Innlent

Ferðamenn elska íslenska veðrið þó allt sé á floti

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Svona leit tjaldsvæðið á Selfossi út í morgun.
Svona leit tjaldsvæðið á Selfossi út í morgun. Magnús Hlynur Hreiðarsson

Þeim var brugðið ferðamönnunum á tjaldsvæðinu á Selfossi þegar þeir vöknuð í morgun og tjaldsvæðið var allt á floti eftir nóttina og slydda á staðnum. Ferðamennirnir höfðu þó lúmskt gaman af veðrinu og segja það skapa skemmtilega minningar frá Íslandsheimsókninni.

Vetrarfærð var víða um landið í nótt og morgun en íbúar í efri byggðum höfuðborgarsvæðisins vöknuðu upp við hvíta jörð. Björgunarsveitir voru kallaðar út vegna ökumanna sem sátu fastir í bílum á Suðurlandi og var veginum yfir Hellisheiði lokað um tíma vegna færðar. Ferðamönnum á Selfossi brá heldur betur í brún þegar þeir vöknuðu í morgun þar sem tjaldsvæðið var á floti eftir nóttina.

Hannelue Gogevs ferðamaður frá Hollandi og Puryish Shay ferðmaður frá Canada voru meðal gesta á tjaldsvæðinu og Maciej Stachowiak starfsmaður Gesthúsa frá Póllandi var líka á staðnum í morgun. Hann segir að um 100 ferðamenn gisti þar hverja nótt á þessum árstíma enda sé meira enn nóg að gera. Ferðamennirnir hafa góða aðstöðu inn til að matast og þvo af sér.

Maciej Stachowiak starfsmaður Gesthúsa, sem segir að um 100 ferðamenn gisti á tjaldsvæðinu á hverri nóttu þessa dagana.Magnús Hlynur Hreiðarsson


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×