Telur að kvikugangurinn undir Grindavík sé hálfstorknaður Kristján Már Unnarsson skrifar 21. nóvember 2023 21:11 Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur sýnir berggang við Stykkishólmshöfn en slík fyrirbæri myndast í kvikuinnskotum. Mynd/Stöð 2. Eldfjallafræðingurinn Haraldur Sigurðsson, einn kunnasti jarðvísindamaður Íslendinga, telur að kvikugangurinn undir Grindavík sé við það að storkna og að líkur á eldgosi hafi minnkað. Hann segir að ef hann byggi í Grindavík væri hann farinn heim fyrir jól. Haraldur er fæddur og uppalinn í Stykkishólmi en á að baki langan alþjóðlegan vísindaferil við eldfjallarannsóknir víða um heim. Hann ræddi við okkur í dag frá Massachusetts í Bandaríkjunum. Þegar við báðum hann um að meta líkur á eldgosi við Grindavík benti hann á að kvikugangur sem þessi storknaði hratt. „Það fer eftir því hvað hann er þykkur hversu hratt hann storknar. Kvikugangur sem er meter, hann storknar á nokkrum dögum,“ segir Haraldur í frétt Stöðvar 2 og giskar á að þessi sé um tveggja metra breiður. „Ég mundi halda að hann sé búinn að tapa ansi miklum hita, að gangurinn sé orðinn hálfstorknaður, orðinn stinnur, og minni líkur á að kvikan gangi upp. Svo að ég mundi ekki búast við gosi núna.“ Grindavík er ein öflugasta útgerðarstöð landsins. Öll starfsemi í bænum hefur legið niðri frá því Almannavarnir fyrirskipuðu rýmingu þann 10. nóvember.Vilhelm Gunnarsson En telur Haraldur að það fari þá að verða óhætt fyrir Grindvíkinga að snúa heim? Eða þurfa þeir að bíða í marga mánuði? „Þetta er viðkvæmt mál. Og þetta eru ákvarðanir sem menn þurfa að taka. Ef ég byggi í Grindavík þá mundi ég vera farinn heim. Nema ég væri með hús sem væri mitt í sigdalnum. Eða mjög nálægt sigdalnum.“ En bætir við að allur sé varinn góður. „Og eðlilegt að sumu leyti að hafa flutt fólkið úr bænum. Ég mundi vera farinn heim fyrir jól,“ segir eldfjallafræðingurinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tuttugu mínútna langt viðtal við Harald má sjá hér: Vísindi Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Almannavarnir Tengdar fréttir Eldfjallafræðingurinn færi heim fyrir jól ef hann byggi í Grindavík Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur telur að kvikugangurinn undir Grindavík sé við það að storkna og líkur á eldgosi hafi minnkað. Hann segir að ef hann byggi í Grindavík væri hann farinn heim fyrir jól. 21. nóvember 2023 17:47 Haraldur telur flekahreyfingar en ekki kviku orsaka umbrotin Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur telur flekahreyfingar orsök umbrotanna á Reykjanesskaga. Hann segir kviku, sem kunni að vera að gutla á um eins kílómetra dýpi í kvikuganginum, sennilega ekki nægjanlega til að valda eldgosi. 17. nóvember 2023 09:49 Segir það verða erfiðari ákvörðun að hleypa fólki aftur til Grindavíkur Jarðvísindamennirnir Freysteinn Sigmundsson og Kristín Jónsdóttir telja nokkrar vikur að lágmarki í að Grindvíkingar komist aftur heim til sín. Kristín segir það kannski auðvelda ákvörðun að rýma en það verði alltaf erfiðari ákvörðun að hleypa fólki til baka. 14. nóvember 2023 19:19 Allt bendi til þess að það verði ekki haldin venjuleg jól í Grindavík Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn Almannavarna, segir að Grindvíkingar þurfi að búa sig undir það að búa annars staðar en heima hjá sér næstu mánuðina. „Því miður bendir allt til þess að það verði ekki haldin venjuleg jól í Grindavík.“ 18. nóvember 2023 13:53 Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Fleiri fréttir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun Sjá meira
