Drengurinn sem lést hafði aðeins dvalið á dagheimilinu í eina viku þegar hann lést. Efnið var falið undir dýnu í hvíldarherbergi dagheimilisins og þar lá drengurinn og svaf. Þrjú önnur börn á dagheimilinu, á bilinu átta mánaða til tveggja ára, voru einnig flutt á sjúkrahús eftir að hafa komist í snertingu við efnið.
„Við höldum því fram að ákærðu hafi eitrað fyrir fjórum börnum og myrt eitt þeirra,“ segir saksóknari í ríkinu. Ákærðu hafi sýslað með og dreift fíkniefnum, og nýtt dagheimilið sem bækistöðvar undir starfsemina.
Eigandi dagheimilisins kveðst ekki hafa vitað að efnin væru inni á heimilinu. Upptökur úr öryggismyndavélum sýna hins vegar að Grei Mendez, eigandinn, hafi ítrekað hringt í eiginmann sinn eftir að hafa komið að börnunum fjórum, áður en hún hringdi á neyðarlínuna.
Þá sást eiginmaður hennar mæta á staðinn og fjarlægja nokkra poka af dagheimilinu. Leit að honum stendur yfir.