Varar við svefnvenjum Haaland: „Getur verið hættulegt“ Smári Jökull Jónsson skrifar 21. september 2023 07:01 Erling Haaland passar að lifa heilsusamlegu lífi utan vallar. Vísir/Getty Erling Braut Haaland passar afar vel upp á að ná góðum nætursvefni. Sænskur svefnfræðingur varar þó við sérstakri aðferð sem Haaland og fleiri hafa nýtt sér að undanförnu. Erling Braut Haaland hefur vitskuld vakið mikla athygli síðustu misserin fyrir öll mörkin sem hann hefur skorað á knattspyrnuvellinum en einnig fyrir fullkomnunaráráttu sína utan vallar. Meðal annars hafa borist fregnir af mataræði hans og svefnvenjum en nú hefur sænskur svefnfræðingur gagnrýnt nýjustu leið Haaland til að bæta svefn sinn. Fyrir tveimur vikum greindi Haaland frá því að hann sofi með límband fyrir munninum til að bæta öndunina. Þessi leið hefur verið töluvert til umræðu í netheimum síðustu vikur og myllumerkið #mouthtape verið mikið notað á samfélagsmiðlum. „Svefn er það mikilvægasta í heimi,“ segir Haaland en sænskur vísindamaður segir aðferðina ekki hættulausa. „Það er til mikið af rannsóknum sem sýna að þeir sem sofa vel sýni betri frammistöður,“ segir svefnfræðingurinn Christian Benedict en hann er vísindamaður við Háskólann í Uppsölum. „Ekki víst að það sé rétta leiðin fyrir alla“ Benedict segir hins vegar að aðeins ein rannsókn sé til um það að sofa með límband fyrir munninum. Þar var gerð rannsókn á fólki sem átti í vandræðum með nætursvefn og sváfu rúmlega helmingur þátttakanda betur í kjölfar þess þau notuðu límband þegar þau sváfu. Benedict er þó efins um aðferðina. „Það er frábært að aðili eins og Erling Haaland komi fram og segi hversu mikilvægur svefninn sé. Það finnst mér frábært. En að draga þá ályktun að allir muni sofa betur ef þeir setja límband fyrir munninn, það verð ég að setja spurningamerki við.“ Hann segir að aðferðin geti verið hættuleg. „Ef þú átt við svefnvanda að stríða og átt í öndunarerfiðleikum í svefni þá reynir það mjög á hjarta- og æðakerfið. Ef þú getur ekki andað í gegnum munninn þá getur það leitt til frekari vandræða.“ „Það er gott að anda í gegnum nefið ef mögulegt er. Ef þu´gerir það á hverjum degi í 16 klukkustundir þá kennir þú líkamanum að gera það líka á nóttunni. En að þvinga það fram með límbandi fyrir munninum, það er alls ekki víst að það sé rétta leiðin fyrir alla.“ Enski boltinn Svefn Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Körfubolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Í beinni: Tottenham - Manchester United | Úrslitaleikur Evrópudeildarinnar Fótbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Fleiri fréttir Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Sjá meira
Erling Braut Haaland hefur vitskuld vakið mikla athygli síðustu misserin fyrir öll mörkin sem hann hefur skorað á knattspyrnuvellinum en einnig fyrir fullkomnunaráráttu sína utan vallar. Meðal annars hafa borist fregnir af mataræði hans og svefnvenjum en nú hefur sænskur svefnfræðingur gagnrýnt nýjustu leið Haaland til að bæta svefn sinn. Fyrir tveimur vikum greindi Haaland frá því að hann sofi með límband fyrir munninum til að bæta öndunina. Þessi leið hefur verið töluvert til umræðu í netheimum síðustu vikur og myllumerkið #mouthtape verið mikið notað á samfélagsmiðlum. „Svefn er það mikilvægasta í heimi,“ segir Haaland en sænskur vísindamaður segir aðferðina ekki hættulausa. „Það er til mikið af rannsóknum sem sýna að þeir sem sofa vel sýni betri frammistöður,“ segir svefnfræðingurinn Christian Benedict en hann er vísindamaður við Háskólann í Uppsölum. „Ekki víst að það sé rétta leiðin fyrir alla“ Benedict segir hins vegar að aðeins ein rannsókn sé til um það að sofa með límband fyrir munninum. Þar var gerð rannsókn á fólki sem átti í vandræðum með nætursvefn og sváfu rúmlega helmingur þátttakanda betur í kjölfar þess þau notuðu límband þegar þau sváfu. Benedict er þó efins um aðferðina. „Það er frábært að aðili eins og Erling Haaland komi fram og segi hversu mikilvægur svefninn sé. Það finnst mér frábært. En að draga þá ályktun að allir muni sofa betur ef þeir setja límband fyrir munninn, það verð ég að setja spurningamerki við.“ Hann segir að aðferðin geti verið hættuleg. „Ef þú átt við svefnvanda að stríða og átt í öndunarerfiðleikum í svefni þá reynir það mjög á hjarta- og æðakerfið. Ef þú getur ekki andað í gegnum munninn þá getur það leitt til frekari vandræða.“ „Það er gott að anda í gegnum nefið ef mögulegt er. Ef þu´gerir það á hverjum degi í 16 klukkustundir þá kennir þú líkamanum að gera það líka á nóttunni. En að þvinga það fram með límbandi fyrir munninum, það er alls ekki víst að það sé rétta leiðin fyrir alla.“
Enski boltinn Svefn Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Körfubolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Í beinni: Tottenham - Manchester United | Úrslitaleikur Evrópudeildarinnar Fótbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Fleiri fréttir Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Sjá meira