Semja um neyðaraðstoð en segja hana háða framgöngu Hamas Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. október 2023 06:49 Um það bil 150 flutningabifreiðar bíða við landamærin en 20 verður hleypt yfir til að byrja með. Getty/Mahmoud Khaled Eftir margra klukkustunda langan fund Joe Biden Bandaríkjaforseta og Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, í gær samþykktu Ísraelsmenn að hleypa neyðaraðstoð til handa íbúum Gasa yfir landamærin við Egyptaland. Alls verður 20 flutningabifreiðum hleypt yfir landamærin en Biden sagði í gær að samkomulagið væri háð eftirliti. Ef Hamas-samtökin yrðu uppvís að því að stela neyðarbirgðunum eða beina þeim annað en þær ættu að fara þýddi það að samtökin hefðu enga samúð með Palestínumönnum og að alþjóðasamfélagið gæti ekki komið til aðstoðar. Biden sagðist vonast til þess að neyðaraðstoð færi að berast frá og með föstudegi en hinar 20 bifreiðar væru aðeins fyrsti hlutinn. Um það bil 150 bifreiðar alls biðu þess að komast yfir landamærin. Neyðargögnin verða undir eftirliti Sameinuðu þjóðanna, að sögn utanríkisráðherra Egyptalands. Sheik Hassan Yousef, pólitískur leiðtogi Hamas á Vesturbakkanum, segist telja að samtökin myndu samþykkja að láta gísla lausa ef samið yrði um 24 klukkustunda vopnahlé til að hleypa neyðaraðstoð inn á Gasa. Samtökin hefðu engan áhuga á að halda börnum og konum og væru viljug til að sleppa þeim og erlendum ríkisborgurum gegn fyrrnefndum skilyrðum. Stúlku bjargað úr húsarústum í Khan Yunis.Getty/Ahmad Hasaballah Bandaríkjamenn beittu neitunarvaldi sínu við atkvæðagreiðslu í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í gær þegar kosið var um ályktun þar sem skorað var á Ísrael að stöðva átök, endurkalla tilskipun um rýmingu norðurhluta Gasa og heimila neyðaraðstoð á svæðinu. Linda Thomas-Greenfield, sendiherra Bandaríkjanna við Sameinuðu þjóðirnar, sagði ályktunina hins vegar óásættanlega þar sem hvergi væri minnst á rétt Ísraelsmanna til að verja sig. Bretar sátu hjá þar sem ekki var minnst á það hvernig Hamas væri að fela sig á bak við almenna borgara. Frakkar og Japanir greiddu atkvæði með tillögunni, sem og Rússar og Kínverjar. Xi Jinping, forseti Kína, sagði í samtali við Mostafa Madbouli, forsætisráðherra Egyptalands í gær, að Kínverjar vildu vinna með Egyptum að því að tryggja stöðugleika í Mið-Austurlöndum. Árásir Ísraelsmanna á Gasa hafa haldið áfram en herinn segir skotmörkin innviði Hamas-samtakanna. Yfirvöld á Gasa segja að minnsta kosti sjö Palestínumenn látna eftir árásir næturinnar. Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, er lentur í Tel Aviv, þar sem hann mun funda með Netanyahu og forsetanum Isaac Herzog. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Bandaríkin Hernaður Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira
Alls verður 20 flutningabifreiðum hleypt yfir landamærin en Biden sagði í gær að samkomulagið væri háð eftirliti. Ef Hamas-samtökin yrðu uppvís að því að stela neyðarbirgðunum eða beina þeim annað en þær ættu að fara þýddi það að samtökin hefðu enga samúð með Palestínumönnum og að alþjóðasamfélagið gæti ekki komið til aðstoðar. Biden sagðist vonast til þess að neyðaraðstoð færi að berast frá og með föstudegi en hinar 20 bifreiðar væru aðeins fyrsti hlutinn. Um það bil 150 bifreiðar alls biðu þess að komast yfir landamærin. Neyðargögnin verða undir eftirliti Sameinuðu þjóðanna, að sögn utanríkisráðherra Egyptalands. Sheik Hassan Yousef, pólitískur leiðtogi Hamas á Vesturbakkanum, segist telja að samtökin myndu samþykkja að láta gísla lausa ef samið yrði um 24 klukkustunda vopnahlé til að hleypa neyðaraðstoð inn á Gasa. Samtökin hefðu engan áhuga á að halda börnum og konum og væru viljug til að sleppa þeim og erlendum ríkisborgurum gegn fyrrnefndum skilyrðum. Stúlku bjargað úr húsarústum í Khan Yunis.Getty/Ahmad Hasaballah Bandaríkjamenn beittu neitunarvaldi sínu við atkvæðagreiðslu í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í gær þegar kosið var um ályktun þar sem skorað var á Ísrael að stöðva átök, endurkalla tilskipun um rýmingu norðurhluta Gasa og heimila neyðaraðstoð á svæðinu. Linda Thomas-Greenfield, sendiherra Bandaríkjanna við Sameinuðu þjóðirnar, sagði ályktunina hins vegar óásættanlega þar sem hvergi væri minnst á rétt Ísraelsmanna til að verja sig. Bretar sátu hjá þar sem ekki var minnst á það hvernig Hamas væri að fela sig á bak við almenna borgara. Frakkar og Japanir greiddu atkvæði með tillögunni, sem og Rússar og Kínverjar. Xi Jinping, forseti Kína, sagði í samtali við Mostafa Madbouli, forsætisráðherra Egyptalands í gær, að Kínverjar vildu vinna með Egyptum að því að tryggja stöðugleika í Mið-Austurlöndum. Árásir Ísraelsmanna á Gasa hafa haldið áfram en herinn segir skotmörkin innviði Hamas-samtakanna. Yfirvöld á Gasa segja að minnsta kosti sjö Palestínumenn látna eftir árásir næturinnar. Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, er lentur í Tel Aviv, þar sem hann mun funda með Netanyahu og forsetanum Isaac Herzog.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Bandaríkin Hernaður Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira