Íslenski boltinn

Menningar- og viðskiptaráðherra fór á kostum í Besta þættinum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Mikið var um dýrðir í síðasta þætti Besta þáttarins í sumar.
Mikið var um dýrðir í síðasta þætti Besta þáttarins í sumar. besti þátturinn

Víkingur og Fylkir áttust við í lokaþætti Besta þáttarins í sumar. Menningar- og viðskiptaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, fór á kostum í þættinum.

Lilja og Birnir Snær Ingason, leikmaður Íslands- og bikarmeistarana, kepptu fyrir hönd Víkings. Fulltrúar Fylkis voru Albert Ingason, sparkspekingur og fyrrverandi leikmaður Fylkis, og Ragnar Bragi Sveinsson, fyrirliði liðsins.

Sem fyrr sagði fór Lilja mikinn í þættinum og rakaði inn stigum fyrir Víking í fótboltahlutanum. Keppnin var æsispennandi og úrslitin réðust ekki fyrr en á síðustu spyrnu þáttarins.

Klippa: Besti þátturinn: Víkingur gegn Fylki

Horfa má á Besta þáttinn í spilaranum hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×