Guðni og Eliza fagna fimmtíu árum með Karli Gústaf Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 15. september 2023 10:57 Karl XVI Gústaf ásamt Silvíu drottningu í messu í morgun. EPA-EFE/Claudio Bresciani Karl XVI. Gústaf Svíakonungur fagnar í dag hálfrar aldar krýningarafmæli og eru forsetahjón Íslands ásamt öðrum norrænum þjóðhöfðingjum í Svíþjóð í tilefni af því. Hjónin voru stórglæsileg þar sem þau mættu til leiksýningar í Drottningholm hallarleikhúsinu og svo í viðhafnarkvöldverð í Drottningholm höllinni í kjölfarið. Karl Gústaf varð þjóðhöfðingi Svíþjóðar árið 1973 við andlát afa síns, Gústafs VI. Adolfs konungs. Missti föður sinn níu mánaða gamall Faðir Karls Gústafs og þáverandi krónprins, Gústav Adolf, lést í flugslysi árið 1947 á Kastrup flugvelli í Kaupmannahöfn. Hann var á leið frá Amsterdam til Stokkhólms og vél hans var að millilenda í Danmörku þegar stýrisbúnaður vélarinnar læstist með þeim afleiðingum að hún hrundi til jarðar. 22 farþegar voru um borð og létust þeir allir. Karl Gústaf varð því erfingi krúnunnar níu mánaða gamall. Hann og systur hans þær Margrét prinsessa, Désirée, Birgitta og Kristína hafa sjaldan rætt föðurmissinn opinberlega. Móðir þeirra Sibylla prinsessa hefur lýst því hvernig veröld sín hrundi vegna andláts Gústavs. Karl Gústaf ræddi andlát föður síns í fyrsta sinn árið 2004 í ræðu eftir mannskæða flóðbylgju þar sem rúmlega 200 þúsund manns létust. Þar á meðal voru sex hundruð Svíar og lá harmleikurinn Svíum nærri. Karl deildi því með heimsbyggðinni að hann kannaðist við það hvernig það var að missa foreldri. „Mörg börn hafa misst einn, jafnvel tvo foreldra. Ég veit hvernig það er, ég hef verið slíkt barn. Faðir minn dó í flugslysi þegar ég var pínulítill. Þannig að ég veit hvernig það er að alast upp án föðurs.“ Lengst ríkjandi konungur Svíþjóðar Karl Gústaf er orðinn þaulsetnasti konungur Svíþjóðar. Hann setti metið árið 2018 þegar hann hafði verið í hásætinu í 44 ár og 223 daga. Fyrra metið var nokkurra alda gamalt. Það átti Magnus Eriksson, sem samkvæmt opinberum skjölum Svía, var konungur í 44 ár og 222 daga á 14.öld. Karl sló því nokkurra aldagamalt met en hann var einungis 27 ára þegar hann varð konungur fyrir 50 árum síðan árið 1973. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands ásamt Sauli Niinistoe, forseta Finnlands og forsetafrúnni Jenni Haukio í messu í morgun. EPA-EFE/Jonas Ekstroemer Í dag verður messa í Slottskyrkan í tilefni dagsins sem þau Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid, forsetahjón, munu sækja fyrir Íslands hönd ásamt sænsku konungsfjölskyldunni og fulltrúum hinna norðurlandanna. Að henni lokinni verður konungurinn hylltur frá svölum konungshallarinnar. Þá verður norrænum þjóðhöfðingjum boðið til hádegisverðar með sænsku konungshjónunum og Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar. Dagskrá krýningarafmælisins lýkur svo með hátíðarkvöldverði í konungshöllinni í kvöld. Kóngafólk Svíþjóð Karl Gústaf XVI Svíakonungur Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Sjá meira
Hjónin voru stórglæsileg þar sem þau mættu til leiksýningar í Drottningholm hallarleikhúsinu og svo í viðhafnarkvöldverð í Drottningholm höllinni í kjölfarið. Karl Gústaf varð þjóðhöfðingi Svíþjóðar árið 1973 við andlát afa síns, Gústafs VI. Adolfs konungs. Missti föður sinn níu mánaða gamall Faðir Karls Gústafs og þáverandi krónprins, Gústav Adolf, lést í flugslysi árið 1947 á Kastrup flugvelli í Kaupmannahöfn. Hann var á leið frá Amsterdam til Stokkhólms og vél hans var að millilenda í Danmörku þegar stýrisbúnaður vélarinnar læstist með þeim afleiðingum að hún hrundi til jarðar. 22 farþegar voru um borð og létust þeir allir. Karl Gústaf varð því erfingi krúnunnar níu mánaða gamall. Hann og systur hans þær Margrét prinsessa, Désirée, Birgitta og Kristína hafa sjaldan rætt föðurmissinn opinberlega. Móðir þeirra Sibylla prinsessa hefur lýst því hvernig veröld sín hrundi vegna andláts Gústavs. Karl Gústaf ræddi andlát föður síns í fyrsta sinn árið 2004 í ræðu eftir mannskæða flóðbylgju þar sem rúmlega 200 þúsund manns létust. Þar á meðal voru sex hundruð Svíar og lá harmleikurinn Svíum nærri. Karl deildi því með heimsbyggðinni að hann kannaðist við það hvernig það var að missa foreldri. „Mörg börn hafa misst einn, jafnvel tvo foreldra. Ég veit hvernig það er, ég hef verið slíkt barn. Faðir minn dó í flugslysi þegar ég var pínulítill. Þannig að ég veit hvernig það er að alast upp án föðurs.“ Lengst ríkjandi konungur Svíþjóðar Karl Gústaf er orðinn þaulsetnasti konungur Svíþjóðar. Hann setti metið árið 2018 þegar hann hafði verið í hásætinu í 44 ár og 223 daga. Fyrra metið var nokkurra alda gamalt. Það átti Magnus Eriksson, sem samkvæmt opinberum skjölum Svía, var konungur í 44 ár og 222 daga á 14.öld. Karl sló því nokkurra aldagamalt met en hann var einungis 27 ára þegar hann varð konungur fyrir 50 árum síðan árið 1973. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands ásamt Sauli Niinistoe, forseta Finnlands og forsetafrúnni Jenni Haukio í messu í morgun. EPA-EFE/Jonas Ekstroemer Í dag verður messa í Slottskyrkan í tilefni dagsins sem þau Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid, forsetahjón, munu sækja fyrir Íslands hönd ásamt sænsku konungsfjölskyldunni og fulltrúum hinna norðurlandanna. Að henni lokinni verður konungurinn hylltur frá svölum konungshallarinnar. Þá verður norrænum þjóðhöfðingjum boðið til hádegisverðar með sænsku konungshjónunum og Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar. Dagskrá krýningarafmælisins lýkur svo með hátíðarkvöldverði í konungshöllinni í kvöld.
Kóngafólk Svíþjóð Karl Gústaf XVI Svíakonungur Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Sjá meira