Íslenski boltinn

Sjáðu at­vikið: Sindri slapp með gult eftir fólsku­legt brot | „Eins og hver önnur líkams­á­rás“

Aron Guðmundsson skrifar
Sindri fór í groddaralega tæklingu og mikil lukka að ekki skyldi fara verr
Sindri fór í groddaralega tæklingu og mikil lukka að ekki skyldi fara verr Vísir/Skjáskot

Sindri Snær Magnús­son, leik­maður Bestu deildar liðs Kefla­víkur, getur prísað sig sælan með að hafa sloppið að­eins með gult spjald frá leik liðsins gegn HK í gær eftir groddara­lega tæk­lingu á fyrir­liða HK, Leifi Andra Leifs­syni.

Atvikið átti sér stað í kringum 59.mínútu í leik liðanna í gær sem lauk með 2-1 sigri Keflvíkinga. 

Atvikið, sem sjá má hér fyrir neðan, var til umræðu í hlaðvarpsþættinum Dr. Football þar sem að Hjörvar Hafliðason, umsjónarmaður þáttarins, lét í ljós skoðun sína á atvikinu.

Klippa: Fólskulegt brot í leik Keflavíkur og HK

„Á 59.mínútu reynir Sindri Snær Magnús­son að fót­brjóta Leif Andra Leifs­son, bara eins og hver önnur líkams­á­rás. Niðr­í í bæ væri þetta lík­lega kært til lög­reglu og bara allur pakkinn. Allir biðu eftir rauða spjaldinu í ró­leg­heitunum. Mætir ekki Arnar Þór Stefáns­son, dómari leiksins, og rífur, á ein­hvern ó­skiljan­legan hátt upp gult spjald. Ég hef dæmt leiki og skil ekki hvernig er hægt að komast að þessari niður­stöðu.“

Arnar Sveinn Geirs­son, einn af sér­fræðingum Dr. Foot­ball, tók undir með Hjör­vari.

„Þetta er eld­rautt spjald.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×