Almennir borgarar koma samlöndum sínum til hjálpar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. september 2023 11:39 Skjálftinn hefur valdið gríðarlegri eyðileggingu í þorpum og bæjum frá Atlas-fjöllum til Marrakesh. Yfir 2.800 eru látnir. epa/Jerome Favre Allt að 3.000 eru taldir látnir og fleiri en 5.000 særðir eftir jarðskjálftann sem reið yfir Marokkó á föstudag. Herinn hefur sett upp tímabundin sjúkrahús þar sem neyðin er sem mest en vonir dvína um að finna fleiri á lífi. Skjálftinn mældist 6,8 að stærð og er sá stærsti sem hefur orðið í landinu frá því fyrir 1900. Viðbrögð yfirvalda í kjölfar harmleiksins hafa verið harðlega gagnrýnd, meðal annars tregða þeirra til að óska eftir aðstoð erlendis frá. Konungurinn Mohammed VI heimsótti særða á spítala í stórborginni Marrakech í gær en ekkert hefur heyrst af fyrirhugaðri heimsókn á þau svæði sem verst urðu úti. Svo virðist sem pólitík hafi orðið mönnum fjötur um fót en sérfræðingur í málefnum Marokkó við Stanford University í Kaliforníu segir opinbera embættismenn hafa freistað þess að bregðast við án þess þó að varpa skugga á viðbragð konungshallarinnar. Þúsundir almennra borgara eru hins vegar sagðir hafa lagt land undir fót til að koma neyðarbirgðum og annarri aðstoð til samlanda sinna. Bifreiðar bíða í löngum röðum á fjallavegum, hlaðnar dýnum, rúmfötum og fatnaði. Guardian ræddi meðal annars við sextán unga menn í þremur bílum, sem sögðu það hafa tekið sig heilan dag að ná til Talat N'Yaaqoub, sem liggur í um 20 kílómetra fjarlægð frá upptökum skjálftans og varð einna verst úti. „Við erum með mat og föt og peninga sem við söfnuðum fyrir fórnarlömb jarðskjálftans. Okkur fannst við þurfa að gera eitthvað,“ sögðu mennirnir, allir stuðningsmenn knattspyrnuliðsins Raja Casablanca. Aðal markaðurinn í Talat N'Yaaqoub er sagður gjöreyðilagður og þá eru gólfin í fjölda verslana og skrifstofubygginga sögð hafa hrunið. Turn moskvu í bænum gnæfir yfir rústirnar. Guardian ræddi við konu sem missti manninn sinn í skjálftanum og sagðist ekki enn geta tjáð sig um hvað gerðist. Búið er að setja upp tjöld í mörgum þorpum en þörfin er langt umfram framboðið. „Við erum ekki enn komin með tjald,“ segir Hayat ait Louchine, 24 ára, sem missti sex ára frænku sína. „Við virkilega þörfnumst þess, það er svo kalt hérna í fjöllunum. Við höfum áhyggjur af því að það fari að rigna en við vitum ekki hvert við eigum að leita til að fá tjald.“ Jarðskjálfti í Marokkó Marokkó Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Fleiri fréttir Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Sjá meira
Skjálftinn mældist 6,8 að stærð og er sá stærsti sem hefur orðið í landinu frá því fyrir 1900. Viðbrögð yfirvalda í kjölfar harmleiksins hafa verið harðlega gagnrýnd, meðal annars tregða þeirra til að óska eftir aðstoð erlendis frá. Konungurinn Mohammed VI heimsótti særða á spítala í stórborginni Marrakech í gær en ekkert hefur heyrst af fyrirhugaðri heimsókn á þau svæði sem verst urðu úti. Svo virðist sem pólitík hafi orðið mönnum fjötur um fót en sérfræðingur í málefnum Marokkó við Stanford University í Kaliforníu segir opinbera embættismenn hafa freistað þess að bregðast við án þess þó að varpa skugga á viðbragð konungshallarinnar. Þúsundir almennra borgara eru hins vegar sagðir hafa lagt land undir fót til að koma neyðarbirgðum og annarri aðstoð til samlanda sinna. Bifreiðar bíða í löngum röðum á fjallavegum, hlaðnar dýnum, rúmfötum og fatnaði. Guardian ræddi meðal annars við sextán unga menn í þremur bílum, sem sögðu það hafa tekið sig heilan dag að ná til Talat N'Yaaqoub, sem liggur í um 20 kílómetra fjarlægð frá upptökum skjálftans og varð einna verst úti. „Við erum með mat og föt og peninga sem við söfnuðum fyrir fórnarlömb jarðskjálftans. Okkur fannst við þurfa að gera eitthvað,“ sögðu mennirnir, allir stuðningsmenn knattspyrnuliðsins Raja Casablanca. Aðal markaðurinn í Talat N'Yaaqoub er sagður gjöreyðilagður og þá eru gólfin í fjölda verslana og skrifstofubygginga sögð hafa hrunið. Turn moskvu í bænum gnæfir yfir rústirnar. Guardian ræddi við konu sem missti manninn sinn í skjálftanum og sagðist ekki enn geta tjáð sig um hvað gerðist. Búið er að setja upp tjöld í mörgum þorpum en þörfin er langt umfram framboðið. „Við erum ekki enn komin með tjald,“ segir Hayat ait Louchine, 24 ára, sem missti sex ára frænku sína. „Við virkilega þörfnumst þess, það er svo kalt hérna í fjöllunum. Við höfum áhyggjur af því að það fari að rigna en við vitum ekki hvert við eigum að leita til að fá tjald.“
Jarðskjálfti í Marokkó Marokkó Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Fleiri fréttir Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Sjá meira