Hafi hagnast um hundrað milljónir dala á haugalygi Árni Sæberg skrifar 2. október 2023 21:54 Trump tók til máls þegar rétturinn tók hádegishlé í dag. Michael M. Santiago/Getty Saksóknari í New York í Bandaríkjunum sagði við upphaf réttarhalda yfir Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, að hann hefði hagnast um ríflega hundrað milljónir Bandaríkjadala með því að ljúga til um verðmæti eignasafns síns. Réttarhöld í máli á hendur forsetanum fyrrverandi hófust í New York í morgun. Dómari í málinu komst að þeirri niðurstöðu í síðustu að hann hefði bakað sér bótaskyldu með því að ljúga til um ríkidæmi sitt í fjölmörgum tilvikum og platað þannig banka og tryggingafyrirtæki á löngu tímabili, eða frá árinu 2011 til 2021. Dómarinn sagði að hann hefði, auk tveggja sona hans, Donald ygri og Eric, ofmetið virði fyrirtækis síns um allt að 2,2 milljarða dollara sem hefði á móti fært þeim milljónir dollara í sparnað. Málsaðilar, það er að segja verjendur Trumpfeðga og saksóknarinn höfðu farið fram á að dómari myndi úrskurða í málinu áður en réttarhöldin hæfust, en þeim er ætlað að skera úr um hversu háa sekt feðgarnir þurfa að greiða fyrir svindlið. Fer fram á 250 milljóna dala sekt Saksóknarinn Letitia James krefst þess að Trump verði dæmdur til greiðslu 250 milljóna Bandaríkjadala, að honum og sonum hans verði bannað að stunda viðskipti í New York og að honum og fyrirtæki hans verði bannað að sýsla með fasteignir í ríkinu í fimm ár. Áður en réttarhöldin hófust í morgun sagði Trump við fréttamenn að málið væri sviksamlegt og höfðað sem hluti af pólitískri herferð gegn honum. Þá sagði hann að James, sem er demókrati, væri „spillt manneskja, skelfileg manneskja.“ Þá fór hann ekki fögrum orðum um Arthur Engoron, dómarann í málinu. Hann sagði hann hlutdrægan demókrata sem nýtti málið til þess að hafa áhrif á forsetakosningarnar vestanhafs á næsta ári. „Þetta er dómari sem ætti að svipta lögmannsréttindum. Þetta er dómari sem ætti að setja úr starfi,“ hefur Reuters eftir honum. Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Vill að dómarinn stígi til hliðar Lögmenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, hafa lagt fram kröfu um að dómarinn Tanya Chutkan stígi til hliðar. Það á hún að gera á þeim grundvelli að hún hafi sýnt fram á óhlutlægni í garð Trumps. 11. september 2023 22:53 „Þessi yfirlýsing er virðislaus“ Letitia James, ríkissaksóknari New York-ríkis, hefur beðið dómara um að kanna hvort Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hafi ofmetið háhýsi sín, golfvelli og aðra eignir í ríkinu um meira en tvo milljarða dala. James hefur sakað Trump og börn hans um umfangsmikil fjársvik. 31. ágúst 2023 15:13 Græddi tæpan milljarð á fangamyndinni Myndin sem tekin var af Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, þegar hann gaf sig fram í Fulton sýslu á fimmtudag, hefur með varningssölu skilað 7,1 milljón Bandaríkjadala í kosningasjóð Trump. 27. ágúst 2023 13:39 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Sjá meira
Réttarhöld í máli á hendur forsetanum fyrrverandi hófust í New York í morgun. Dómari í málinu komst að þeirri niðurstöðu í síðustu að hann hefði bakað sér bótaskyldu með því að ljúga til um ríkidæmi sitt í fjölmörgum tilvikum og platað þannig banka og tryggingafyrirtæki á löngu tímabili, eða frá árinu 2011 til 2021. Dómarinn sagði að hann hefði, auk tveggja sona hans, Donald ygri og Eric, ofmetið virði fyrirtækis síns um allt að 2,2 milljarða dollara sem hefði á móti fært þeim milljónir dollara í sparnað. Málsaðilar, það er að segja verjendur Trumpfeðga og saksóknarinn höfðu farið fram á að dómari myndi úrskurða í málinu áður en réttarhöldin hæfust, en þeim er ætlað að skera úr um hversu háa sekt feðgarnir þurfa að greiða fyrir svindlið. Fer fram á 250 milljóna dala sekt Saksóknarinn Letitia James krefst þess að Trump verði dæmdur til greiðslu 250 milljóna Bandaríkjadala, að honum og sonum hans verði bannað að stunda viðskipti í New York og að honum og fyrirtæki hans verði bannað að sýsla með fasteignir í ríkinu í fimm ár. Áður en réttarhöldin hófust í morgun sagði Trump við fréttamenn að málið væri sviksamlegt og höfðað sem hluti af pólitískri herferð gegn honum. Þá sagði hann að James, sem er demókrati, væri „spillt manneskja, skelfileg manneskja.“ Þá fór hann ekki fögrum orðum um Arthur Engoron, dómarann í málinu. Hann sagði hann hlutdrægan demókrata sem nýtti málið til þess að hafa áhrif á forsetakosningarnar vestanhafs á næsta ári. „Þetta er dómari sem ætti að svipta lögmannsréttindum. Þetta er dómari sem ætti að setja úr starfi,“ hefur Reuters eftir honum.
Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Vill að dómarinn stígi til hliðar Lögmenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, hafa lagt fram kröfu um að dómarinn Tanya Chutkan stígi til hliðar. Það á hún að gera á þeim grundvelli að hún hafi sýnt fram á óhlutlægni í garð Trumps. 11. september 2023 22:53 „Þessi yfirlýsing er virðislaus“ Letitia James, ríkissaksóknari New York-ríkis, hefur beðið dómara um að kanna hvort Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hafi ofmetið háhýsi sín, golfvelli og aðra eignir í ríkinu um meira en tvo milljarða dala. James hefur sakað Trump og börn hans um umfangsmikil fjársvik. 31. ágúst 2023 15:13 Græddi tæpan milljarð á fangamyndinni Myndin sem tekin var af Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, þegar hann gaf sig fram í Fulton sýslu á fimmtudag, hefur með varningssölu skilað 7,1 milljón Bandaríkjadala í kosningasjóð Trump. 27. ágúst 2023 13:39 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Sjá meira
Vill að dómarinn stígi til hliðar Lögmenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, hafa lagt fram kröfu um að dómarinn Tanya Chutkan stígi til hliðar. Það á hún að gera á þeim grundvelli að hún hafi sýnt fram á óhlutlægni í garð Trumps. 11. september 2023 22:53
„Þessi yfirlýsing er virðislaus“ Letitia James, ríkissaksóknari New York-ríkis, hefur beðið dómara um að kanna hvort Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hafi ofmetið háhýsi sín, golfvelli og aðra eignir í ríkinu um meira en tvo milljarða dala. James hefur sakað Trump og börn hans um umfangsmikil fjársvik. 31. ágúst 2023 15:13
Græddi tæpan milljarð á fangamyndinni Myndin sem tekin var af Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, þegar hann gaf sig fram í Fulton sýslu á fimmtudag, hefur með varningssölu skilað 7,1 milljón Bandaríkjadala í kosningasjóð Trump. 27. ágúst 2023 13:39