Íslenski boltinn

Vanda í veikindaleyfi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Vanda Sigurgeirsdóttir var kjörin formaður KSÍ á ársþingi sambandsins í fyrra.
Vanda Sigurgeirsdóttir var kjörin formaður KSÍ á ársþingi sambandsins í fyrra. vísir/vilhelm

Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, er komin í veikindaleyfi frá störfum sínum út þennan mánuð.

Frá þessu er greint á heimasíðu KSÍ. Þar kemur fram að varaformenn KSÍ, þau Borghildur Sigurðardóttir og Sigfús Ásgeir Kárason, muni gegna skyldum formanns meðan Vanda er fjarverandi.

Vanda var kjörin formaður KSÍ til bráðabirgða í október 2021. Í febrúar í fyrra var hún svo kjörin formaður á ársþingi KSÍ.

Vanda er fyrsta konan sem er formaður KSÍ og jafnframt fyrsta konan sem gegnir formennsku hjá aðildarsambandi UEFA.

Blaðamaður hafði samband við Vöndu vegna málsins en hún vildi ekki tjá sig um veikindin að svo stöddu.

Uppfært klukkan 14:39.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×