Haraldur er fæddur og uppalinn í Stykkishólmi en á að baki langan alþjóðlegan vísindaferil við eldfjallarannsóknir víða um heim. Hann ræddi við okkur í dag frá Massachusetts í Bandaríkjunum. Þegar við báðum hann um að meta líkur á eldgosi við Grindavík benti hann á að kvikugangur sem þessi storknaði hratt. „Það fer eftir því hvað hann er þykkur hversu hratt hann storknar. Kvikugangur sem er meter, hann storknar á nokkrum dögum,“ segir Haraldur í frétt Stöðvar 2 og giskar á að þessi sé um tveggja metra breiður. „Ég mundi halda að hann sé búinn að tapa ansi miklum hita, að gangurinn sé orðinn hálfstorknaður, orðinn stinnur, og minni líkur á að kvikan gangi upp. Svo að ég mundi ekki búast við gosi núna.“ Grindavík er ein öflugasta útgerðarstöð landsins. Öll starfsemi í bænum hefur legið niðri frá því Almannavarnir fyrirskipuðu rýmingu þann 10. nóvember.Vilhelm Gunnarsson En telur Haraldur að það fari þá að verða óhætt fyrir Grindvíkinga að snúa heim? Eða þurfa þeir að bíða í marga mánuði? „Þetta er viðkvæmt mál. Og þetta eru ákvarðanir sem menn þurfa að taka. Ef ég byggi í Grindavík þá mundi ég vera farinn heim. Nema ég væri með hús sem væri mitt í sigdalnum. Eða mjög nálægt sigdalnum.“ En bætir við að allur sé varinn góður. „Og eðlilegt að sumu leyti að hafa flutt fólkið úr bænum. Ég mundi vera farinn heim fyrir jól,“ segir eldfjallafræðingurinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tuttugu mínútna langt viðtal við Harald má sjá hér:
Vísindi Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Almannavarnir Tengdar fréttir Eldfjallafræðingurinn færi heim fyrir jól ef hann byggi í Grindavík Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur telur að kvikugangurinn undir Grindavík sé við það að storkna og líkur á eldgosi hafi minnkað. Hann segir að ef hann byggi í Grindavík væri hann farinn heim fyrir jól. 21. nóvember 2023 17:47 Haraldur telur flekahreyfingar en ekki kviku orsaka umbrotin Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur telur flekahreyfingar orsök umbrotanna á Reykjanesskaga. Hann segir kviku, sem kunni að vera að gutla á um eins kílómetra dýpi í kvikuganginum, sennilega ekki nægjanlega til að valda eldgosi. 17. nóvember 2023 09:49 Segir það verða erfiðari ákvörðun að hleypa fólki aftur til Grindavíkur Jarðvísindamennirnir Freysteinn Sigmundsson og Kristín Jónsdóttir telja nokkrar vikur að lágmarki í að Grindvíkingar komist aftur heim til sín. Kristín segir það kannski auðvelda ákvörðun að rýma en það verði alltaf erfiðari ákvörðun að hleypa fólki til baka. 14. nóvember 2023 19:19 Allt bendi til þess að það verði ekki haldin venjuleg jól í Grindavík Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn Almannavarna, segir að Grindvíkingar þurfi að búa sig undir það að búa annars staðar en heima hjá sér næstu mánuðina. „Því miður bendir allt til þess að það verði ekki haldin venjuleg jól í Grindavík.“ 18. nóvember 2023 13:53 Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Fleiri fréttir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun Sjá meira
Eldfjallafræðingurinn færi heim fyrir jól ef hann byggi í Grindavík Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur telur að kvikugangurinn undir Grindavík sé við það að storkna og líkur á eldgosi hafi minnkað. Hann segir að ef hann byggi í Grindavík væri hann farinn heim fyrir jól. 21. nóvember 2023 17:47
Haraldur telur flekahreyfingar en ekki kviku orsaka umbrotin Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur telur flekahreyfingar orsök umbrotanna á Reykjanesskaga. Hann segir kviku, sem kunni að vera að gutla á um eins kílómetra dýpi í kvikuganginum, sennilega ekki nægjanlega til að valda eldgosi. 17. nóvember 2023 09:49
Segir það verða erfiðari ákvörðun að hleypa fólki aftur til Grindavíkur Jarðvísindamennirnir Freysteinn Sigmundsson og Kristín Jónsdóttir telja nokkrar vikur að lágmarki í að Grindvíkingar komist aftur heim til sín. Kristín segir það kannski auðvelda ákvörðun að rýma en það verði alltaf erfiðari ákvörðun að hleypa fólki til baka. 14. nóvember 2023 19:19
Allt bendi til þess að það verði ekki haldin venjuleg jól í Grindavík Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn Almannavarna, segir að Grindvíkingar þurfi að búa sig undir það að búa annars staðar en heima hjá sér næstu mánuðina. „Því miður bendir allt til þess að það verði ekki haldin venjuleg jól í Grindavík.“ 18. nóvember 2023 13:53