Dómari hótar að fangelsa Trump Samúel Karl Ólason skrifar 20. október 2023 16:27 Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna. AP/Michael M Santiago Dómari í New York hefur hótað því að fangelsa Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, vegna færslu um aðstoðarmann dómarans á samfélagsmiðlum. Færslan er brot á skipun dómarans um að Trump mætti ekki tjá sig opinberlega um starfsmenn dómsins. Arthur Engoron, umræddur dómari, situr yfir réttarhöldum gegn Trump í máli þar sem hann hefur verið sakfelldur fyrir að gera of lítið eða of mikið úr eigum sínum, eftir því hvað hentar honum hverju sinni. Þannig er Trump sagður hafa platað banka og tryggingafyrirtæki frá árinu 2011 til ársins 2021. Saksóknarar hafa farið fram á að Trump verði gert að greiða 250 milljónir dala í sekt og honum og sonum hans verði bannað stunda viðskipti í New York. Þá verði fyrirtæki hans meinað að sýsla með fasteignir í ríkinu í fimm ár. Sjá einnig: Hafi hagnast um hundrað milljónir dala á haugalygi Engoron bannaði Trump nýverið að tjá sig opinberlega um starfsmenn dómsins, eftir að Trump birti færslu á sínum eigin samfélagsmiðli, Truth Social, þar sem hann gerði lítið úr Allison Greenfield, aðstoðarmanni dómarans. Í frétt NBC News er farið yfir hvernigTrump hefur einnig gagnrýnt Engoron sjálfan í opinberum yfirlýsingum og fjáröflunartölvupóstum. Sjá einnig: Dómari bannar Trump að tjá sig opinberlega um starfsmenn dómsins Þessi færsla var þó ekki fjarlægð af kosningavef Trumps fyrr en í gærkvöldi, eftir að dómarinn kvartaði yfir því. Í dómsal í morgun sagði Engoron lygar sem þessar gætu og hefðu leitt til líkamlegs skaða fólks. Þá spurði hann af hverju hann ætti ekki að sekta Trump eða fangelsa hann. Lögmaður Trumps svaraði á þann veg að um mistök hefði verið að ræða. Starfsmönnum Trumps hefði yfirsést færslan á vefsíðunni og að hún hefði verið fjarlægð um leið og bent var á hana. Engoron sagðist ætla að taka það til íhugunar en sagði að Trump bæri ábyrgð á því sem birtist á kosningasíðu hans. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Játar og gæti borið vitni gegn Trump Lögmaðurinn Sydney Powell, sem tók virkan þátt í tilraunum Donalds Trump, fyrrverandi forseta, við að reyna að snúa úrslitum forsetakosninganna 2020, hefur gengist við brotum sínum í Georgíu. Hún hefur gert samkomulag um að bera vitni gegn öðrum sakborningum, þeirra á meðal Trump, og var dæmd á sex ára skilorð. 19. október 2023 15:29 Ver fúlgum fjár í lögmenn Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, halar inn peningum frá stuðningsmönnum sínum en ver stórum hluta peninganna í lögfræðingakostnað. Á sama tíma aflar hann fjár á grundvelli dómsmála gegn honum. 18. október 2023 08:14 Ræddi ríkisleyndarmál við ástralskan auðjöfur Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, er talinn hafa sagt áströlskum auðjöfri ríkisleyndarmál um bandaríska kjarnorkukafbáta og kjarnorkuvopn. Þetta er Trump sagður hafa gert á viðburði í Mar-a-Lago, heimili og sveitaklúbbi hans, eftir að hann flutti úr Hvíta húsinu. 6. október 2023 09:11 Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Sjá meira
