Dianne Feinstein, elsti öldungadeilarþingmaðurinn, er látin Samúel Karl Ólason skrifar 29. september 2023 14:48 Dianne Feinstein lést á heimili sínu í Washington DC í gærkvöldi. Hún var níræð. AP/J. Scott Applewhite Dianne Feinstein, elsti öldungadeildarþingmaður Bandaríkjanna, er látin. Feinstein ruddi marga múra niður fyrir konur á sínum langa ferli í stjórnmálum en hún var níutíu ára gömul og hafði glímt við veikindi. Hún er sögð hafa dáið á heimili sínu í gærkvöldi. Í tilkynningu frá starfsfólki hennar segir að Feinstein hafi skilið eftir sig merka arfleið. Hún hafi aldrei skorast undan hólmi og barist fyrir því sem hún taldi réttlátt. Á sama tíma hafi hún verið tilbúin til að starfa með hverjum sem er, jafnvel þó hún væri ósammála viðkomandi, til að bæta líf íbúa Kaliforníu og Bandaríkjanna. „Það eru fáar konur sem geta kallað sig öldungadeildarþingmann, formann, borgarstjóra, eiginkonu, móður og ömmu. Feinstein var náttúruafl sem hafði ótrúleg áhrif á þjóð okkar og heimaríki.“ From the office of Senator Dianne Feinstein: pic.twitter.com/rvcAmVk8O0— Senator Dianne Feinstein (@SenFeinstein) September 29, 2023 Feinstein var kjörin á öldungadeildina fyrir Demókrataflokkinn árið 1992 en var þar áður umfangsmikil í borgarstjórnarmálum San Francisco. Hún varð borgarstjóri þar árið 1978 eftir að George Moscone, borgarstjóri, og Harvey Milk, næstráðandi, voru skotnir til bana í ráðhúsi San Francisco. Hún varð þar með fyrsta konan til að verða borgarstjóri San Francisco. seinna varð hún önnur af tveimur fyrstu konum til að taka sæti í öldungadeildinni fyrir Kaliforníu. Síðan varð hún fyrsta konan til að stýra leyniþjónustumálanefnd öldungadeildarinnar. Sem öldungadeildarþingmaður barðist Feinstein fyrir aukinni umhverfisvernd, réttindum kvenna og hertri löggjöf varðandi eign skotvopna, svo eitthvað sé nefnt. Einn af stærri sigrum hennar á ferlinum var samþykkt árásarvopnabannsins árið 1994, sem bannaði ákveðnar tegundir skotvopna. Bannið rann þó út tíu árum síðar og hefur aldrei verið framlengt. Í veikindafrí og ætlaði að setjast í helgan stein Eins og áður segir hafði Feinstein glímt við heilsuvanda á undanförnum árum. Hún virtist oft rugluð í rýminu og tilkynnti nýverið að hún ætlaði ekki að gefa aftur kost á sér eftir að kjörtímabili hennar lýkur árið 2025. Skömmu eftir þá tilkynningu þurfti hún að fara í nokkurra vikna veikindafrí og sagði hún af formennsku í dómsmálanefnd öldungadeildarinnar eftir kosningarnar 2020. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Innlent Fleiri fréttir Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira
Í tilkynningu frá starfsfólki hennar segir að Feinstein hafi skilið eftir sig merka arfleið. Hún hafi aldrei skorast undan hólmi og barist fyrir því sem hún taldi réttlátt. Á sama tíma hafi hún verið tilbúin til að starfa með hverjum sem er, jafnvel þó hún væri ósammála viðkomandi, til að bæta líf íbúa Kaliforníu og Bandaríkjanna. „Það eru fáar konur sem geta kallað sig öldungadeildarþingmann, formann, borgarstjóra, eiginkonu, móður og ömmu. Feinstein var náttúruafl sem hafði ótrúleg áhrif á þjóð okkar og heimaríki.“ From the office of Senator Dianne Feinstein: pic.twitter.com/rvcAmVk8O0— Senator Dianne Feinstein (@SenFeinstein) September 29, 2023 Feinstein var kjörin á öldungadeildina fyrir Demókrataflokkinn árið 1992 en var þar áður umfangsmikil í borgarstjórnarmálum San Francisco. Hún varð borgarstjóri þar árið 1978 eftir að George Moscone, borgarstjóri, og Harvey Milk, næstráðandi, voru skotnir til bana í ráðhúsi San Francisco. Hún varð þar með fyrsta konan til að verða borgarstjóri San Francisco. seinna varð hún önnur af tveimur fyrstu konum til að taka sæti í öldungadeildinni fyrir Kaliforníu. Síðan varð hún fyrsta konan til að stýra leyniþjónustumálanefnd öldungadeildarinnar. Sem öldungadeildarþingmaður barðist Feinstein fyrir aukinni umhverfisvernd, réttindum kvenna og hertri löggjöf varðandi eign skotvopna, svo eitthvað sé nefnt. Einn af stærri sigrum hennar á ferlinum var samþykkt árásarvopnabannsins árið 1994, sem bannaði ákveðnar tegundir skotvopna. Bannið rann þó út tíu árum síðar og hefur aldrei verið framlengt. Í veikindafrí og ætlaði að setjast í helgan stein Eins og áður segir hafði Feinstein glímt við heilsuvanda á undanförnum árum. Hún virtist oft rugluð í rýminu og tilkynnti nýverið að hún ætlaði ekki að gefa aftur kost á sér eftir að kjörtímabili hennar lýkur árið 2025. Skömmu eftir þá tilkynningu þurfti hún að fara í nokkurra vikna veikindafrí og sagði hún af formennsku í dómsmálanefnd öldungadeildarinnar eftir kosningarnar 2020.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Innlent Fleiri fréttir Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira