Ekkert bendir til að blaðamenn á Gasa hafi vitað af árásunum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. nóvember 2023 17:10 Ekkert bendir til að palestínskir blaðamenn hafi vitað af árás Hamas á Ísrael áður en hún var framin. AP/Ohad Zwigenberg Framkvæmdastjóri HonestReporting segir samtökin aðeins hafa verið að velta upp spurningum þegar þau ýjuðu að því að palestínskir blaðaljósmyndarar hafi vitað af árás Hamas á Ísrael þann 7. október fyrir fram. Ekkert bendi til að ljósmyndararnir hafi vitað af árásinni fyrirfram. HonestReporting eru ísraelsk samtök og er yfirlýst markmið þeirra að berjast gegn falsfréttum um Ísrael og síonisma. Samtökin ýjuðu að því í vikunni að palestínskir ljósmyndarar hafi fengið upplýsingar um fyrirhugaða árás Hamas á Ísrael 7. október. Þessar „vangaveltur“ samtakanna leiddu til þess að samskiptaráðherra Ísrael, leiðtogi stjórnarandstöðunnar og fleiri þingmenn sökuðu blaðamennina um að hafa verið viðstaddir þegar árásirnar fóru fram og þeir hafi verið þátttakendur í atburðarrásinni. Tveir stjórnmálamenn gengu svo langt að ýja að því að blaðaljósmyndarana ætti að drepa. Ljósmyndararnir hafa margir hverjir verið í verktakavinnu fyrir fjölmiðla á borð við CNN, The New York Times, AP og Reuters. Miðlarnir fjórir gáfu allir út yfirlýsingu í gær þar sem þeir tóku fyrir það að þeir hafi vitað af árásinni fyrir fram. Gil Hoffmann, framkvæmdastjóri HonestReporting og fyrrverandi blaðamaður hjá The Jerusalem Post, segir í samtali við fréttastofu AP að samtökin hafi ekki haft neinar upplýsingar í höndum sem renndu stoðum undir þetta. Hann hafi verið ánægður og sáttur með þau svör ljósmyndaranna, sem hafi haft samband við samtökin í kjölfarið. „Þetta voru mikilvægar spurningar sem þurfti að fá svör við,“ segir Hoffmann. Fram kom í yfirlýsingu New York Times í gær að Yousef Masoud, sem tók ljósmynd af því þegar Hamas-liðar lögðu undir sig ísraelskan skriðdreka og var notuð bæði af NYT og AP, hafi ekki vitað af árásinni fyrir fram. Fyrstu ljósmyndirnar sem hann tók þennan dag hafi verið teknar 90 mínútum eftir að árásin hófst. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Fjölmiðlar Tengdar fréttir Hamas og aðrir vopnaðir hópar verði að leysa gísla úr haldi Amnesty International ítrekar ákall sitt um að óbreyttir borgarar í gíslingu á hernumdum svæðum á Gaza verði leystir úr haldi án tafar og skilyrðislaust. Á meðal gísla eru börn. Hamas og aðrir vopnaðir hópar hafa haldið þeim í gíslingu í mánuð eða frá 7. október. 10. nóvember 2023 11:07 Netanyahu segir Ísraela hvorki vilja sigra, hernema né stjórna Gasa Benjamin Netanyahu segir Ísrael ekki hafa í hyggju að sigra, hernema né stjórna Gasa eftir að stríðinu við Hamas lýkur. Hins vegar þurfi að tryggja að hægt sé að senda „trúverðugt afl“ inn á svæðið ef nauðsyn krefur, til að hindra uppgang hryðjuverkasamtaka. 10. nóvember 2023 06:54 Blaðamenn á Gasa grunaðir um að hafa vitað af árásunum Samskiptaráðherra Ísrael hefur sakað blaðamenn á Gasa sem vinna í verktakavinnu fyrir erlenda miðla um að hafa haft vitneskju um árásir Hamas-liða 7. október síðastliðinn, áður en þeir létu til skarar skríða. 10. nóvember 2023 08:40 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Sjá meira
