Varar við sprungukerfi Krýsuvíkureldstöðvar Kristján Már Unnarsson skrifar 22. nóvember 2023 17:07 Eldgosið í Geldingadölum árið 2021 séð frá Reykjavíkursvæðinu. Gossprungan sem opnaðist við Litla-Hrút síðastliðið sumar var í um tuttugu kílómetra fjarlægð frá næstu byggð í Hafnarfirði. Vilhelm Gunnarsson Sprungukerfi Krýsuvíkureldstöðvarinnar liggur upp í Heiðmörk og í kringum Rauðavatn, segir eldfjallafræðingurinn Haraldur Sigurðsson. Hann hvetur til þess að áhættumat verði gert á höfuðborgarsvæðinu gagnvart jarðskorpuhreyfingum. „Ég held að þetta sé byrjunin á margra ára ferli af jarðskorpuhreyfingum. Allavega áratuga, myndi ég giska á,“ segir Haraldur í viðtali við fréttastofuna um umbrotin á Reykjanesskaga. Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur í viðtali frá Massachusetts í Bandaríkjunum í gær.Skjáskot/Stöð 2 Hann spáir því að fleiri svæði á Reykjanesfjallgarðinum verði virk, allt til Hengils. Hann nefnir sérstaklega Krýsuvík, sem hann segir töluverða eldstöð. „Það má ekki gleyma því að sprungukerfið frá Krýsuvík, það liggur upp í Heiðmörk. Og svo heldurðu áfram til austurs, þá ertu kominn undir Morgunblaðshúsið. Þar eru sprungur alveg í hring, rétt þar hjá. Þetta getur verið virkt svæði, alveg upp í Heiðmörk. Það þarf virkilega að fylgjast vel með því. Svo að höfuðborgarsvæðið, það er viss hætta þar,“ segir eldfjallafræðingurinn og minnir á að þar hafa hraun runnið. Horft yfir í Urriðaholtshverfi í Garðabæ í átt til Heiðmerkur. Hrauntröðin Búrfellsgjá er í fjögurra kílómetra fjarlægð frá byggðinni.Vilhelm Gunnarsson -Þannig að það er alveg hugsanlegur möguleiki að það komi kvika í sprungu sem liggur undir Hádegismóa? „Já, já. Ég tel það. Það þarf virkilega að kanna það og gera áhættumat á því svæði, öllu svæðinu sem snertir Heiðmörkina.“ -En hvað með Hafnarfjörð og hugmyndir um að byggja flugvöll í Hvassahrauni? Eða Voga á Vatnsleysuströnd og nýbyggingarhverfi í Grindavík? Þarf að endurskoða byggingaráform á svæðum sem þessum? „Já, það er nauðsynlegt að taka sterklega til greina alla áhættuna sem getur stafað af jarðskorpuhreyfingum á þessum svæðum. Og hugsanlegu hraunrennsli. En fyrst og fremst jarðskorpuhreyfingum,“ svarar Haraldur Sigurðsson. Hér má sjá Harald ræða um hættuna gagnvart höfuðborgarsvæðinu: Viðtalið við Harald í heild má sjá hér: Fjallað var um æviferil Haraldar í þættinum Um land allt fyrir átta árum: Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Hafnarfjörður Garðabær Reykjavík Kópavogur Vogar Grindavík Vísindi Tengdar fréttir Telur tíu til tuttugu eldgos geta fylgt í kjölfarið á Reykjanesskaga Landsmenn þurfa að vera viðbúnir tíu til tuttugu eldgosum á Reykjanesskaga á næstu tveimur til þremur öldum, að mati Páls Einarssonar jarðeðlisfræðings. Gera verði ráð fyrir mun myndarlegri hraungosum en því sem nú stendur yfir. 19. maí 2021 22:44 Eldgos líkt Surtsey gæti lokað Keflavíkurflugvelli Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur segir að neðansjávargos undan Reykjanesi í líkingu við Surtseyjargosið gæti lokað Keflavíkurflugvelli. 22. nóvember 2023 11:55 Telur að kvikugangurinn undir Grindavík sé hálfstorknaður Eldfjallafræðingurinn Haraldur Sigurðsson, einn kunnasti jarðvísindamaður Íslendinga, telur að kvikugangurinn undir Grindavík sé við það að storkna og að líkur á eldgosi hafi minnkað. Hann segir að ef hann byggi í Grindavík væri hann farinn heim fyrir jól. 21. nóvember 2023 21:11 Eldfjallafræðingurinn færi heim fyrir jól ef hann byggi í Grindavík Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur telur að kvikugangurinn undir Grindavík sé við það að storkna og líkur á eldgosi hafi minnkað. Hann segir að ef hann byggi í Grindavík væri hann farinn heim fyrir jól. 21. nóvember 2023 17:47 Kvika frá Krýsuvík gæti gosið upp í Reykjavík Eldgos gæti komið upp í jaðri Reykjavíkur, í sprungukerfi frá Krýsuvíkureldstöðinni. 11. febrúar 2015 20:32 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Fleiri fréttir Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins Sjá meira
