Íslenski boltinn

FH-ingar vígðu hundrað marka vegginn um helgina

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hörður Magnússon, Atli Viðar Björnsson og Steven Lennon áttu allir ótrúlegan tíma hjá FH og röðuðu inn mörkum fyrir félagið.
Hörður Magnússon, Atli Viðar Björnsson og Steven Lennon áttu allir ótrúlegan tíma hjá FH og röðuðu inn mörkum fyrir félagið. Instagram/@fhingar

FH á þrjá leikmenn sem hafa skorað yfir hundrað mörk fyrir karlalið félagsins í öllum keppnum og þeir eru nú komnir með sérvegg í Kaplakrika.

Markaskorararnir þrír, Hörður Magnússon, Atli Viðar Björnsson og Steven Lennon, voru allir viðstaddir þegar veggurinn var vígður um helgina.

Á veggnum má sjá tölfræði þeirra í markaskorun fyrir FH, búning þeirra og eiginhandaráritun.

Í heildina skoraði Hörður 174 mörk fyrir FH í öllum keppnum frá 1985 til 2001. Atli Viðar skoraði alls 130 mörk í öllum keppnum fyrir FH og Lennon var samtals með 118 mörk í FH-búningnum

Atli Viðar er sá eini af þeim sem hefur skorað yfir hundrað mörk í efstu deild fyrir FH. Atli Viðar skoraði 113 mörk í 264 leikjum í efstu deild fyrir FH.

Steven Lennon hefur skorað 88 mörk í 178 fyrir FH í efstu deild og Hörður Magnússon var með 84 mörk í 174 leikjum í efstu deild.

Lennon hefur einnig skorað 22 bikarmörk fyrir FH, Atli Viðar er með 12 bikarmörk fyrir FH en Hörður Magnússon skoraði 23 bikarmörk fyrir FH og skoraði að auki 52 mörk fyrir liðið í B-deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×