Svefn

Fréttamynd

Mikil­vægt og valdeflandi að fylgjast með tíða­hringnum

Doktor í svefnrannsóknum segir svefnleysi fjörutíu prósent algengara hjá konum en körlum. Það sé mikilvægt og valdeflandi að fylgjast með tíðahringnum og þeim hormónasveiflum sem konur fari í gegnum í hverjum  mánuði. Hún ætlar sér langt með nýútkomið smáforrit sem einblínir á svenheilsu kvenna.  

Heilsa
Fréttamynd

Góður svefn fyrir bætta heilsu – ráð fyrir þig og þína

Nú er gengin í garð árleg vika sem er tileinkuð vitundarvakningu um mikilvægi svefns en þann 15. mars næstkomandi er alþjóðlegur dagur svefns sem haldinn hefur verið hátíðlegur síðan 2008. Hið íslenska svefnrannsóknarfélag hefur síðastliðin ár tekið þátt í þessum viðburði með því að vekja athygli almennings á mikilvægi svefns.

Skoðun
Fréttamynd

Öll fjöl­skyldan sefur í sama rúminu

Björg Kristjánsdóttir segist ekki geta hugsað sér að sofa öðruvísi en í fjölskyldurúmi. Hún og eiginmaður hennar sofa í 270 sentímetra rúmi með fjögurra ára dóttur sinni og hafa gert allt frá því dóttir þeirra fæddist.

Lífið
Fréttamynd

Klámáhorf ung­menna dregist veru­lega saman

Yfirgnæfandi hluti barna í 8. til 10. bekk í Reykjavík reykja ekki, neyta ekki marijúana og hafa ekki orðið ölvuð síðustu 30 daga. Þá hefur áhorf á klám dregist verulega saman síðustu tvö ár og meirihluta barna líður vel í skólanum.

Innlent
Fréttamynd

Ung­lingar í Reykja­vík fá að sofa lengur

Reykjavíkurborg hefur tekið þá ákvörðun að skóladagur unglinga muni byrja í fyrsta lagi klukkan 8:50 á morgnana. Breytingin mun taka gildi í grunnskólum borgarinnar frá og með haustinu 2024.

Innlent
Fréttamynd

Power Nap eykur starfs­getu og lífs­gæði - og verndar bæði hjartað og heilann

NASA geimferðastofnun Bandaríkjanna komst að kostum stuttra blunda fyrir rúmum 30 árum og kallaði þá „Cockpit Napping,“ sem í gamni mætti þýða að vera „sofandi við stýrið“ og fengu síðar meira lýsandi heitið „Power Nap“, því rannsóknin sýndi verulega bættan viðbragðstíma og árvekni flugmanna eftir aðeins 26 mínútna blund.

Skoðun
Fréttamynd

Sofðu vel heilsunnar vegna

Verslunin Svefn & heilsa býður flest allt fyrir góðan svefn og betri heilsu en þar má finna skemmtilegt og fjölbreytt vöruúrval þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi segir Elísabet Traustadóttir, framkvæmdastjóri Svefns & heilsu.

Samstarf
Fréttamynd

Mikil­vægt að for­eldrar noti mela­tónín með skyn­sömum hætti

Em­bætti land­læknis segir mikil­vægt að for­eldrar barna og ung­menna sem glíma við svefn­vanda­mál noti mela­tónín með skyn­sömum hætti. Mela­tónín bæti­efni ætti að um­gangast eins og öll önnur lyf auk þess sem geyma þurfi það á öruggum stað. Notkunin hafi aukist hér­lendis.

Innlent
Fréttamynd

Of­flæði upp­lýsinga veru­leg ógn við geð­heilsuna

Haraldur Erlendsson geðlæknir segir að gríðarlegt upplýsingaflóð og upplýsingaáreiti sé ein helsta ógn við geðheilsuna og þar með ein helsta áskorun samtímans. Upp sé að alast kynslóð sem aldrei hefur þurft að takast á við erfiðleika sem sé forsenda þroska.

Innlent
Fréttamynd

Sjálf­­virkni­væða vinnu heil­brigðis­­starfs­­fólks með gervi­­­greind

Gervigreind sem þróuð er af íslensku fyrirtæki er nú notuð til að greina svefnraskanir og svefnsjúkdóma um allan heim. Fyrirtækinu var upphaflega ráðlagt frá því að segja að gervigreind væri notuð í vörum fyrirtækisins því þá myndi enginn læknir treysta þeim - en nú sér forsvarsmaður þess fram á að tæknin geti verið bylting í heilbrigðiskerfinu.

Innlent
Fréttamynd

Hrotur geti valdið heyrnaskaða og miklum vandamálum í sambandinu

„Hrotur eru líklega meira vandamál en fólk gerir sér grein fyrir og miklu algengara en fólk heldur að pör sofi í sitthvoru lagi, ekki saman í herbergi. En það virðist vera viðkvæmt að ræða það og mikið tabú,“ segir Dr. Erla Björnsdóttir í samtali við Makamál. 

Makamál
Fréttamynd

Hlýja jólagjöfin fæst í Dún og fiður

Hlýrri og notalegri jólagjöf er vart hægt að finna en mjúka dúnsæng. Anna Bára Ólafsdóttir, eigandi verslunarinnar Dún og fiður segir dúnsæng og kodda geta enst í tugi ára með réttri meðhöndlun og viðhaldi.

Lífið samstarf