Segir al Shifa orðið vettvang dauða, eyðileggingar og örvæntingar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. nóvember 2023 01:31 Gervihnattamynd af al Shifa-sjúkrahúsinu og nágrenni. AP/Maxar Technologies Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir al Shifa-sjúkrahúsið á Gasa ekki lengur starfhæft en þrír dagar séu nú liðnir án rafmagns og vatns. Stöðugar sprengingar og skotárásir hafi gert bága stöðu ómögulega. Tedros Ghebreyesus, framkvæmdastjóri WHO, segir fjölda látinna meðal sjúklinga hafa aukist og sjúkrahúsið sé í raun ekki lengur sjúkrahús. „Heimsbyggðin getur ekki setið þögul hjá á meðan sjúkrahúsum, sem eiga að vera öruggt skjól, er breytt í vettvang dauða, eyðileggingar og örvæntingar,“ sagði Ghebreyesus í yfirlýsingu í dag. WHO og samtökin Læknar án landamæra eru meðal þeirra sem hafa kallað eftir tafarlausu vopnahléi og að sjúkrahús og aðrar heilbrigðisstofnanir verði látnar í friði. Guardian hefur fjallað nokkuð ítarlega um átökin umhverfis al Shifa í dag og segir yfirráð yfir sjúkrahúsinu meðal helstu markmiða Ísraelshers. Sjúkrahússvæðið, þar sem um 15.000 manns eru taldir hafast við um þessar mundir, sé bæði miðpunktur stjórnskipulegra innviða Hamas-samtakanna og nálægt aðalveginum meðfram ströndinni, sem tengir norður- og suðurhluta Gasa. Eitt af yfirlýstum markmiðum Ísraelsstjórnar er að tryggja að Hamas taki ekki aftur við völdum á Gasa. Liður í því er að gjöreyðileggja alla innviði samtakanna og getu þeirra til að samhæfa aðgerðir. Hversu langt Ísraelsmenn munu geta gengið á hins vegar eftir að koma í ljós en þeir hafa þegar kallað yfir sig fordæmingu Arabaríkjanna og fjölda alþjóðlegra stofnana, auk þess sem traustir bandamenn á borð við Bandaríkjamenn hafa ítrekað um helgina að mannfall meðal saklausra borgara sé ekki ásættanlegt. Ísraelar hafa áður þurft að láta af hernaðarðagerðum undir alþjóðlegum þrýstingi en það er fátt sem bendir til þess að ríkisstjórn Benjamin Netanyahu sé við það að gefa undan. Forsætisráðherrann sagði í dag að herinn hefði boðist til þess að sjá al Shifa fyrir eldsneyti en forsvarsmenn Hamas hefðu neitað. Fregnir hafa borist af því að Ísraelsher hafi greint frá öruggum leiðum frá sjúkrahússvæðinu en fólk sé of hrætt til að fara út. Fjöldi er enda sagður hafa látist í árásum á svæðinu, þar á meðal nokkrir heilbrigðisstarfsmenn. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Tedros Ghebreyesus, framkvæmdastjóri WHO, segir fjölda látinna meðal sjúklinga hafa aukist og sjúkrahúsið sé í raun ekki lengur sjúkrahús. „Heimsbyggðin getur ekki setið þögul hjá á meðan sjúkrahúsum, sem eiga að vera öruggt skjól, er breytt í vettvang dauða, eyðileggingar og örvæntingar,“ sagði Ghebreyesus í yfirlýsingu í dag. WHO og samtökin Læknar án landamæra eru meðal þeirra sem hafa kallað eftir tafarlausu vopnahléi og að sjúkrahús og aðrar heilbrigðisstofnanir verði látnar í friði. Guardian hefur fjallað nokkuð ítarlega um átökin umhverfis al Shifa í dag og segir yfirráð yfir sjúkrahúsinu meðal helstu markmiða Ísraelshers. Sjúkrahússvæðið, þar sem um 15.000 manns eru taldir hafast við um þessar mundir, sé bæði miðpunktur stjórnskipulegra innviða Hamas-samtakanna og nálægt aðalveginum meðfram ströndinni, sem tengir norður- og suðurhluta Gasa. Eitt af yfirlýstum markmiðum Ísraelsstjórnar er að tryggja að Hamas taki ekki aftur við völdum á Gasa. Liður í því er að gjöreyðileggja alla innviði samtakanna og getu þeirra til að samhæfa aðgerðir. Hversu langt Ísraelsmenn munu geta gengið á hins vegar eftir að koma í ljós en þeir hafa þegar kallað yfir sig fordæmingu Arabaríkjanna og fjölda alþjóðlegra stofnana, auk þess sem traustir bandamenn á borð við Bandaríkjamenn hafa ítrekað um helgina að mannfall meðal saklausra borgara sé ekki ásættanlegt. Ísraelar hafa áður þurft að láta af hernaðarðagerðum undir alþjóðlegum þrýstingi en það er fátt sem bendir til þess að ríkisstjórn Benjamin Netanyahu sé við það að gefa undan. Forsætisráðherrann sagði í dag að herinn hefði boðist til þess að sjá al Shifa fyrir eldsneyti en forsvarsmenn Hamas hefðu neitað. Fregnir hafa borist af því að Ísraelsher hafi greint frá öruggum leiðum frá sjúkrahússvæðinu en fólk sé of hrætt til að fara út. Fjöldi er enda sagður hafa látist í árásum á svæðinu, þar á meðal nokkrir heilbrigðisstarfsmenn.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira