Gerðu árásir á 600 skotmörk á síðustu 24 klukkustundum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. október 2023 06:48 Menn syrgja látið barn við líkhús í Khan Younis. AP/Fatima Shbair Ísraelsher segist hafa gert árásir á um 600 skotmörk á síðustu 24 klukkustundum, meðal annars í nágrenni við Al-Azhar háskólanum sem stendur nærri miðborg Gasa borgar. Að sögn talsmanna hersins voru vopnageymslur, felustaðir og fundarstaðir Hamas meðal skotmarka. Ísraelar virðast einnig hafa gert árásir á skotmörk í Sýrlandi og Líbanon um helgina auk þess sem fregnir hafa borist af tveimur aðgerðum í Jenin-flóttamannabúðunum á Vesturbakkanum. Tveir Palestínumenn eru sagðir hafa látist. Frásögnum af aðgerðunum ber ekki saman en samkvæmt palestínska ríkismiðlinum WAFA var um 100 brynvörðum farartækjum ekið inn í búðirnar. Þá segir Al Jazeera að Ísraelher hafi neytt fjölskyldur til að rýma fjölbýlishús í Jenin og tekið af rafmagnið. Vatnsskortur hefur neytt íbúa Gasa til að þvo föt sín og eldhústól í sjónum.AP/Mohammed Dahman Jerusalem Post segir að komið hafi til átaka á milli Ísraelshers og „palestínskra hryðjuverkamanna“ en herinn hefur ekki tjáð sig um aðgerðir á Vesturbakkanum. Reuters hefur eftir íbúum í norðurhluta Gasa að merkjanleg aukning hafi orðið á loftárásum og öðrum sprengingum í morgun. Árásirnar eru sagðar hafa hæft skotmörk nærri Shifa og Al-Quds sjúkrahúsunum. Þá segir að komið hafi til átaka milli hersveita Ísrael og palestínskra bardagamanna austur af borginni Khan Younis. Fregnirnar eru hafðar eftir palestínskum heimildum. Samkvæmt Reuters hafa hvorki Hamas né Ísraelsher tjáð sig um átökin. Þúsundir stuðningsmanna trúarlega stjórnmálaflokksins Jamat-e-Islami tóku þátt í mótmælum gegn aðgerðum Ísraelshers í Islamabad í Pakistan.AP/W.K. Yousafizai Sameinuðu þjóðirnar segja 33 flutningabifreiðum til viðbótar hafa verið hleypt inn á Gasa með hjálpargögn, þar á meðal mat- og hreinlætisvörur. Um fimmtán bifreiðar eru sagðar hafa flutt heilbrigðisgögn. Um 117 eða 118 flutningabifreiðar alls hafa farið yfir landamærin en þar af fluttu að minnsta kosti 70 heilbrigðisgögn og þrettán vatn og hreinlætisvörur. Joe Biden Bandaríkjaforseti ræddi við Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, og Abdel Fattah al-Sisi, forseta Egyptalands, í gær. Er hann sagður hafa ítrekað þá afstöðu Bandaríkjanna að Ísraelar hefðu fullan rétt að verja sig en að það þyrfti að gera þannig að aðgerðir beindust ekki að almennum borgurum. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Hernaður Palestína Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Waltz bolað úr starfi af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Sjá meira
Að sögn talsmanna hersins voru vopnageymslur, felustaðir og fundarstaðir Hamas meðal skotmarka. Ísraelar virðast einnig hafa gert árásir á skotmörk í Sýrlandi og Líbanon um helgina auk þess sem fregnir hafa borist af tveimur aðgerðum í Jenin-flóttamannabúðunum á Vesturbakkanum. Tveir Palestínumenn eru sagðir hafa látist. Frásögnum af aðgerðunum ber ekki saman en samkvæmt palestínska ríkismiðlinum WAFA var um 100 brynvörðum farartækjum ekið inn í búðirnar. Þá segir Al Jazeera að Ísraelher hafi neytt fjölskyldur til að rýma fjölbýlishús í Jenin og tekið af rafmagnið. Vatnsskortur hefur neytt íbúa Gasa til að þvo föt sín og eldhústól í sjónum.AP/Mohammed Dahman Jerusalem Post segir að komið hafi til átaka á milli Ísraelshers og „palestínskra hryðjuverkamanna“ en herinn hefur ekki tjáð sig um aðgerðir á Vesturbakkanum. Reuters hefur eftir íbúum í norðurhluta Gasa að merkjanleg aukning hafi orðið á loftárásum og öðrum sprengingum í morgun. Árásirnar eru sagðar hafa hæft skotmörk nærri Shifa og Al-Quds sjúkrahúsunum. Þá segir að komið hafi til átaka milli hersveita Ísrael og palestínskra bardagamanna austur af borginni Khan Younis. Fregnirnar eru hafðar eftir palestínskum heimildum. Samkvæmt Reuters hafa hvorki Hamas né Ísraelsher tjáð sig um átökin. Þúsundir stuðningsmanna trúarlega stjórnmálaflokksins Jamat-e-Islami tóku þátt í mótmælum gegn aðgerðum Ísraelshers í Islamabad í Pakistan.AP/W.K. Yousafizai Sameinuðu þjóðirnar segja 33 flutningabifreiðum til viðbótar hafa verið hleypt inn á Gasa með hjálpargögn, þar á meðal mat- og hreinlætisvörur. Um fimmtán bifreiðar eru sagðar hafa flutt heilbrigðisgögn. Um 117 eða 118 flutningabifreiðar alls hafa farið yfir landamærin en þar af fluttu að minnsta kosti 70 heilbrigðisgögn og þrettán vatn og hreinlætisvörur. Joe Biden Bandaríkjaforseti ræddi við Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, og Abdel Fattah al-Sisi, forseta Egyptalands, í gær. Er hann sagður hafa ítrekað þá afstöðu Bandaríkjanna að Ísraelar hefðu fullan rétt að verja sig en að það þyrfti að gera þannig að aðgerðir beindust ekki að almennum borgurum.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Hernaður Palestína Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Waltz bolað úr starfi af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Sjá meira