Lúkas um vélmennið hann föður sinn: „Veit ekki hvernig hann fer að þessu“ Aron Guðmundsson skrifar 12. september 2023 11:01 Feðgarnir Alexander Petersson og Lúkas Petersson, miklir íþróttamenn Vísir/Samsett mynd Lúkas Petersson, markvörður íslenska u21 árs landsliðsins í fótbolta og þýska félagsins Hoffenheim, er að upplifa sérstaka tíma í Þýskalandi núna. Hann býr nú þar einn eftir að fjölskylda hans fluttist búferlum heim til Íslands þar sem að Alexander Petersson, faðir Lúkasar spilar með handboltaliði Vals. „Þetta verkefni leggst vel í mig. Við erum jákvæðir og spenntir fyrir þessum leik og eigum góða möguleika á að tryggja okkur EM-sæti í gegnum þennan riðil,“ segir Lúkas um komandi verkefni u21 árs landsliðsins sem hefur í dag keppni í undankeppni EM 2025 er liðið tekur á móti Tékklandi á Víkingsvelli. Auk Íslands er riðillinn skipaður landsliðum Danmerkur, Wales, Tékklands og Litháen. „Flestir reikna með því að Danir taki toppsæti riðilsins en að mínu mati eigum við alveg jafnmikinn séns og hin liðin og gætum vel gert þetta toppsæti að okkar og unnið þennan riðil.“ Lúkas Petersson í háloftunum.Vísir/Hulda Margrét Þessi 19 ára stæðilegi markvörður hefur undanfarið verið að vekja athygli. Hann er á mála hjá þýska félaginu Hoffenheim. „Staða mín þar er bara góð. Ég hef verið í kringum B-liðið hjá Hoffenheim núna undanfarið en einnig æft með aðalliði félagsins.“ Hann er þó að upplifa ansi sérstaka tíma í Þýskalandi núna þar sem að fjölskylda hans er flutt heim til Íslands en faðir Lúkasar er íslenska handboltagoðsögnin Alexander Petersson, sem tók fram skóna fyrir yfirstandandi tímabil hér heima og samdi við Val. „Það er smá skrítið en gaman á sama tíma, eitthvað sem maður er að venjast núna,“ segir Lúkas um það hvernig er að búa allt í einu einn í Þýskalandi. „Ég hugsa að eftir cirka mánuð muni ég fara að sakna þeirra meira, þegar að ég þarf að vera enn sjálfstæðari en það er virkilega gott fyrir mig að vera kominn núna til Íslands í þetta verkefni og eiga tækifæri á því að hitta þau á ný og spila fyrir framan þau.“ Alexander í leik með val í fyrstu umferð Olís deildar karla á dögunumVísir/Pawel Cieslikiewicz Alexander, faðir Lúkasar, er magnaður íþróttamaður og nú 43 ára gamall er hann að spila á hæsta gæðastigi handboltans hér heima. Hvernig myndirðu lýsa föður þínum sem íþróttamanni? „Vélmenni. Hann er ótrúlegur og hætti náttúrulega í boltanum fyrir einu ári síðan en ákvað að taka slaginn á nýjan leik núna með Val. Hann hefur haldið sér í standi í gegnum þennan tíma og ég veit ekki hvernig hann fer að þessu. Ertu með hans DNA hvað þetta varðar? „Ég vona það. Það mun sjást betur eftir svona tuttugu ár. „Já klárlega. Ég hef ekki lagt það í vana minn að fylgjast með Olís deildinni en ég mun örugglega gera það núna, líka þar sem að pabbi er að spila fyrir liðið mitt, Val.“ Leikur Íslands og Tékklands í undankeppni EM 2025 verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Við hefjum beina útsendingu frá Víkingsvelli klukkan 16:20. Landslið karla í fótbolta Þýski boltinn Olís-deild karla Fótbolti Handbolti Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Sunderland - Everton | Svörtu kettirnir geta stokkið upp í annað sætið Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Sjá meira
„Þetta verkefni leggst vel í mig. Við erum jákvæðir og spenntir fyrir þessum leik og eigum góða möguleika á að tryggja okkur EM-sæti í gegnum þennan riðil,“ segir Lúkas um komandi verkefni u21 árs landsliðsins sem hefur í dag keppni í undankeppni EM 2025 er liðið tekur á móti Tékklandi á Víkingsvelli. Auk Íslands er riðillinn skipaður landsliðum Danmerkur, Wales, Tékklands og Litháen. „Flestir reikna með því að Danir taki toppsæti riðilsins en að mínu mati eigum við alveg jafnmikinn séns og hin liðin og gætum vel gert þetta toppsæti að okkar og unnið þennan riðil.“ Lúkas Petersson í háloftunum.Vísir/Hulda Margrét Þessi 19 ára stæðilegi markvörður hefur undanfarið verið að vekja athygli. Hann er á mála hjá þýska félaginu Hoffenheim. „Staða mín þar er bara góð. Ég hef verið í kringum B-liðið hjá Hoffenheim núna undanfarið en einnig æft með aðalliði félagsins.“ Hann er þó að upplifa ansi sérstaka tíma í Þýskalandi núna þar sem að fjölskylda hans er flutt heim til Íslands en faðir Lúkasar er íslenska handboltagoðsögnin Alexander Petersson, sem tók fram skóna fyrir yfirstandandi tímabil hér heima og samdi við Val. „Það er smá skrítið en gaman á sama tíma, eitthvað sem maður er að venjast núna,“ segir Lúkas um það hvernig er að búa allt í einu einn í Þýskalandi. „Ég hugsa að eftir cirka mánuð muni ég fara að sakna þeirra meira, þegar að ég þarf að vera enn sjálfstæðari en það er virkilega gott fyrir mig að vera kominn núna til Íslands í þetta verkefni og eiga tækifæri á því að hitta þau á ný og spila fyrir framan þau.“ Alexander í leik með val í fyrstu umferð Olís deildar karla á dögunumVísir/Pawel Cieslikiewicz Alexander, faðir Lúkasar, er magnaður íþróttamaður og nú 43 ára gamall er hann að spila á hæsta gæðastigi handboltans hér heima. Hvernig myndirðu lýsa föður þínum sem íþróttamanni? „Vélmenni. Hann er ótrúlegur og hætti náttúrulega í boltanum fyrir einu ári síðan en ákvað að taka slaginn á nýjan leik núna með Val. Hann hefur haldið sér í standi í gegnum þennan tíma og ég veit ekki hvernig hann fer að þessu. Ertu með hans DNA hvað þetta varðar? „Ég vona það. Það mun sjást betur eftir svona tuttugu ár. „Já klárlega. Ég hef ekki lagt það í vana minn að fylgjast með Olís deildinni en ég mun örugglega gera það núna, líka þar sem að pabbi er að spila fyrir liðið mitt, Val.“ Leikur Íslands og Tékklands í undankeppni EM 2025 verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Við hefjum beina útsendingu frá Víkingsvelli klukkan 16:20.
Landslið karla í fótbolta Þýski boltinn Olís-deild karla Fótbolti Handbolti Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Sunderland - Everton | Svörtu kettirnir geta stokkið upp í annað sætið Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Sjá meira