Enski boltinn

Antony yfirheyrður af lögreglunni í Manchester

Aron Guðmundsson skrifar
Antony í leik með Manchester United
Antony í leik með Manchester United Vísir/Getty

Brasilíski sóknarmaðurinn Antony, leikmaður Manchester United, mun mæta í yfirheyrslu hjá lögreglunni í Greater Manchester og svara þar spurningum tengdum ásökunum á hendur honum vegna meints ofbeldis.  

Það er BBC sem greinir frá en Antony er mættur aftur til Bretlandseyja eftir að hafa eytt undanförnum vikum í heimalandi sínu, Brasilíu. 

Antony hefur staðfastlega neitað sök en fyrrum unnusta hans, Gabriela Cavalin, sakar Antony um heimilisofbeldi. Í kjölfar ásakana Gabrielu stigu fleiri konur fram og sökuðu Antony einnig um ofbeldi. 

BBC segir Antony reiðubúinn til þess að gefa lögreglunni í Greater Manchester aðgang að síma sínum til þess að hjálpa til við rannsókn málsins. Þá mun hann svara þeim spurningum sem lögregluyfirvöld kunni að hafa varðandi málið.

Leikmaðurinn er kominn í ótímabundið leyfi frá störfum sínum hjá Manchester United, á fullum launum, á meðan rannsókn málsins er í gangi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×