Arthur Engoron, umræddur dómari, situr yfir réttarhöldum gegn Trump í máli þar sem hann hefur verið sakfelldur fyrir að gera of lítið eða of mikið úr eigum sínum, eftir því hvað hentar honum hverju sinni. Þannig er Trump sagður hafa platað banka og tryggingafyrirtæki frá árinu 2011 til ársins 2021. Saksóknarar hafa farið fram á að Trump verði gert að greiða 250 milljónir dala í sekt og honum og sonum hans verði bannað stunda viðskipti í New York. Þá verði fyrirtæki hans meinað að sýsla með fasteignir í ríkinu í fimm ár. Sjá einnig: Hafi hagnast um hundrað milljónir dala á haugalygi Engoron bannaði Trump nýverið að tjá sig opinberlega um starfsmenn dómsins, eftir að Trump birti færslu á sínum eigin samfélagsmiðli, Truth Social, þar sem hann gerði lítið úr Allison Greenfield, aðstoðarmanni dómarans. Í frétt NBC News er farið yfir hvernigTrump hefur einnig gagnrýnt Engoron sjálfan í opinberum yfirlýsingum og fjáröflunartölvupóstum. Sjá einnig: Dómari bannar Trump að tjá sig opinberlega um starfsmenn dómsins Þessi færsla var þó ekki fjarlægð af kosningavef Trumps fyrr en í gærkvöldi, eftir að dómarinn kvartaði yfir því. Í dómsal í morgun sagði Engoron lygar sem þessar gætu og hefðu leitt til líkamlegs skaða fólks. Þá spurði hann af hverju hann ætti ekki að sekta Trump eða fangelsa hann. Lögmaður Trumps svaraði á þann veg að um mistök hefði verið að ræða. Starfsmönnum Trumps hefði yfirsést færslan á vefsíðunni og að hún hefði verið fjarlægð um leið og bent var á hana. Engoron sagðist ætla að taka það til íhugunar en sagði að Trump bæri ábyrgð á því sem birtist á kosningasíðu hans.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Játar og gæti borið vitni gegn Trump Lögmaðurinn Sydney Powell, sem tók virkan þátt í tilraunum Donalds Trump, fyrrverandi forseta, við að reyna að snúa úrslitum forsetakosninganna 2020, hefur gengist við brotum sínum í Georgíu. Hún hefur gert samkomulag um að bera vitni gegn öðrum sakborningum, þeirra á meðal Trump, og var dæmd á sex ára skilorð. 19. október 2023 15:29 Ver fúlgum fjár í lögmenn Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, halar inn peningum frá stuðningsmönnum sínum en ver stórum hluta peninganna í lögfræðingakostnað. Á sama tíma aflar hann fjár á grundvelli dómsmála gegn honum. 18. október 2023 08:14 Ræddi ríkisleyndarmál við ástralskan auðjöfur Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, er talinn hafa sagt áströlskum auðjöfri ríkisleyndarmál um bandaríska kjarnorkukafbáta og kjarnorkuvopn. Þetta er Trump sagður hafa gert á viðburði í Mar-a-Lago, heimili og sveitaklúbbi hans, eftir að hann flutti úr Hvíta húsinu. 6. október 2023 09:11 Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Sjá meira
Játar og gæti borið vitni gegn Trump Lögmaðurinn Sydney Powell, sem tók virkan þátt í tilraunum Donalds Trump, fyrrverandi forseta, við að reyna að snúa úrslitum forsetakosninganna 2020, hefur gengist við brotum sínum í Georgíu. Hún hefur gert samkomulag um að bera vitni gegn öðrum sakborningum, þeirra á meðal Trump, og var dæmd á sex ára skilorð. 19. október 2023 15:29
Ver fúlgum fjár í lögmenn Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, halar inn peningum frá stuðningsmönnum sínum en ver stórum hluta peninganna í lögfræðingakostnað. Á sama tíma aflar hann fjár á grundvelli dómsmála gegn honum. 18. október 2023 08:14
Ræddi ríkisleyndarmál við ástralskan auðjöfur Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, er talinn hafa sagt áströlskum auðjöfri ríkisleyndarmál um bandaríska kjarnorkukafbáta og kjarnorkuvopn. Þetta er Trump sagður hafa gert á viðburði í Mar-a-Lago, heimili og sveitaklúbbi hans, eftir að hann flutti úr Hvíta húsinu. 6. október 2023 09:11