Gagnrýnir ósmekklegan Onana fyrir að öskra á Maguire Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. september 2023 12:00 Harry Maguire hefur átt erfitt uppdráttar undanfarna mánuði. getty/Marco Steinbrenner Jamie Carragher segir að André Onana hafi farið langt yfir strikið þegar hann öskraði á Harry Maguire í æfingaleik Manchester United í sumar. Maguire hefur ekki átt sjö dagana sæla að undanförnu. Hann er búinn að missa sæti sitt í byrjunarliði United og þá var fyrirliðabandið tekið af honum. Maguire nýtur hins vegar stuðnings Gareths Southgate, þjálfara Englands, sem heldur áfram að velja, og verja, hann. Maguire skoraði sjálfsmark þegar England sigraði Skotland í vináttulandsleik í fyrradag, 1-3. Eftir leikinn hnýtti Southgate í þá sem hafa gagnrýnt Maguire og sagði meðferðina sem hann hefur fengið fáránlega. Í pistli sínum fyrir The Telegraph fjallar Jamie Carragher um stöðu Maguires. Hann hvetur Southgate til að hætta að velja hann til verja hann, þar til hann snýr ferli sínum við hjá United, eða öðru félagi. Maguire segir hins vegar alltof auðvelt að gera Maguire að blóraböggli og tók dæmi úr æfingaleik United gegn Borussia Dortmund í sumar þegar Onana, þá nýkominn til United, lét Englendinginn heyra það eftir að Þjóðverjarnir fengu dauðafæri eftir slaka sendingu hans. „Eitt ósmekklegasta atvikið kom í æfingaleiknum gegn Dortmund í sumar þegar nýi maðurinn Onana byrjaði að öskra á Maguire sem var að mínu mati skammarleg hegðun til að höfða til stuðningsmanna United,“ sagði Maguire. „Ég trúði ekki mínum eigin augum en þetta sagði allt um það sem er að. Maguire var enn fyrirliði United þarna. Hann hefði átt að bregðast illa við, rekið Onana til baka og krafist virðingar. Í staðinn virkaði hann eins og maður sem skortir sjálfstraust og vald.“ Maguire hefur komið við sögu í einum leik með United á tímabilinu. Hann spilaði hins vegar báða leiki enska landsliðsins á dögunum. Enski boltinn Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport Fleiri fréttir Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Sjá meira
Maguire hefur ekki átt sjö dagana sæla að undanförnu. Hann er búinn að missa sæti sitt í byrjunarliði United og þá var fyrirliðabandið tekið af honum. Maguire nýtur hins vegar stuðnings Gareths Southgate, þjálfara Englands, sem heldur áfram að velja, og verja, hann. Maguire skoraði sjálfsmark þegar England sigraði Skotland í vináttulandsleik í fyrradag, 1-3. Eftir leikinn hnýtti Southgate í þá sem hafa gagnrýnt Maguire og sagði meðferðina sem hann hefur fengið fáránlega. Í pistli sínum fyrir The Telegraph fjallar Jamie Carragher um stöðu Maguires. Hann hvetur Southgate til að hætta að velja hann til verja hann, þar til hann snýr ferli sínum við hjá United, eða öðru félagi. Maguire segir hins vegar alltof auðvelt að gera Maguire að blóraböggli og tók dæmi úr æfingaleik United gegn Borussia Dortmund í sumar þegar Onana, þá nýkominn til United, lét Englendinginn heyra það eftir að Þjóðverjarnir fengu dauðafæri eftir slaka sendingu hans. „Eitt ósmekklegasta atvikið kom í æfingaleiknum gegn Dortmund í sumar þegar nýi maðurinn Onana byrjaði að öskra á Maguire sem var að mínu mati skammarleg hegðun til að höfða til stuðningsmanna United,“ sagði Maguire. „Ég trúði ekki mínum eigin augum en þetta sagði allt um það sem er að. Maguire var enn fyrirliði United þarna. Hann hefði átt að bregðast illa við, rekið Onana til baka og krafist virðingar. Í staðinn virkaði hann eins og maður sem skortir sjálfstraust og vald.“ Maguire hefur komið við sögu í einum leik með United á tímabilinu. Hann spilaði hins vegar báða leiki enska landsliðsins á dögunum.
Enski boltinn Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport Fleiri fréttir Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Sjá meira