Erlent

Á­kærð fyrir að að reyna að bana enn einu korna­barninu

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Lucy Letby var handtekin á heimili sínu í Chester árið 2018.
Lucy Letby var handtekin á heimili sínu í Chester árið 2018. Getty

Breski hjúkrunarfræðingurinn Lucy Letby verður leidd fyrir dómara á ný ákærð fyrir tilraun til að drepa enn eitt ungbarnið. Letby var nýlega dæmd í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa banað sjö börnum á sjúkrahúsinu í Chester árunum 2015 og 2016. 

Letby var á sama tíma og hún var sakfelld fyrir morðin sakfelld fyrir að hafa reynt að bana sex ungbörnum til viðbótar. Letby hafði einnig verið ákærð fyrir tilraun til að bana fimm öðrum ungbörnum en kviðdómur komst ekki að niðurstöðu í þeim ákæruliðum. 

Saksóknari  í Manchester tilkynnti það fyrir dómara í dag að embættið ætli að gera aðra tilraun í máli eins ungbarnsins sem ekki fékkst niðurstaða um í fyrri réttarhöldunum. Málið verður samkvæmt frétt Reuters tekið fyrir á næsta ári.

Eitraði fyrir börnunum

Letby var ákærð fyrir að hafa sprautað lofti í kornabörnin og eitrað fyrir þeim með insúlíni. Drápin áttu sér stað á tímabilinu júní 2015 til júní 2016 á barnadeildinni á Countess of Chester sjúkrahúsinu í Chester. Málið var rekið fyrir dómstól í Manchester en Letby hefur haldið fram sakleysi sínu.

Letby, sem er 33 ára, var handtekin árið 2018 og var ákæra í málinu í 22 liðum. Öll fórnarlömb Letby voru yngri en eins árs.


Tengdar fréttir

Mun aldrei sleppa úr fangelsi

Dómari í Bretlandi dæmdi í morgun hjúkrunarfræðinginn Lucy Letby í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa banað sjö börnum og reynt að bana sex til viðbótar á barnadeild sjúkahúss í Chester á árunum 2015 og 2016.

Sögð hafa gert til­raun til þess að myrða sama ný­burann fjórum sinnum

Þriðji dagur réttarhalda yfir breska hjúkrunarfræðingnum Lucy Letby fóru fram í dag. Letby er sökuð um að hafa myrt sjö nýbura og gert tilraun til þess að myrða tíu til viðbótar á nýburadeild spítala sem hún vann á. Verknaðurinn er sagður hafa átt sér stað á milli júní 2015 og 2016.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.