HonestReporting eru ísraelsk samtök og er yfirlýst markmið þeirra að berjast gegn falsfréttum um Ísrael og síonisma. Samtökin ýjuðu að því í vikunni að palestínskir ljósmyndarar hafi fengið upplýsingar um fyrirhugaða árás Hamas á Ísrael 7. október. Þessar „vangaveltur“ samtakanna leiddu til þess að samskiptaráðherra Ísrael, leiðtogi stjórnarandstöðunnar og fleiri þingmenn sökuðu blaðamennina um að hafa verið viðstaddir þegar árásirnar fóru fram og þeir hafi verið þátttakendur í atburðarrásinni. Tveir stjórnmálamenn gengu svo langt að ýja að því að blaðaljósmyndarana ætti að drepa. Ljósmyndararnir hafa margir hverjir verið í verktakavinnu fyrir fjölmiðla á borð við CNN, The New York Times, AP og Reuters. Miðlarnir fjórir gáfu allir út yfirlýsingu í gær þar sem þeir tóku fyrir það að þeir hafi vitað af árásinni fyrir fram. Gil Hoffmann, framkvæmdastjóri HonestReporting og fyrrverandi blaðamaður hjá The Jerusalem Post, segir í samtali við fréttastofu AP að samtökin hafi ekki haft neinar upplýsingar í höndum sem renndu stoðum undir þetta. Hann hafi verið ánægður og sáttur með þau svör ljósmyndaranna, sem hafi haft samband við samtökin í kjölfarið. „Þetta voru mikilvægar spurningar sem þurfti að fá svör við,“ segir Hoffmann. Fram kom í yfirlýsingu New York Times í gær að Yousef Masoud, sem tók ljósmynd af því þegar Hamas-liðar lögðu undir sig ísraelskan skriðdreka og var notuð bæði af NYT og AP, hafi ekki vitað af árásinni fyrir fram. Fyrstu ljósmyndirnar sem hann tók þennan dag hafi verið teknar 90 mínútum eftir að árásin hófst.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Fjölmiðlar Tengdar fréttir Hamas og aðrir vopnaðir hópar verði að leysa gísla úr haldi Amnesty International ítrekar ákall sitt um að óbreyttir borgarar í gíslingu á hernumdum svæðum á Gaza verði leystir úr haldi án tafar og skilyrðislaust. Á meðal gísla eru börn. Hamas og aðrir vopnaðir hópar hafa haldið þeim í gíslingu í mánuð eða frá 7. október. 10. nóvember 2023 11:07 Netanyahu segir Ísraela hvorki vilja sigra, hernema né stjórna Gasa Benjamin Netanyahu segir Ísrael ekki hafa í hyggju að sigra, hernema né stjórna Gasa eftir að stríðinu við Hamas lýkur. Hins vegar þurfi að tryggja að hægt sé að senda „trúverðugt afl“ inn á svæðið ef nauðsyn krefur, til að hindra uppgang hryðjuverkasamtaka. 10. nóvember 2023 06:54 Blaðamenn á Gasa grunaðir um að hafa vitað af árásunum Samskiptaráðherra Ísrael hefur sakað blaðamenn á Gasa sem vinna í verktakavinnu fyrir erlenda miðla um að hafa haft vitneskju um árásir Hamas-liða 7. október síðastliðinn, áður en þeir létu til skarar skríða. 10. nóvember 2023 08:40 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Sjá meira
Hamas og aðrir vopnaðir hópar verði að leysa gísla úr haldi Amnesty International ítrekar ákall sitt um að óbreyttir borgarar í gíslingu á hernumdum svæðum á Gaza verði leystir úr haldi án tafar og skilyrðislaust. Á meðal gísla eru börn. Hamas og aðrir vopnaðir hópar hafa haldið þeim í gíslingu í mánuð eða frá 7. október. 10. nóvember 2023 11:07
Netanyahu segir Ísraela hvorki vilja sigra, hernema né stjórna Gasa Benjamin Netanyahu segir Ísrael ekki hafa í hyggju að sigra, hernema né stjórna Gasa eftir að stríðinu við Hamas lýkur. Hins vegar þurfi að tryggja að hægt sé að senda „trúverðugt afl“ inn á svæðið ef nauðsyn krefur, til að hindra uppgang hryðjuverkasamtaka. 10. nóvember 2023 06:54
Blaðamenn á Gasa grunaðir um að hafa vitað af árásunum Samskiptaráðherra Ísrael hefur sakað blaðamenn á Gasa sem vinna í verktakavinnu fyrir erlenda miðla um að hafa haft vitneskju um árásir Hamas-liða 7. október síðastliðinn, áður en þeir létu til skarar skríða. 10. nóvember 2023 08:40