Hafi þrjár klukkustundir til að flýja Gasa Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 15. október 2023 07:56 Palestínumenn aðstoða særða í rústum eftir loftárásir Ísraelsmanna í flóttamannabúðum sem kenndar eru við Rafah. AP Photo/Hatem Ali Þúsundir Palestínumanna halda áfram að flýja frá norðurhluta Gasastrandar í aðdraganda innrásar Ísraelshers. Herinn hefur tilkynnt að innrásin verði gerð á landi, í lofti og af sjó. Íranir hafa hótað Ísraelsmönnum að bregðast við haldi Ísraelar áfram hernaði sínum gegn Gasa. Í umfjöllun breska ríkisútvarpsins kemur fram að Ísraelsher hafi ekki veitt nákvæmari upplýsingar um aðgerðir sínar og hvenær af árásinni verður. Borgurum hefur verið gert af hernum að nýta sér einn veg sem liggur frá Beit Khanoun til Khan Yunis. Eiga þeir að nýta veginn til flótta á milli klukkan 10:00 og 13:00 að staðartíma í dag og heitir herinn því að loftárásum verði ekki beitt þar í grennd á meðan. Upprunalega gaf Ísraelsher borgurum 24 klukkustundir á föstudag til þess að flýja norðurhluta Gasa. Sá tímarammi rann út síðdegis í gær en enn hefur Ísraelsher ekki látið verða af árás sinni. Þúsundir ísraelskra hermanna hafa komið saman við landamærin og heimsótti Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, þá í gær og lofaði því að þeim yrði veittur allur stuðningur sem Ísraelsríki gæti veitt þeim. Í hið minnsta 1300 Ísraelsmenn hafa látist vegna árása Hamas liða og 3400 eru særðir. Óljóst er hve mörgum gíslum Hamas liðar halda á Gasaströndinni. Þá hafa í hið minnsta 2329 Palestínumenn látist í átökunum og rúmlega tíu þúsund manns slasast í loftárásum Ísraelsmanna. Tugir þúsunda íbúa á Gasa hafa yfirgefið heimili sín. Hættan eykst á að átökin breiðist út Þá greina ísraelskir miðlar frá því að írönsk stjórnvöld hafi sent þeim ísraelsku skilaboð vegna árása Ísraela á Gasaströndina. Segjast þau munu skerast í leikinn ef Ísrael lætur ekki af árásum sínum. Utanríkisráðherra landsins, Hossein Amir Abdollahian er sagður hafa hitt Tor Wennesland, erindreka Sameinuðu þjóðanna í Miðausturlöndum í Beirút í gær. Hann er sagður hafa lýst því yfir að írönsk stjórnvöld væri mikið í mun um að koma í veg fyrir að átökin breiddust út en hefðu sín takmörk, sérstaklega ef Ísraelsmenn myndu gera innrás inn á Gasaströnd. Íranir hafa í gegnum árin ítrekað stutt Hamas samtökin á Gasaströndinni í stríði þeirra gegn Ísrael, sem og Hisbolla í Líbanon. Ísraelsk stjórnvöld hafa sakað þau írönsku um að styrkja vígahópa í Sýrlandi um vopn og létu meðal annars til skara skríða í gærkvöldi gegn flugvöllum í landinu. Sögðu heimildarmenn Reuters að ljóst væri að ísraelsk stjórnvöld væru með þessu að hefta birgðaflutningar frá Íran til Sýrlands. Nokkrir dagar eru síðan að Ísraelsher gerði loftárásir á flugvelli í landinu, í von um að eyðileggja flugbrautir. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Sjá meira
Í umfjöllun breska ríkisútvarpsins kemur fram að Ísraelsher hafi ekki veitt nákvæmari upplýsingar um aðgerðir sínar og hvenær af árásinni verður. Borgurum hefur verið gert af hernum að nýta sér einn veg sem liggur frá Beit Khanoun til Khan Yunis. Eiga þeir að nýta veginn til flótta á milli klukkan 10:00 og 13:00 að staðartíma í dag og heitir herinn því að loftárásum verði ekki beitt þar í grennd á meðan. Upprunalega gaf Ísraelsher borgurum 24 klukkustundir á föstudag til þess að flýja norðurhluta Gasa. Sá tímarammi rann út síðdegis í gær en enn hefur Ísraelsher ekki látið verða af árás sinni. Þúsundir ísraelskra hermanna hafa komið saman við landamærin og heimsótti Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, þá í gær og lofaði því að þeim yrði veittur allur stuðningur sem Ísraelsríki gæti veitt þeim. Í hið minnsta 1300 Ísraelsmenn hafa látist vegna árása Hamas liða og 3400 eru særðir. Óljóst er hve mörgum gíslum Hamas liðar halda á Gasaströndinni. Þá hafa í hið minnsta 2329 Palestínumenn látist í átökunum og rúmlega tíu þúsund manns slasast í loftárásum Ísraelsmanna. Tugir þúsunda íbúa á Gasa hafa yfirgefið heimili sín. Hættan eykst á að átökin breiðist út Þá greina ísraelskir miðlar frá því að írönsk stjórnvöld hafi sent þeim ísraelsku skilaboð vegna árása Ísraela á Gasaströndina. Segjast þau munu skerast í leikinn ef Ísrael lætur ekki af árásum sínum. Utanríkisráðherra landsins, Hossein Amir Abdollahian er sagður hafa hitt Tor Wennesland, erindreka Sameinuðu þjóðanna í Miðausturlöndum í Beirút í gær. Hann er sagður hafa lýst því yfir að írönsk stjórnvöld væri mikið í mun um að koma í veg fyrir að átökin breiddust út en hefðu sín takmörk, sérstaklega ef Ísraelsmenn myndu gera innrás inn á Gasaströnd. Íranir hafa í gegnum árin ítrekað stutt Hamas samtökin á Gasaströndinni í stríði þeirra gegn Ísrael, sem og Hisbolla í Líbanon. Ísraelsk stjórnvöld hafa sakað þau írönsku um að styrkja vígahópa í Sýrlandi um vopn og létu meðal annars til skara skríða í gærkvöldi gegn flugvöllum í landinu. Sögðu heimildarmenn Reuters að ljóst væri að ísraelsk stjórnvöld væru með þessu að hefta birgðaflutningar frá Íran til Sýrlands. Nokkrir dagar eru síðan að Ísraelsher gerði loftárásir á flugvelli í landinu, í von um að eyðileggja flugbrautir.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Sjá meira