„Ég held að þetta sé byrjunin á margra ára ferli af jarðskorpuhreyfingum. Allavega áratuga, myndi ég giska á,“ segir Haraldur í viðtali við fréttastofuna um umbrotin á Reykjanesskaga. Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur í viðtali frá Massachusetts í Bandaríkjunum í gær.Skjáskot/Stöð 2 Hann spáir því að fleiri svæði á Reykjanesfjallgarðinum verði virk, allt til Hengils. Hann nefnir sérstaklega Krýsuvík, sem hann segir töluverða eldstöð. „Það má ekki gleyma því að sprungukerfið frá Krýsuvík, það liggur upp í Heiðmörk. Og svo heldurðu áfram til austurs, þá ertu kominn undir Morgunblaðshúsið. Þar eru sprungur alveg í hring, rétt þar hjá. Þetta getur verið virkt svæði, alveg upp í Heiðmörk. Það þarf virkilega að fylgjast vel með því. Svo að höfuðborgarsvæðið, það er viss hætta þar,“ segir eldfjallafræðingurinn og minnir á að þar hafa hraun runnið. Horft yfir í Urriðaholtshverfi í Garðabæ í átt til Heiðmerkur. Hrauntröðin Búrfellsgjá er í fjögurra kílómetra fjarlægð frá byggðinni.Vilhelm Gunnarsson -Þannig að það er alveg hugsanlegur möguleiki að það komi kvika í sprungu sem liggur undir Hádegismóa? „Já, já. Ég tel það. Það þarf virkilega að kanna það og gera áhættumat á því svæði, öllu svæðinu sem snertir Heiðmörkina.“ -En hvað með Hafnarfjörð og hugmyndir um að byggja flugvöll í Hvassahrauni? Eða Voga á Vatnsleysuströnd og nýbyggingarhverfi í Grindavík? Þarf að endurskoða byggingaráform á svæðum sem þessum? „Já, það er nauðsynlegt að taka sterklega til greina alla áhættuna sem getur stafað af jarðskorpuhreyfingum á þessum svæðum. Og hugsanlegu hraunrennsli. En fyrst og fremst jarðskorpuhreyfingum,“ svarar Haraldur Sigurðsson. Hér má sjá Harald ræða um hættuna gagnvart höfuðborgarsvæðinu: Viðtalið við Harald í heild má sjá hér: Fjallað var um æviferil Haraldar í þættinum Um land allt fyrir átta árum:
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Hafnarfjörður Garðabær Reykjavík Kópavogur Vogar Grindavík Vísindi Tengdar fréttir Telur tíu til tuttugu eldgos geta fylgt í kjölfarið á Reykjanesskaga Landsmenn þurfa að vera viðbúnir tíu til tuttugu eldgosum á Reykjanesskaga á næstu tveimur til þremur öldum, að mati Páls Einarssonar jarðeðlisfræðings. Gera verði ráð fyrir mun myndarlegri hraungosum en því sem nú stendur yfir. 19. maí 2021 22:44 Eldgos líkt Surtsey gæti lokað Keflavíkurflugvelli Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur segir að neðansjávargos undan Reykjanesi í líkingu við Surtseyjargosið gæti lokað Keflavíkurflugvelli. 22. nóvember 2023 11:55 Telur að kvikugangurinn undir Grindavík sé hálfstorknaður Eldfjallafræðingurinn Haraldur Sigurðsson, einn kunnasti jarðvísindamaður Íslendinga, telur að kvikugangurinn undir Grindavík sé við það að storkna og að líkur á eldgosi hafi minnkað. Hann segir að ef hann byggi í Grindavík væri hann farinn heim fyrir jól. 21. nóvember 2023 21:11 Eldfjallafræðingurinn færi heim fyrir jól ef hann byggi í Grindavík Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur telur að kvikugangurinn undir Grindavík sé við það að storkna og líkur á eldgosi hafi minnkað. Hann segir að ef hann byggi í Grindavík væri hann farinn heim fyrir jól. 21. nóvember 2023 17:47 Kvika frá Krýsuvík gæti gosið upp í Reykjavík Eldgos gæti komið upp í jaðri Reykjavíkur, í sprungukerfi frá Krýsuvíkureldstöðinni. 11. febrúar 2015 20:32 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Fleiri fréttir Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins Sjá meira
Telur tíu til tuttugu eldgos geta fylgt í kjölfarið á Reykjanesskaga Landsmenn þurfa að vera viðbúnir tíu til tuttugu eldgosum á Reykjanesskaga á næstu tveimur til þremur öldum, að mati Páls Einarssonar jarðeðlisfræðings. Gera verði ráð fyrir mun myndarlegri hraungosum en því sem nú stendur yfir. 19. maí 2021 22:44
Eldgos líkt Surtsey gæti lokað Keflavíkurflugvelli Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur segir að neðansjávargos undan Reykjanesi í líkingu við Surtseyjargosið gæti lokað Keflavíkurflugvelli. 22. nóvember 2023 11:55
Telur að kvikugangurinn undir Grindavík sé hálfstorknaður Eldfjallafræðingurinn Haraldur Sigurðsson, einn kunnasti jarðvísindamaður Íslendinga, telur að kvikugangurinn undir Grindavík sé við það að storkna og að líkur á eldgosi hafi minnkað. Hann segir að ef hann byggi í Grindavík væri hann farinn heim fyrir jól. 21. nóvember 2023 21:11
Eldfjallafræðingurinn færi heim fyrir jól ef hann byggi í Grindavík Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur telur að kvikugangurinn undir Grindavík sé við það að storkna og líkur á eldgosi hafi minnkað. Hann segir að ef hann byggi í Grindavík væri hann farinn heim fyrir jól. 21. nóvember 2023 17:47
Kvika frá Krýsuvík gæti gosið upp í Reykjavík Eldgos gæti komið upp í jaðri Reykjavíkur, í sprungukerfi frá Krýsuvíkureldstöðinni. 11. febrúar 2015 20:32