Erlent

Trump og Stern í hár saman

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Donald Trump var tíður gestur í útvarpsþætti Howard Stern fyrir mörgum árum. Nú eiga þeir ekki lengur skap saman.
Donald Trump var tíður gestur í útvarpsþætti Howard Stern fyrir mörgum árum. Nú eiga þeir ekki lengur skap saman. Getty

Donald Trump og útvarpsmaðurinn Howard Stern eru komnir í hár saman ef marka má færslu forsetans fyrrverandi á samfélagsmiðlinum Truth Social. Trump segir Stern furðufugl sem sé orðinn „woke“.

Stern og Trump hafa í gegnum tíðina báðir verið stóryrtir og skoðanaglaðir. Núna virðist sem þessir gömlu félagar eigi í opinberum deilum.

Á mánudag greindi Stern frá því í útvarpsþættinum sínum „The Howard Stern Show“ að hann tæki ásökunum um að vera „woke“ sem hrósi og að hann elskaði það. 

„Ef woke þýðir að ég geti ekki stutt Trump, sem er það sem ég held að það þýði, eða að ég styðji fólk sem vill vera trans eða að ég trúi á bóluefni, gaur kallaðu mig woke ef þú vilt,“ sagði hann meðal annars. 

Tók illa í orð Stern

Trump virðist hafa tekið þessum yfirlýsingum Stern persónulega af því hann svaraði útvarpsmanninum á hægrisinnaða samfélagsmiðlinum Truth Social.

„Hinn raunverulegi Howard Stern er aumur, aumkunarverður og sviksamur gaur sem hefur misst vini sína og MIKIÐ af hlustendum sínum. Fyrr en nýlega hafði ég ekki heyrt minnst á hann í mörg ár,“ skrifaði Trump í færslunni.

„Í gömlu góðu dagana fór ég mörgum sinnum í þáttinn hans og síðan varð hann woke og öllum er sama um hann. Ég veit ekki hvað þau borga honum mikið (í alvöru!) en það ætti ekki vera mikið. Áhrif hans eru engin og án þeirra hefur hann EKKERT - bara brotinn furðufugl, óaðlaðandi að innan sem utan,“ sagði Trump.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.