Erlent

Kosið á milli tveggja efstu í Argentínu

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Sergio Massa er núverandi efnahagsráðherra og frambjóðandi stærsta stjórnarflokksins í landinu.
Sergio Massa er núverandi efnahagsráðherra og frambjóðandi stærsta stjórnarflokksins í landinu. AP Photo/Mario De Fina

Kosið verður á ný á milli tveggja efstu í forsetakosningunum í Argentínu sem fram fóru í gær.

Úrslitin komu nokkuð á óvart þar sem núverandi efnahagsráðherra landsins, vinstrimaðurinn Sergio Massa fékk flest atkvæði, eða 35 prósent. Hægrimanninum Javier Milei hafði verið spáð sigri í kosningunum en hann náði aðeins 30 prósentum atkvæðanna.

Í ljósi þess að enginn einn frambjóðandi náði 45 prósentum eða meira þarf að kjósa aftur á milli þeirra tveggja efstu.

Árangur Massa kom mörgum á óvart en mikil efnahagskrísa er nú í Argentínu og verðbólgan mælist 140 prósent. Því hafði verið búist við því að kjósendur myndu refsa efnahagsráðherranum fyrir það en svo fór þó ekki.

Javier Milei hafði farið mikinn í kosningabaráttunni og vill meðal annars leggja niður seðlabanka landsins.AP Photo/Natacha Pisarenko

Hægrimaðurinn Milei hafði farið mikinn í kosningabaráttunni og hafði hann meðal annars lofað því að leggja niður seðlabanka landsins og taka upp Bandaríkjadollar sem gjaldmiðil í stað argentínska pesósins.

Seinni umferð kosninganna fer fram þann 19. nóvember næstkomandi.


Tengdar fréttir

Verð­bólgan rýfur hundrað prósenta múrinn

Verðbólgan í Argentínu er komin í 102 prósent. Verðbólgan hefur verið yfir tuttugu prósent nú í fimm ár en aldrei hefur hún farið í þriggja stafa tölu áður. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×