Erlent

Pútín biður Wagner-foringja að taka yfir sjálf­boða­sveitir Rússa

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Pútín fundaði með Troshev, lengst til hægri, og aðstoðarvarnarmálaráðherranum Yunus-Bek Yevkurov í gær.
Pútín fundaði með Troshev, lengst til hægri, og aðstoðarvarnarmálaráðherranum Yunus-Bek Yevkurov í gær. AP/Sputnik/Mikhail Metzel

Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefur fundað með Andrei Troshev, háttsettum foringja innan Wagner-málaliðahópsins. Stjórnvöld í Moskvu segja Troshev nú starfa fyrir varnarmálaráðuneytið.

Samkvæmt upplýsingum frá Kreml bað Pútín Troshev um að hafa umsjón með sveitum sjálfboðaliða á vígvellinum í Úkraínu. Forsetinn sagði um að ræða sveitir með fjölbreytta getu.

„Þú veist hvaða mál þarf að leysa fyrirfram þannig að bardagagetan verði eins mikil og mögulegt er,“ á Pútín að hafa sagt við Troshev. 

Eins og kunnugt er lést Yevgeny Prigozhin, stofnandi og stjórnandi Wagner, í flugslysi í ágúst. Hann hafði áður leitt Wagner-liða í átt að Moskvu og hótað uppreisn.

Pútín hefur hvatt alla liðsmenn Wagner og aðra sjálfstæða hernaðarverktaka til að sverja Rússlandi hollustueið. 

Troshev er einnig þekktur undir dulnefninu Sedoi, sem þýðir „sá með grátt hár“. Hann hlaut heiðursorðu í Rússlandi fyrir stuðning sinn við stjórnarher Sýrlands árin 2015 og 2016.


Tengdar fréttir

Kreml tek­ur yfir stjórn Wagn­er í Mið-Afrík­u­lýð­veld­in­u

Ráðamenn í Mið-Afríkulýðveldinu segja ríkisstjórn Rússlands hafa tekið yfir stjórn rúmlega þúsund málaliða Wagner group þar í landi. Málaliðarnir hafa haft viðveru í Mið-Afríkulýðveldinu í um fimm ár en lengst af voru þeir undir stjórn rússneska auðjöfursins Jevgení Prígósjín.

Barist um Wagner-veldið

Eftir að rússneski auðjöfurinn og stríðsherrann Jevgení Prígósjín dó í Rússlandi í síðasta mánuði hafa mismunandi fylkingar í Rússlandi barist um yfirráð yfir viðskiptaveldi hans. Barátta þessi fer fram í þremur heimsálfum en verðmætasti hluti veldis Prígósjíns var í Afríku.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×