslum Hamas-liðar hafa sleppt fyrstu gíslunum úr haldi í fangaskiptum á Gasaströndinni. Um er að ræða tíu Taílendinga, einn Filippseying og þrettán Ísraela sem sleppt var í skiptum fyrir 39 Palestínumenn í haldi Ísraela. Vopnahléið sem hófst í morgun hefur að mestu haldið og neyðarbirgðir berast íbúa Gasastrandarinnar. 24. nóvember 2023 14:49 Vopnahlé tekur gildi og fyrstu gíslunum sleppt klukkan tvö Fjögurra daga hlé á átökunum á Gasa hófst klukkan fimm í morgun og síðar í dag, eða um klukkan tvö að íslenskum tíma, verður þrettán ísraelskum gíslum sem hafa verið í haldi Hamas-samtakanna sleppt. 24. nóvember 2023 06:51 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Sjá meira
Þó það hafi sýnt sig í gær að vopnahléið sé viðkvæmt, þegar Hamas-liðar lýstu því yfir að Ísraelar væru ekki að standa við samkomulagið, og þá sérstaklega varðandi birgðaflutninga til Gasastrandarinnar, og frestuðu því að frelsa ísraelska gísla í haldi þeirra um nokkrar klukkustundir, þá er spurningin hvað gerist eftir að vopnahléinu lýkur. Munu Ísraelar halda áfram stríði þeirra gegn Hamas eins og ekkert hafi í skorist eða gæti vopnahléið leitt til langvarandi friðar, eins og ráðamenn í Katar, auk annarra, vonast til? Talið er að eftir árásirnar 7. október hafi vígamenn Hamas og palestínsks jíhads haldið um 240 gíslum. Óljóst er hve margir þeirra eru á lífi í dag, sjö vikum eftir að stríðið hófst. Samkvæmt samkomulaginu ætla Hamas-liðar að sleppa fimmtíu manns úr haldi og Ísraelar ætla að sleppa 150 föngum úr ísraelskum fangelsum á og við Vesturbakkann. Í öllu tilfellum er um að ræða konur og börn undir átján ára aldri. Vopnahléssamkomulagið felur í sér að hægt er að framlengja það. Hamas-liðar þyrftu þá að sleppa tíu gíslum á dag, í skiptum fyrir þrjátíu Palestínumenn í ísraelskum fangelsum. Ráðamenn í Ísrael eru taldir hafa gefið í skyn að þeir séu tilbúnir til að framlengja vopnahléið með þessum hætti, þar sem þeir hafa birt lista yfir þrjú hundruð palestínska fanga sem verið er að íhuga að sleppa úr haldi. Það er þó samkomulagið feli einungis í sér að Ísraelar frelsi 150 manns. Hafa heitið áframhaldandi stríði Ráðamenn í Ísrael hafa sagt að þegar vopnahléinu lýkur muni stríðið halda áfram og að Ísraelar muni ná markmiði þeirra að gera út af við Hamas-samtökin. Þeir eru þó undir miklum þrýstingi varðandi það að frelsa alla gísla í haldi Hamas. Einn viðmælandi New York Times segir leiðtoga Hamas meðvitaða um að þessi þrýstingur sé líklegur til að aukast með hverjum deginum sem vopnahléið heldur og fleiri gíslum er sleppt. „Þeir munu spila með Ísrael og segja: „Hei, við fundum fimm börn til viðbótar. Ef þið gefið okkur einn dag í viðbót getum við fundið fleiri“,“ segir Shira Efron, sem starfar hjá Israel Policy Forum, bandarískri hugveitu sem fjallar um málefni Ísrael. Ísraelskir hermenn á Gasaströndinn.Ísraelski herinn Vopnahléið getur gert Hamas-liðum kleift að stilla strengi sína og undirbúa betri varnir á suðurhluta Gasastrandarinnar, þar sem Ísraelar hafa þegar náð tökum á stærstum hluta norðurhlutans. Það myndi gera ísraelskum hermönnum erfiðara að ná tökum á suðurhlutanum, ákveði ráðamenn að halda stríðinu áfram. Gasaströndin er eitthvert þéttbýlasta svæði jarðarinnar þar sem um 2,3 milljónir manna búa á svæði sem er um það bil fjörutíu kílómetra langt og tíu kílómetra breitt. Frá því stríð Ísrael og Hamas, sem stjórna Gasa, hófst í síðasta mánuði hafa að minnsta kosti 1,5 milljón manna þurft að yfirgefa heimili sín. Fleiri en 13.300 manns hafa látið lífið á Gasaströndinni frá því stríðið hófst, samkvæmt heilbrigðisráðuneyti Gasa, sem Hamas stýrir.
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Tengdar fréttir Hamas-liðar sleppa þrettán gíslum Hamas-samtökin hafa sleppt þrettán ísraelskum gíslum og nokkrum erlendum ríkisborgurum. Misræmi er þó í yfirlýsingum ríkja um tölu gísla sem sleppt hefur verið í kvöld. 25. nóvember 2023 22:04 Búið að sleppa tuttugu og fjórum gíslum Hamas-liðar hafa sleppt fyrstu gíslunum úr haldi í fangaskiptum á Gasaströndinni. Um er að ræða tíu Taílendinga, einn Filippseying og þrettán Ísraela sem sleppt var í skiptum fyrir 39 Palestínumenn í haldi Ísraela. Vopnahléið sem hófst í morgun hefur að mestu haldið og neyðarbirgðir berast íbúa Gasastrandarinnar. 24. nóvember 2023 14:49 Vopnahlé tekur gildi og fyrstu gíslunum sleppt klukkan tvö Fjögurra daga hlé á átökunum á Gasa hófst klukkan fimm í morgun og síðar í dag, eða um klukkan tvö að íslenskum tíma, verður þrettán ísraelskum gíslum sem hafa verið í haldi Hamas-samtakanna sleppt. 24. nóvember 2023 06:51 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Sjá meira
Hamas-liðar sleppa þrettán gíslum Hamas-samtökin hafa sleppt þrettán ísraelskum gíslum og nokkrum erlendum ríkisborgurum. Misræmi er þó í yfirlýsingum ríkja um tölu gísla sem sleppt hefur verið í kvöld. 25. nóvember 2023 22:04
Búið að sleppa tuttugu og fjórum gíslum Hamas-liðar hafa sleppt fyrstu gíslunum úr haldi í fangaskiptum á Gasaströndinni. Um er að ræða tíu Taílendinga, einn Filippseying og þrettán Ísraela sem sleppt var í skiptum fyrir 39 Palestínumenn í haldi Ísraela. Vopnahléið sem hófst í morgun hefur að mestu haldið og neyðarbirgðir berast íbúa Gasastrandarinnar. 24. nóvember 2023 14:49
Vopnahlé tekur gildi og fyrstu gíslunum sleppt klukkan tvö Fjögurra daga hlé á átökunum á Gasa hófst klukkan fimm í morgun og síðar í dag, eða um klukkan tvö að íslenskum tíma, verður þrettán ísraelskum gíslum sem hafa verið í haldi Hamas-samtakanna sleppt. 24. nóvember 2023 06:51