Á láni hjá Víði og Vestra: Bjórinn frír og þagnarskylda um samninginn Valur Páll Eiríksson skrifar 29. september 2023 15:01 Joey Drummer verður í yfirvinnu í Laugardalnum um helgina. vísir/vilhelm Jóhann D. Bianco, einnig þekktur sem Joey Drummer, mun hafa í nógu að snúast um helgina. Það liggur við að hann flytji lögheimili sitt í Laugardal þar sem hann mun halda stemningunni uppi á tveimur úrslitaleikjum á föstudag og laugardag. Jóhann er Keflvíkingur og hefur vakið athygli fyrir trommutakta sína í stúkunni bæði í heimabænum sem og með Tólfunni, stuðningssveit íslenska landsliðsins. Hann var meðal annars í forsvari fyrir Tólfuna í kringum stórmótin tvö hjá karlalandsliðinu á EM 2016 og HM 2018 og hélt þar uppi stemningu. Hann verður í fullu fjöri um helgina þar sem hann verður í stúkunni bæði á úrslitaleik Fótbolta.net-mótsins milli Víðis í Garði og KFG, sem og úrslitaleiks Vestra og Aftureldingar um sæti í Bestu deild karla að ári. „Ég fékk tvö símtöl sama daginn frá bæði Víði og Vestra og rann blóðið til skyldunnar, hafandi mikla tengingu við báða klúbba. Svo ég ákvað að slá til. Það viðrar vel til loftárása,“ „Við hlöðum í gott pepp og ætlum að skila báðum liðum yfir endalínuna og koma þeim í fyrirheitna landið,“ segir Jóhann sem á tengingu við Garðinn, enda Keflvíkingur. „Maður á marga vini þarna í Garðinum og spilaði aðeins með Víði í gamla daga og hef nú hjálpað þeim áður að komast upp um deild með Puma-sveitinni sálugu,“ segir Jóhann. Mikil tengsl vestur Þá á hann einnig tengsl vestur. Bæði í gegnum fjölskyldu og við þjálfara liðsins. „Uppeldisfaðir minn úr Keflavík flutti vestur fyrir mörgum árum síðan. Hann hefur verið í stjórn Vestra og Viktor (Júlíusson) litli bróðir minn spilað með liðinu í mörg ár. Sammi formaður var svo einn af þeim allra fyrstu sem ég kynntist þarna á Ísafirði þegar ég fór þangað sem ég unglingur,“ „Við Davíð Smári, þjálfari liðsins, höfum svo þekkst lengi. Ég kíki þarna með einhverjum vinum hans, nokkrum Kórdrengjafolum,“ segir Jóhann. „Ölbertinn“ minnsta vesenið Jóhann kveðst hafa fengið útkall frá báðum liðum. Fara þá af stað strangar samningaviðræður? „Það fylgir þessu. Ég held ég sé búinn að fylgja öllum liðum á Suðurnesjunum upp um deild, nema kannski Grindavík. Maður hefur farið víða og verið ákveðinn málaliði. Enda alltaf hjálpsamur með afbrigðum og maður vill láta gott af sér leiða,“ segir Jóhann en hvað fá menn þá fyrir? „Það er bara á milli manna. Það er heiðursmannasamkomulag, segir Jóhann. En hann hlýtur þá að drekka frítt? „Ég held að ölbertinn verði ekkert vesen. Það er minnsta vesenið í þessu.“ Úrslitaleikur Fótbolti.net bikarsins milli Víðis og KFG er klukkan 19:15 í kvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 5. Úrslitaleikur Lengjudeildarinnar milli Vestra og Aftureldingar er klukkan 16:00 á morgun og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Vestri Lengjudeild karla Fótbolti Mest lesið Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn Fleiri fréttir Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjá meira
Jóhann er Keflvíkingur og hefur vakið athygli fyrir trommutakta sína í stúkunni bæði í heimabænum sem og með Tólfunni, stuðningssveit íslenska landsliðsins. Hann var meðal annars í forsvari fyrir Tólfuna í kringum stórmótin tvö hjá karlalandsliðinu á EM 2016 og HM 2018 og hélt þar uppi stemningu. Hann verður í fullu fjöri um helgina þar sem hann verður í stúkunni bæði á úrslitaleik Fótbolta.net-mótsins milli Víðis í Garði og KFG, sem og úrslitaleiks Vestra og Aftureldingar um sæti í Bestu deild karla að ári. „Ég fékk tvö símtöl sama daginn frá bæði Víði og Vestra og rann blóðið til skyldunnar, hafandi mikla tengingu við báða klúbba. Svo ég ákvað að slá til. Það viðrar vel til loftárása,“ „Við hlöðum í gott pepp og ætlum að skila báðum liðum yfir endalínuna og koma þeim í fyrirheitna landið,“ segir Jóhann sem á tengingu við Garðinn, enda Keflvíkingur. „Maður á marga vini þarna í Garðinum og spilaði aðeins með Víði í gamla daga og hef nú hjálpað þeim áður að komast upp um deild með Puma-sveitinni sálugu,“ segir Jóhann. Mikil tengsl vestur Þá á hann einnig tengsl vestur. Bæði í gegnum fjölskyldu og við þjálfara liðsins. „Uppeldisfaðir minn úr Keflavík flutti vestur fyrir mörgum árum síðan. Hann hefur verið í stjórn Vestra og Viktor (Júlíusson) litli bróðir minn spilað með liðinu í mörg ár. Sammi formaður var svo einn af þeim allra fyrstu sem ég kynntist þarna á Ísafirði þegar ég fór þangað sem ég unglingur,“ „Við Davíð Smári, þjálfari liðsins, höfum svo þekkst lengi. Ég kíki þarna með einhverjum vinum hans, nokkrum Kórdrengjafolum,“ segir Jóhann. „Ölbertinn“ minnsta vesenið Jóhann kveðst hafa fengið útkall frá báðum liðum. Fara þá af stað strangar samningaviðræður? „Það fylgir þessu. Ég held ég sé búinn að fylgja öllum liðum á Suðurnesjunum upp um deild, nema kannski Grindavík. Maður hefur farið víða og verið ákveðinn málaliði. Enda alltaf hjálpsamur með afbrigðum og maður vill láta gott af sér leiða,“ segir Jóhann en hvað fá menn þá fyrir? „Það er bara á milli manna. Það er heiðursmannasamkomulag, segir Jóhann. En hann hlýtur þá að drekka frítt? „Ég held að ölbertinn verði ekkert vesen. Það er minnsta vesenið í þessu.“ Úrslitaleikur Fótbolti.net bikarsins milli Víðis og KFG er klukkan 19:15 í kvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 5. Úrslitaleikur Lengjudeildarinnar milli Vestra og Aftureldingar er klukkan 16:00 á morgun og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Vestri Lengjudeild karla Fótbolti Mest lesið Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn Fleiri fréttir Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjá meira