Varar við sprungukerfi Krýsuvíkureldstöðvar Kristján Már Unnarsson skrifar 22. nóvember 2023 17:07 Eldgosið í Geldingadölum árið 2021 séð frá Reykjavíkursvæðinu. Gossprungan sem opnaðist við Litla-Hrút síðastliðið sumar var í um tuttugu kílómetra fjarlægð frá næstu byggð í Hafnarfirði. Vilhelm Gunnarsson Sprungukerfi Krýsuvíkureldstöðvarinnar liggur upp í Heiðmörk og í kringum Rauðavatn, segir eldfjallafræðingurinn Haraldur Sigurðsson. Hann hvetur til þess að áhættumat verði gert á höfuðborgarsvæðinu gagnvart jarðskorpuhreyfingum. „Ég held að þetta sé byrjunin á margra ára ferli af jarðskorpuhreyfingum. Allavega áratuga, myndi ég giska á,“ segir Haraldur í viðtali við fréttastofuna um umbrotin á Reykjanesskaga. Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur í viðtali frá Massachusetts í Bandaríkjunum í gær.Skjáskot/Stöð 2 Hann spáir því að fleiri svæði á Reykjanesfjallgarðinum verði virk, allt til Hengils. Hann nefnir sérstaklega Krýsuvík, sem hann segir töluverða eldstöð. „Það má ekki gleyma því að sprungukerfið frá Krýsuvík, það liggur upp í Heiðmörk. Og svo heldurðu áfram til austurs, þá ertu kominn undir Morgunblaðshúsið. Þar eru sprungur alveg í hring, rétt þar hjá. Þetta getur verið virkt svæði, alveg upp í Heiðmörk. Það þarf virkilega að fylgjast vel með því. Svo að höfuðborgarsvæðið, það er viss hætta þar,“ segir eldfjallafræðingurinn og minnir á að þar hafa hraun runnið. Horft yfir í Urriðaholtshverfi í Garðabæ í átt til Heiðmerkur. Hrauntröðin Búrfellsgjá er í fjögurra kílómetra fjarlægð frá byggðinni.Vilhelm Gunnarsson -Þannig að það er alveg hugsanlegur möguleiki að það komi kvika í sprungu sem liggur undir Hádegismóa? „Já, já. Ég tel það. Það þarf virkilega að kanna það og gera áhættumat á því svæði, öllu svæðinu sem snertir Heiðmörkina.“ -En hvað með Hafnarfjörð og hugmyndir um að byggja flugvöll í Hvassahrauni? Eða Voga á Vatnsleysuströnd og nýbyggingarhverfi í Grindavík? Þarf að endurskoða byggingaráform á svæðum sem þessum? „Já, það er nauðsynlegt að taka sterklega til greina alla áhættuna sem getur stafað af jarðskorpuhreyfingum á þessum svæðum. Og hugsanlegu hraunrennsli. En fyrst og fremst jarðskorpuhreyfingum,“ svarar Haraldur Sigurðsson. Hér má sjá Harald ræða um hættuna gagnvart höfuðborgarsvæðinu: Viðtalið við Harald í heild má sjá hér: Fjallað var um æviferil Haraldar í þættinum Um land allt fyrir átta árum: Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Hafnarfjörður Garðabær Reykjavík Kópavogur Vogar Grindavík Vísindi Tengdar fréttir Telur tíu til tuttugu eldgos geta fylgt í kjölfarið á Reykjanesskaga Landsmenn þurfa að vera viðbúnir tíu til tuttugu eldgosum á Reykjanesskaga á næstu tveimur til þremur öldum, að mati Páls Einarssonar jarðeðlisfræðings. Gera verði ráð fyrir mun myndarlegri hraungosum en því sem nú stendur yfir. 19. maí 2021 22:44 Eldgos líkt Surtsey gæti lokað Keflavíkurflugvelli Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur segir að neðansjávargos undan Reykjanesi í líkingu við Surtseyjargosið gæti lokað Keflavíkurflugvelli. 22. nóvember 2023 11:55 Telur að kvikugangurinn undir Grindavík sé hálfstorknaður Eldfjallafræðingurinn Haraldur Sigurðsson, einn kunnasti jarðvísindamaður Íslendinga, telur að kvikugangurinn undir Grindavík sé við það að storkna og að líkur á eldgosi hafi minnkað. Hann segir að ef hann byggi í Grindavík væri hann farinn heim fyrir jól. 21. nóvember 2023 21:11 Eldfjallafræðingurinn færi heim fyrir jól ef hann byggi í Grindavík Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur telur að kvikugangurinn undir Grindavík sé við það að storkna og líkur á eldgosi hafi minnkað. Hann segir að ef hann byggi í Grindavík væri hann farinn heim fyrir jól. 21. nóvember 2023 17:47 Kvika frá Krýsuvík gæti gosið upp í Reykjavík Eldgos gæti komið upp í jaðri Reykjavíkur, í sprungukerfi frá Krýsuvíkureldstöðinni. 11. febrúar 2015 20:32 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Fleiri fréttir Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Sjá meira
