Ótrúleg tölfræði Brighton síðan De Zerbi tók við Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. september 2023 21:45 De Zerbi á hliðarlínunni á Old Trafford. EPA-EFE/ADAM VAUGHAN Brighton & Hove Albion batt enda á gott heimavallargengi Manchester United í ensku úrvalsdeildinni um helgina þegar liðin mættust á Old Trafford um liðna helgi. Brighton hefur byrjað tímabilið einkar vel en gengi liðsins undir stjórn Roberto de Zerbi hefur verið magnað. Hinn 44 ára gamli De Zerbi er fæddur í Róm á Ítalíu en hóf þó leikmannaferil sinn með AC Milan í Mílanó. Hann lék aldrei fyrir aðallið félagsins og flakkaði á milli misgóðra liða áður en skórnir fóru upp á hillu árið 2013. Hann hóf þjálfaraferilinn sama ár og eftir að vinna sig upp á Ítalíu færði hann sig til Úkraínu árið 2021 þegar hann tók við Shakhtar Donetsk. Það var svo í september 2022 sem hann tók við Brighton eftir að Graham Potter færði sig yfir til Chelsea. Síðan þá hefur gengið Brighton verið hreint út sagt dæmalaust. Það eru ekki bara úrslitin sem eru góð heldur eru frammistöður liðsins að sama skapi undraverðar. „Þetta er hætt að koma okkur á óvart,“ sagði Danny Murphy, fyrrverandi miðjumaður Liverpool og núverandi sparkspekingur í sjónvarpsþættinum vinsæla Match of the Day. „Það var auðvelt fyrir Brighton að stýra hraðanum í leiknum og halda í boltann. Brighton gerir þetta mjög vel. Þeir spila ekki aðeins stutt, ef það er svæði til að hlaupa í þá eru leikmenn liðsins tilbúnir til þess, og þeir eru með mikinn hraða. Þetta var mjög yfirveguð frammistaða,“ bætti Murphy við um sigurinn á Old Trafford. Þegar tölfræði liðsins undir stjórn De Zerbi er skoðuð þá er liðið í 3. sæti yfir skoruð mörk, 76 talsins. Liðið er í 1. sæti þegar kemur að skotum (624) og skotum á mark (244). Liðið er í 3. sæti yfir snertingar í teig andstæðinganna (1228), liðið er í 2. sæti þegar kemur að xG (74.7) og í 2. sæti þegar kemur að því að halda í boltann (62 prósent). Not bad at all for Roberto De Zerbi s first year at @OfficialBHAFC Here is how his side s stats rank in the Premier League since he joined the Seagulls pic.twitter.com/13YZoEX31P— Premier League (@premierleague) September 18, 2023 Stóra spurningin er hvort liðið haldi dampi út tímabilið en ef það raungerist stefnir allt í að Brighton spili í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Núverandi tímabil er þó rétt nýhafið og hlutirnir breytast hratt í fótboltaheiminum. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti Dagskráin í dag: Deildarkeppni Meistaradeildarinnar lýkur Sport Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Barry bjargaði stigi fyrir Everton Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Sjá meira
Hinn 44 ára gamli De Zerbi er fæddur í Róm á Ítalíu en hóf þó leikmannaferil sinn með AC Milan í Mílanó. Hann lék aldrei fyrir aðallið félagsins og flakkaði á milli misgóðra liða áður en skórnir fóru upp á hillu árið 2013. Hann hóf þjálfaraferilinn sama ár og eftir að vinna sig upp á Ítalíu færði hann sig til Úkraínu árið 2021 þegar hann tók við Shakhtar Donetsk. Það var svo í september 2022 sem hann tók við Brighton eftir að Graham Potter færði sig yfir til Chelsea. Síðan þá hefur gengið Brighton verið hreint út sagt dæmalaust. Það eru ekki bara úrslitin sem eru góð heldur eru frammistöður liðsins að sama skapi undraverðar. „Þetta er hætt að koma okkur á óvart,“ sagði Danny Murphy, fyrrverandi miðjumaður Liverpool og núverandi sparkspekingur í sjónvarpsþættinum vinsæla Match of the Day. „Það var auðvelt fyrir Brighton að stýra hraðanum í leiknum og halda í boltann. Brighton gerir þetta mjög vel. Þeir spila ekki aðeins stutt, ef það er svæði til að hlaupa í þá eru leikmenn liðsins tilbúnir til þess, og þeir eru með mikinn hraða. Þetta var mjög yfirveguð frammistaða,“ bætti Murphy við um sigurinn á Old Trafford. Þegar tölfræði liðsins undir stjórn De Zerbi er skoðuð þá er liðið í 3. sæti yfir skoruð mörk, 76 talsins. Liðið er í 1. sæti þegar kemur að skotum (624) og skotum á mark (244). Liðið er í 3. sæti yfir snertingar í teig andstæðinganna (1228), liðið er í 2. sæti þegar kemur að xG (74.7) og í 2. sæti þegar kemur að því að halda í boltann (62 prósent). Not bad at all for Roberto De Zerbi s first year at @OfficialBHAFC Here is how his side s stats rank in the Premier League since he joined the Seagulls pic.twitter.com/13YZoEX31P— Premier League (@premierleague) September 18, 2023 Stóra spurningin er hvort liðið haldi dampi út tímabilið en ef það raungerist stefnir allt í að Brighton spili í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Núverandi tímabil er þó rétt nýhafið og hlutirnir breytast hratt í fótboltaheiminum.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti Dagskráin í dag: Deildarkeppni Meistaradeildarinnar lýkur Sport Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Barry bjargaði stigi fyrir Everton Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Sjá meira