Á láni hjá Víði og Vestra: Bjórinn frír og þagnarskylda um samninginn Valur Páll Eiríksson skrifar 29. september 2023 15:01 Joey Drummer verður í yfirvinnu í Laugardalnum um helgina. vísir/vilhelm Jóhann D. Bianco, einnig þekktur sem Joey Drummer, mun hafa í nógu að snúast um helgina. Það liggur við að hann flytji lögheimili sitt í Laugardal þar sem hann mun halda stemningunni uppi á tveimur úrslitaleikjum á föstudag og laugardag. Jóhann er Keflvíkingur og hefur vakið athygli fyrir trommutakta sína í stúkunni bæði í heimabænum sem og með Tólfunni, stuðningssveit íslenska landsliðsins. Hann var meðal annars í forsvari fyrir Tólfuna í kringum stórmótin tvö hjá karlalandsliðinu á EM 2016 og HM 2018 og hélt þar uppi stemningu. Hann verður í fullu fjöri um helgina þar sem hann verður í stúkunni bæði á úrslitaleik Fótbolta.net-mótsins milli Víðis í Garði og KFG, sem og úrslitaleiks Vestra og Aftureldingar um sæti í Bestu deild karla að ári. „Ég fékk tvö símtöl sama daginn frá bæði Víði og Vestra og rann blóðið til skyldunnar, hafandi mikla tengingu við báða klúbba. Svo ég ákvað að slá til. Það viðrar vel til loftárása,“ „Við hlöðum í gott pepp og ætlum að skila báðum liðum yfir endalínuna og koma þeim í fyrirheitna landið,“ segir Jóhann sem á tengingu við Garðinn, enda Keflvíkingur. „Maður á marga vini þarna í Garðinum og spilaði aðeins með Víði í gamla daga og hef nú hjálpað þeim áður að komast upp um deild með Puma-sveitinni sálugu,“ segir Jóhann. Mikil tengsl vestur Þá á hann einnig tengsl vestur. Bæði í gegnum fjölskyldu og við þjálfara liðsins. „Uppeldisfaðir minn úr Keflavík flutti vestur fyrir mörgum árum síðan. Hann hefur verið í stjórn Vestra og Viktor (Júlíusson) litli bróðir minn spilað með liðinu í mörg ár. Sammi formaður var svo einn af þeim allra fyrstu sem ég kynntist þarna á Ísafirði þegar ég fór þangað sem ég unglingur,“ „Við Davíð Smári, þjálfari liðsins, höfum svo þekkst lengi. Ég kíki þarna með einhverjum vinum hans, nokkrum Kórdrengjafolum,“ segir Jóhann. „Ölbertinn“ minnsta vesenið Jóhann kveðst hafa fengið útkall frá báðum liðum. Fara þá af stað strangar samningaviðræður? „Það fylgir þessu. Ég held ég sé búinn að fylgja öllum liðum á Suðurnesjunum upp um deild, nema kannski Grindavík. Maður hefur farið víða og verið ákveðinn málaliði. Enda alltaf hjálpsamur með afbrigðum og maður vill láta gott af sér leiða,“ segir Jóhann en hvað fá menn þá fyrir? „Það er bara á milli manna. Það er heiðursmannasamkomulag, segir Jóhann. En hann hlýtur þá að drekka frítt? „Ég held að ölbertinn verði ekkert vesen. Það er minnsta vesenið í þessu.“ Úrslitaleikur Fótbolti.net bikarsins milli Víðis og KFG er klukkan 19:15 í kvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 5. Úrslitaleikur Lengjudeildarinnar milli Vestra og Aftureldingar er klukkan 16:00 á morgun og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Vestri Lengjudeild karla Fótbolti Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Fótbolti Heimir kynntur til leiks í Árbænum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Sjá meira
Jóhann er Keflvíkingur og hefur vakið athygli fyrir trommutakta sína í stúkunni bæði í heimabænum sem og með Tólfunni, stuðningssveit íslenska landsliðsins. Hann var meðal annars í forsvari fyrir Tólfuna í kringum stórmótin tvö hjá karlalandsliðinu á EM 2016 og HM 2018 og hélt þar uppi stemningu. Hann verður í fullu fjöri um helgina þar sem hann verður í stúkunni bæði á úrslitaleik Fótbolta.net-mótsins milli Víðis í Garði og KFG, sem og úrslitaleiks Vestra og Aftureldingar um sæti í Bestu deild karla að ári. „Ég fékk tvö símtöl sama daginn frá bæði Víði og Vestra og rann blóðið til skyldunnar, hafandi mikla tengingu við báða klúbba. Svo ég ákvað að slá til. Það viðrar vel til loftárása,“ „Við hlöðum í gott pepp og ætlum að skila báðum liðum yfir endalínuna og koma þeim í fyrirheitna landið,“ segir Jóhann sem á tengingu við Garðinn, enda Keflvíkingur. „Maður á marga vini þarna í Garðinum og spilaði aðeins með Víði í gamla daga og hef nú hjálpað þeim áður að komast upp um deild með Puma-sveitinni sálugu,“ segir Jóhann. Mikil tengsl vestur Þá á hann einnig tengsl vestur. Bæði í gegnum fjölskyldu og við þjálfara liðsins. „Uppeldisfaðir minn úr Keflavík flutti vestur fyrir mörgum árum síðan. Hann hefur verið í stjórn Vestra og Viktor (Júlíusson) litli bróðir minn spilað með liðinu í mörg ár. Sammi formaður var svo einn af þeim allra fyrstu sem ég kynntist þarna á Ísafirði þegar ég fór þangað sem ég unglingur,“ „Við Davíð Smári, þjálfari liðsins, höfum svo þekkst lengi. Ég kíki þarna með einhverjum vinum hans, nokkrum Kórdrengjafolum,“ segir Jóhann. „Ölbertinn“ minnsta vesenið Jóhann kveðst hafa fengið útkall frá báðum liðum. Fara þá af stað strangar samningaviðræður? „Það fylgir þessu. Ég held ég sé búinn að fylgja öllum liðum á Suðurnesjunum upp um deild, nema kannski Grindavík. Maður hefur farið víða og verið ákveðinn málaliði. Enda alltaf hjálpsamur með afbrigðum og maður vill láta gott af sér leiða,“ segir Jóhann en hvað fá menn þá fyrir? „Það er bara á milli manna. Það er heiðursmannasamkomulag, segir Jóhann. En hann hlýtur þá að drekka frítt? „Ég held að ölbertinn verði ekkert vesen. Það er minnsta vesenið í þessu.“ Úrslitaleikur Fótbolti.net bikarsins milli Víðis og KFG er klukkan 19:15 í kvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 5. Úrslitaleikur Lengjudeildarinnar milli Vestra og Aftureldingar er klukkan 16:00 á morgun og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Vestri Lengjudeild karla Fótbolti Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Fótbolti Heimir kynntur til leiks í Árbænum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Sjá meira