„Ég held að þetta sé byrjunin á margra ára ferli af jarðskorpuhreyfingum. Allavega áratuga, myndi ég giska á,“ segir Haraldur í viðtali við fréttastofuna um umbrotin á Reykjanesskaga. Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur í viðtali frá Massachusetts í Bandaríkjunum í gær.Skjáskot/Stöð 2 Hann spáir því að fleiri svæði á Reykjanesfjallgarðinum verði virk, allt til Hengils. Hann nefnir sérstaklega Krýsuvík, sem hann segir töluverða eldstöð. „Það má ekki gleyma því að sprungukerfið frá Krýsuvík, það liggur upp í Heiðmörk. Og svo heldurðu áfram til austurs, þá ertu kominn undir Morgunblaðshúsið. Þar eru sprungur alveg í hring, rétt þar hjá. Þetta getur verið virkt svæði, alveg upp í Heiðmörk. Það þarf virkilega að fylgjast vel með því. Svo að höfuðborgarsvæðið, það er viss hætta þar,“ segir eldfjallafræðingurinn og minnir á að þar hafa hraun runnið. Horft yfir í Urriðaholtshverfi í Garðabæ í átt til Heiðmerkur. Hrauntröðin Búrfellsgjá er í fjögurra kílómetra fjarlægð frá byggðinni.Vilhelm Gunnarsson -Þannig að það er alveg hugsanlegur möguleiki að það komi kvika í sprungu sem liggur undir Hádegismóa? „Já, já. Ég tel það. Það þarf virkilega að kanna það og gera áhættumat á því svæði, öllu svæðinu sem snertir Heiðmörkina.“ -En hvað með Hafnarfjörð og hugmyndir um að byggja flugvöll í Hvassahrauni? Eða Voga á Vatnsleysuströnd og nýbyggingarhverfi í Grindavík? Þarf að endurskoða byggingaráform á svæðum sem þessum? „Já, það er nauðsynlegt að taka sterklega til greina alla áhættuna sem getur stafað af jarðskorpuhreyfingum á þessum svæðum. Og hugsanlegu hraunrennsli. En fyrst og fremst jarðskorpuhreyfingum,“ svarar Haraldur Sigurðsson. Hér má sjá Harald ræða um hættuna gagnvart höfuðborgarsvæðinu: Viðtalið við Harald í heild má sjá hér: Fjallað var um æviferil Haraldar í þættinum Um land allt fyrir átta árum:
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Hafnarfjörður Garðabær Reykjavík Kópavogur Vogar Grindavík Vísindi Tengdar fréttir Telur tíu til tuttugu eldgos geta fylgt í kjölfarið á Reykjanesskaga Landsmenn þurfa að vera viðbúnir tíu til tuttugu eldgosum á Reykjanesskaga á næstu tveimur til þremur öldum, að mati Páls Einarssonar jarðeðlisfræðings. Gera verði ráð fyrir mun myndarlegri hraungosum en því sem nú stendur yfir. 19. maí 2021 22:44 Eldgos líkt Surtsey gæti lokað Keflavíkurflugvelli Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur segir að neðansjávargos undan Reykjanesi í líkingu við Surtseyjargosið gæti lokað Keflavíkurflugvelli. 22. nóvember 2023 11:55 Telur að kvikugangurinn undir Grindavík sé hálfstorknaður Eldfjallafræðingurinn Haraldur Sigurðsson, einn kunnasti jarðvísindamaður Íslendinga, telur að kvikugangurinn undir Grindavík sé við það að storkna og að líkur á eldgosi hafi minnkað. Hann segir að ef hann byggi í Grindavík væri hann farinn heim fyrir jól. 21. nóvember 2023 21:11 Eldfjallafræðingurinn færi heim fyrir jól ef hann byggi í Grindavík Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur telur að kvikugangurinn undir Grindavík sé við það að storkna og líkur á eldgosi hafi minnkað. Hann segir að ef hann byggi í Grindavík væri hann farinn heim fyrir jól. 21. nóvember 2023 17:47 Kvika frá Krýsuvík gæti gosið upp í Reykjavík Eldgos gæti komið upp í jaðri Reykjavíkur, í sprungukerfi frá Krýsuvíkureldstöðinni. 11. febrúar 2015 20:32 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Fleiri fréttir Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Sjá meira
Telur tíu til tuttugu eldgos geta fylgt í kjölfarið á Reykjanesskaga Landsmenn þurfa að vera viðbúnir tíu til tuttugu eldgosum á Reykjanesskaga á næstu tveimur til þremur öldum, að mati Páls Einarssonar jarðeðlisfræðings. Gera verði ráð fyrir mun myndarlegri hraungosum en því sem nú stendur yfir. 19. maí 2021 22:44
Eldgos líkt Surtsey gæti lokað Keflavíkurflugvelli Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur segir að neðansjávargos undan Reykjanesi í líkingu við Surtseyjargosið gæti lokað Keflavíkurflugvelli. 22. nóvember 2023 11:55
Telur að kvikugangurinn undir Grindavík sé hálfstorknaður Eldfjallafræðingurinn Haraldur Sigurðsson, einn kunnasti jarðvísindamaður Íslendinga, telur að kvikugangurinn undir Grindavík sé við það að storkna og að líkur á eldgosi hafi minnkað. Hann segir að ef hann byggi í Grindavík væri hann farinn heim fyrir jól. 21. nóvember 2023 21:11
Eldfjallafræðingurinn færi heim fyrir jól ef hann byggi í Grindavík Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur telur að kvikugangurinn undir Grindavík sé við það að storkna og líkur á eldgosi hafi minnkað. Hann segir að ef hann byggi í Grindavík væri hann farinn heim fyrir jól. 21. nóvember 2023 17:47
Kvika frá Krýsuvík gæti gosið upp í Reykjavík Eldgos gæti komið upp í jaðri Reykjavíkur, í sprungukerfi frá Krýsuvíkureldstöðinni. 11. febrúar 2015 20:32