Íslenski boltinn

Þor­­steinn Már verður heiðurs­­gestur KA á Laugar­­dals­­velli

Aron Guðmundsson skrifar
Þorsteinn Már, forstjóri Samherja, er kominn með KA-trefil og mun styðja sína menn áfram í úrslitaleik Mjólkurbikarsins á laugardaginn kemur
Þorsteinn Már, forstjóri Samherja, er kominn með KA-trefil og mun styðja sína menn áfram í úrslitaleik Mjólkurbikarsins á laugardaginn kemur Mynd:KA

Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja, verður heiðurs­gestur KA á Laugar­dals­velli á laugar­daginn næst­komandi þegar að liðið mætir Víkingi Reykja­vík í úr­slita­leik Mjólkur­bikars karla í fót­bolta.

Frá þessu er greint á heima­síðu KA í dag en þar segir að Þor­steinn Már sé ein­arður stuðnings­maður KA og hafi fylgt fé­laginu eftir frá unga aldri, bæði sem keppnis- og stuðnings­maður.

Sjálfur lætur Þor­steinn Már hafa það eftir sér, í til­kynningu KA að honum þyki af­skap­lega vænt um að vera heiðurs­gestur fé­lagsins á þessum stóra degi.

„Og ætla að njóta dagsins eins og allt stuðnings­fólk fé­lagsins,“ segir Þor­steinn Már í til­kynningu KA.

Hann hvetur stuðnings­menn fé­lagsins til þess að fjöl­menna á leikinn og hvetja Norðan­menn á­fram og er með það á hreinu hvernig hann mun undir­búa sig fyrir þennan mikil­væga leik fyrir fé­lagið.

„Ég kem ef­laust til með að hringja nokkur sím­töl um morguninn og fara yfir málin með góðum vinum og svo spáir maður og spekúlerar í leik­skipu­lagi fram og til baka. Ég mæti örugg­lega snemma í Laugar­dalinn og tek þátt í gleðinni sem þar verður ríkjandi.“

Hann spáir KA 3-1 sigri en á leið sinni í úr­slita­leikinn hefur liðið lagt af velli Upp­sveitir, HK, Grinda­vík og nú síðast Breiða­blik í undan­úr­slitum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×