Lúkas um vélmennið hann föður sinn: „Veit ekki hvernig hann fer að þessu“ Aron Guðmundsson skrifar 12. september 2023 11:01 Feðgarnir Alexander Petersson og Lúkas Petersson, miklir íþróttamenn Vísir/Samsett mynd Lúkas Petersson, markvörður íslenska u21 árs landsliðsins í fótbolta og þýska félagsins Hoffenheim, er að upplifa sérstaka tíma í Þýskalandi núna. Hann býr nú þar einn eftir að fjölskylda hans fluttist búferlum heim til Íslands þar sem að Alexander Petersson, faðir Lúkasar spilar með handboltaliði Vals. „Þetta verkefni leggst vel í mig. Við erum jákvæðir og spenntir fyrir þessum leik og eigum góða möguleika á að tryggja okkur EM-sæti í gegnum þennan riðil,“ segir Lúkas um komandi verkefni u21 árs landsliðsins sem hefur í dag keppni í undankeppni EM 2025 er liðið tekur á móti Tékklandi á Víkingsvelli. Auk Íslands er riðillinn skipaður landsliðum Danmerkur, Wales, Tékklands og Litháen. „Flestir reikna með því að Danir taki toppsæti riðilsins en að mínu mati eigum við alveg jafnmikinn séns og hin liðin og gætum vel gert þetta toppsæti að okkar og unnið þennan riðil.“ Lúkas Petersson í háloftunum.Vísir/Hulda Margrét Þessi 19 ára stæðilegi markvörður hefur undanfarið verið að vekja athygli. Hann er á mála hjá þýska félaginu Hoffenheim. „Staða mín þar er bara góð. Ég hef verið í kringum B-liðið hjá Hoffenheim núna undanfarið en einnig æft með aðalliði félagsins.“ Hann er þó að upplifa ansi sérstaka tíma í Þýskalandi núna þar sem að fjölskylda hans er flutt heim til Íslands en faðir Lúkasar er íslenska handboltagoðsögnin Alexander Petersson, sem tók fram skóna fyrir yfirstandandi tímabil hér heima og samdi við Val. „Það er smá skrítið en gaman á sama tíma, eitthvað sem maður er að venjast núna,“ segir Lúkas um það hvernig er að búa allt í einu einn í Þýskalandi. „Ég hugsa að eftir cirka mánuð muni ég fara að sakna þeirra meira, þegar að ég þarf að vera enn sjálfstæðari en það er virkilega gott fyrir mig að vera kominn núna til Íslands í þetta verkefni og eiga tækifæri á því að hitta þau á ný og spila fyrir framan þau.“ Alexander í leik með val í fyrstu umferð Olís deildar karla á dögunumVísir/Pawel Cieslikiewicz Alexander, faðir Lúkasar, er magnaður íþróttamaður og nú 43 ára gamall er hann að spila á hæsta gæðastigi handboltans hér heima. Hvernig myndirðu lýsa föður þínum sem íþróttamanni? „Vélmenni. Hann er ótrúlegur og hætti náttúrulega í boltanum fyrir einu ári síðan en ákvað að taka slaginn á nýjan leik núna með Val. Hann hefur haldið sér í standi í gegnum þennan tíma og ég veit ekki hvernig hann fer að þessu. Ertu með hans DNA hvað þetta varðar? „Ég vona það. Það mun sjást betur eftir svona tuttugu ár. „Já klárlega. Ég hef ekki lagt það í vana minn að fylgjast með Olís deildinni en ég mun örugglega gera það núna, líka þar sem að pabbi er að spila fyrir liðið mitt, Val.“ Leikur Íslands og Tékklands í undankeppni EM 2025 verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Við hefjum beina útsendingu frá Víkingsvelli klukkan 16:20. Landslið karla í fótbolta Þýski boltinn Olís-deild karla Fótbolti Handbolti Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti Fleiri fréttir Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Sjá meira
„Þetta verkefni leggst vel í mig. Við erum jákvæðir og spenntir fyrir þessum leik og eigum góða möguleika á að tryggja okkur EM-sæti í gegnum þennan riðil,“ segir Lúkas um komandi verkefni u21 árs landsliðsins sem hefur í dag keppni í undankeppni EM 2025 er liðið tekur á móti Tékklandi á Víkingsvelli. Auk Íslands er riðillinn skipaður landsliðum Danmerkur, Wales, Tékklands og Litháen. „Flestir reikna með því að Danir taki toppsæti riðilsins en að mínu mati eigum við alveg jafnmikinn séns og hin liðin og gætum vel gert þetta toppsæti að okkar og unnið þennan riðil.“ Lúkas Petersson í háloftunum.Vísir/Hulda Margrét Þessi 19 ára stæðilegi markvörður hefur undanfarið verið að vekja athygli. Hann er á mála hjá þýska félaginu Hoffenheim. „Staða mín þar er bara góð. Ég hef verið í kringum B-liðið hjá Hoffenheim núna undanfarið en einnig æft með aðalliði félagsins.“ Hann er þó að upplifa ansi sérstaka tíma í Þýskalandi núna þar sem að fjölskylda hans er flutt heim til Íslands en faðir Lúkasar er íslenska handboltagoðsögnin Alexander Petersson, sem tók fram skóna fyrir yfirstandandi tímabil hér heima og samdi við Val. „Það er smá skrítið en gaman á sama tíma, eitthvað sem maður er að venjast núna,“ segir Lúkas um það hvernig er að búa allt í einu einn í Þýskalandi. „Ég hugsa að eftir cirka mánuð muni ég fara að sakna þeirra meira, þegar að ég þarf að vera enn sjálfstæðari en það er virkilega gott fyrir mig að vera kominn núna til Íslands í þetta verkefni og eiga tækifæri á því að hitta þau á ný og spila fyrir framan þau.“ Alexander í leik með val í fyrstu umferð Olís deildar karla á dögunumVísir/Pawel Cieslikiewicz Alexander, faðir Lúkasar, er magnaður íþróttamaður og nú 43 ára gamall er hann að spila á hæsta gæðastigi handboltans hér heima. Hvernig myndirðu lýsa föður þínum sem íþróttamanni? „Vélmenni. Hann er ótrúlegur og hætti náttúrulega í boltanum fyrir einu ári síðan en ákvað að taka slaginn á nýjan leik núna með Val. Hann hefur haldið sér í standi í gegnum þennan tíma og ég veit ekki hvernig hann fer að þessu. Ertu með hans DNA hvað þetta varðar? „Ég vona það. Það mun sjást betur eftir svona tuttugu ár. „Já klárlega. Ég hef ekki lagt það í vana minn að fylgjast með Olís deildinni en ég mun örugglega gera það núna, líka þar sem að pabbi er að spila fyrir liðið mitt, Val.“ Leikur Íslands og Tékklands í undankeppni EM 2025 verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Við hefjum beina útsendingu frá Víkingsvelli klukkan 16:20.
Landslið karla í fótbolta Þýski boltinn Olís-deild karla Fótbolti Handbolti Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti Fleiri fréttir Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Sjá meira
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu