Ótrúleg tölfræði Brighton síðan De Zerbi tók við Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. september 2023 21:45 De Zerbi á hliðarlínunni á Old Trafford. EPA-EFE/ADAM VAUGHAN Brighton & Hove Albion batt enda á gott heimavallargengi Manchester United í ensku úrvalsdeildinni um helgina þegar liðin mættust á Old Trafford um liðna helgi. Brighton hefur byrjað tímabilið einkar vel en gengi liðsins undir stjórn Roberto de Zerbi hefur verið magnað. Hinn 44 ára gamli De Zerbi er fæddur í Róm á Ítalíu en hóf þó leikmannaferil sinn með AC Milan í Mílanó. Hann lék aldrei fyrir aðallið félagsins og flakkaði á milli misgóðra liða áður en skórnir fóru upp á hillu árið 2013. Hann hóf þjálfaraferilinn sama ár og eftir að vinna sig upp á Ítalíu færði hann sig til Úkraínu árið 2021 þegar hann tók við Shakhtar Donetsk. Það var svo í september 2022 sem hann tók við Brighton eftir að Graham Potter færði sig yfir til Chelsea. Síðan þá hefur gengið Brighton verið hreint út sagt dæmalaust. Það eru ekki bara úrslitin sem eru góð heldur eru frammistöður liðsins að sama skapi undraverðar. „Þetta er hætt að koma okkur á óvart,“ sagði Danny Murphy, fyrrverandi miðjumaður Liverpool og núverandi sparkspekingur í sjónvarpsþættinum vinsæla Match of the Day. „Það var auðvelt fyrir Brighton að stýra hraðanum í leiknum og halda í boltann. Brighton gerir þetta mjög vel. Þeir spila ekki aðeins stutt, ef það er svæði til að hlaupa í þá eru leikmenn liðsins tilbúnir til þess, og þeir eru með mikinn hraða. Þetta var mjög yfirveguð frammistaða,“ bætti Murphy við um sigurinn á Old Trafford. Þegar tölfræði liðsins undir stjórn De Zerbi er skoðuð þá er liðið í 3. sæti yfir skoruð mörk, 76 talsins. Liðið er í 1. sæti þegar kemur að skotum (624) og skotum á mark (244). Liðið er í 3. sæti yfir snertingar í teig andstæðinganna (1228), liðið er í 2. sæti þegar kemur að xG (74.7) og í 2. sæti þegar kemur að því að halda í boltann (62 prósent). Not bad at all for Roberto De Zerbi s first year at @OfficialBHAFC Here is how his side s stats rank in the Premier League since he joined the Seagulls pic.twitter.com/13YZoEX31P— Premier League (@premierleague) September 18, 2023 Stóra spurningin er hvort liðið haldi dampi út tímabilið en ef það raungerist stefnir allt í að Brighton spili í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Núverandi tímabil er þó rétt nýhafið og hlutirnir breytast hratt í fótboltaheiminum. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Körfubolti Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Handbolti Fleiri fréttir Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Sjá meira
Hinn 44 ára gamli De Zerbi er fæddur í Róm á Ítalíu en hóf þó leikmannaferil sinn með AC Milan í Mílanó. Hann lék aldrei fyrir aðallið félagsins og flakkaði á milli misgóðra liða áður en skórnir fóru upp á hillu árið 2013. Hann hóf þjálfaraferilinn sama ár og eftir að vinna sig upp á Ítalíu færði hann sig til Úkraínu árið 2021 þegar hann tók við Shakhtar Donetsk. Það var svo í september 2022 sem hann tók við Brighton eftir að Graham Potter færði sig yfir til Chelsea. Síðan þá hefur gengið Brighton verið hreint út sagt dæmalaust. Það eru ekki bara úrslitin sem eru góð heldur eru frammistöður liðsins að sama skapi undraverðar. „Þetta er hætt að koma okkur á óvart,“ sagði Danny Murphy, fyrrverandi miðjumaður Liverpool og núverandi sparkspekingur í sjónvarpsþættinum vinsæla Match of the Day. „Það var auðvelt fyrir Brighton að stýra hraðanum í leiknum og halda í boltann. Brighton gerir þetta mjög vel. Þeir spila ekki aðeins stutt, ef það er svæði til að hlaupa í þá eru leikmenn liðsins tilbúnir til þess, og þeir eru með mikinn hraða. Þetta var mjög yfirveguð frammistaða,“ bætti Murphy við um sigurinn á Old Trafford. Þegar tölfræði liðsins undir stjórn De Zerbi er skoðuð þá er liðið í 3. sæti yfir skoruð mörk, 76 talsins. Liðið er í 1. sæti þegar kemur að skotum (624) og skotum á mark (244). Liðið er í 3. sæti yfir snertingar í teig andstæðinganna (1228), liðið er í 2. sæti þegar kemur að xG (74.7) og í 2. sæti þegar kemur að því að halda í boltann (62 prósent). Not bad at all for Roberto De Zerbi s first year at @OfficialBHAFC Here is how his side s stats rank in the Premier League since he joined the Seagulls pic.twitter.com/13YZoEX31P— Premier League (@premierleague) September 18, 2023 Stóra spurningin er hvort liðið haldi dampi út tímabilið en ef það raungerist stefnir allt í að Brighton spili í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Núverandi tímabil er þó rétt nýhafið og hlutirnir breytast hratt í fótboltaheiminum.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Körfubolti Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Handbolti Fleiri fréttir Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Sjá meira